Feykir


Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 3
37/2000 FEYKIR 3 Börnin í Árvist í enskutíma með kennara sínum Kristbjörgu Kemp. Námskeið fyrir börnin í Árvist Skólavistunin Árvist á Sauðárkróki hefur nú hafið sitt annað starfsár og að sögn Gunnhildur Harðardóttir, for- stöðumanns hefur starfsemin gengið mjög vel. Aðsókn hefur verið meiri en reiknað hafði verið með í upphafí og er ljóst að full þörf er á þessari þjón- ustu. Starfsemin hefur einnig verið að taka á sig fasta mynd. I haust er sú nýbreytni að boðið er upp á^ýmiss námskeið fyrir börnin á Árvist. Nú standa yfir enskunámskeið en foreldr- ar hafa sýnt því mikinn áhuga að börnin fái að kynnast ensku og fullt er á öll enskunám- skeiðin. Einnig eru námskeið í íþróttum, myndmennt og saumum og er eftirspurnin ekki síðri þar, því þar er einnig full- skipað. Námskeiðin eru í sex skipti og kenna kennarar Ár- skóla á þeim. Stefnt er að því að bjóða upp á þessi námskeið á vordögum og jafnvel að auka fjölbreytnina. Að sögn Gunnhildar er nauðsynlegt að bjóða bömum upp á námskeið og afþreyingu sem er af öðrum toga en lík- amsáreynslu. Sjálfsagt er að þjálfa einnig andlegt atgervi í tómstundum. Fjöldi bama sem nú njóta þjónustu Arvistar eru 60 og starfsmenn eru þrír auk forstöðumanns. Nýbreytni hjá stúdentsefnum Styrktu Blóðbankann Stúdentsefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra bmgðu út af vananum að þessu sinni í árlegu maraþoni skólans, sem er á- heitatengt og haldið til fjáröflun- ar fyrir ferðasjóðinn. „I ár á- kváðum við að fara í fara í sam- starf við Blóðbankann og gera eitthvað gagnlegt og skemmti- legt. Samkvæmt fréttum undan- farinna vikna hefur ríkt hálfgert neyðarástand í Blóðbankanum vegna skorts á blóði", sagði Ein- ar Björgvin Eiðsson forsvars- maður útskriftarhópsins, en rúmlega 50 sfúdentsefni fóru suður í lok síðustu viku til að gefa blóð og vinna með Blóð- bankanum. Það var líflegt í Blóðbankan- um á föstudaginn meðan Fásar- ar vom að gefa blóðið. Eftir að hafa kynnst starfsemi bankans og fræðst hélt hópurinn síðan niður á Laugaveg í lögreglu- fylgd þar sem dreift var bæk- lingum meðal fólks þar sem starfsemi Blóðbankans var kynnt og seinni part dagsins var einnig farið í Kringluna í sama tilefni. Þá fóru fulltrúar úr hópi stúdentsefnanna í Fjölbrauta- skólaskólana í Gaðarbæ og Breiðholti og fluttu erindi. „Erindið fjallaði lítilega um starfsemi Blóðbankans, af hverju menn ættu að gerast blóðgjafar og hvaða kvaðir því fylgdu. Margir em dauðhræddir við að gefa glóð og mikla það fyrir sér. Við ætlum að reyna að draga úr þessari hræðslu og fá fleiri í lið með okkur", sagði Einar Björgvin. Blóðbankinn þarf á hverjum degi 70 blóðgjafa einungis til að geta staðið undir eðlilegri starf- semi sjúkrahúsanna. Sveinn Guðmundsson yfirlæknir segir að Blóðbankinn þurft einmitt á því að halda að fá ungt fólk inn sem blóðgjafa. Hlutfall eldra fólks fari vaxandi og þar með aukist þörfin fyrir blóð, en jafn- framt fækkaði þeim sem gætu gerst blóðgjafar, en þeir þurfa að vera á aldrinum 18-60 ára. Af þessum sökum hefur Blóðbank- inn unnið að kynningu á starf- semi sinni m.a. með heimsókn- um í framhalds- og háskóla. Nytjalist úr náttúrunni í Safnahúsinu Laugardaginn 4. nóvember opnar HANDVERK OG HÖNNUN sýninguna „Nytja- list úr náttúrunni" í Safnahús- inu á Sauðárkróki. Sýningin á Sauðárkróki er styrkt af menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd Skagafjarðar. Markmið sýningarinnar er að sýna það besta af nytjalist sam- tímans. Hlutirnir eru allir sér- hannaðir fyrir þessa sýningu og hafa ekki verið sýndir áður. Lögð er áhersla á að sam- tvinna góða hönnun, hugvit og gott handverk. Þema sýningar- innar er vatn. Sýningin er fram- lag „Handverks og hönnunar" til dagskrár Reykjavikur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Við opnunina í Ráðhúsi Reykjavíkur voru veitt þrenn verðlaun og þau hlutu eftitfar- andi einstaklingar: A) Besta hönnun á nytjahlut, Helga Kristín Unnarsdóttir , „í klaka- böndum," tvöföld skál. B. Besta hugmynd , Phil- ippe Ricart, „Vatnsberar" úr flóka. C.Áhugaverðustu efnis- tökin, Georg Hollanders, „Vatnskassinn", gullastokkur úr rekaviði. Þátttakendur í sýningunni eru: Anna Sigríður Hróðmars- dóttir, Amdís Jóhannsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Brita Kristina Berglund, Brynja Baldursdóttir, Dýrfinna Torfa- dóttir, Elísabet Asberg, Georg Hollanders, Guðbjörg Kr. Ingv- arsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Helga Kristín Unnarsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Jónas Bragi Jónasson, Lára Gunnars- dóttir, Ólöf Matthíasdóttir, Lydia Jósafatsdóttir, Margrét Adolfsdóttir og Leo Santos- Shaw, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Signý Ormarsdóttir, Sigríður Anna Sigurðardóttir og Þor- björg Valdimarsdóttir. Sýningin er opin alla daga frá 14.00 til 18.00 og stendur til 12. nóvember. Sýningin er styrkt af Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000. IbM fimmtudag og föstudag Medan birgðir endast Svínahnakkasneiðar Hvítkál 99.- kg. Blaðlaukur 1 69. kg Kíwi 1 99.- kg. Prinsbitar 1 58.- Æðibitar 158.- .-kg. Fimmtudaginn 2. nóv. hefst glæsilegt sængurfatatilboð Verö frá 998.- DECOY sokkabuxnakynning laugardaginn 4. nóv. frá kl.11 -15. 20% kynningarafsláttur. Simpsons kexið fæst hjá okkur! ....frábært kex í flottri dós ..verð aöeins kr. 398.- Er þér kalt? Nýkomið: úlpur, vettlingar og húfur í miklu úrvali. Snjóbuxur margar gerðir verðfrá 2.790.-. ibaaMlutfaMð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.