Feykir


Feykir - 01.11.2000, Page 4

Feykir - 01.11.2000, Page 4
4 FEYKIR 37/2000 „Heyrist oft hressilega í mönnum þegar þolinmæði þeirra er á þrotum“ segja Sveinn Anton og Ágúst skipverjar á Málmey sem vilja létta dagskrána á Langbylgjunni Sveinn Anton Jónsson og Ágúst Marinósson skipverjar á Málmey, en þeir eru forkólfar fyrir áskorun til Rúv um að bæta Langbylgjudagskrána. „Já það er alveg óhætt að segja það að mórallinn um borð fari oft eftir því hvað er í útvarpinu. Það heyrist oft í einum skipverjanum, Sigga Kára, „nú það er að koma helgi”, og þá meinar hann dagskrána á Lang- bylgjunni, en hún er ennþá verri um helgar en á virkum dögum”, segir Sveinn Anton Jensson skipverji á Málmey en hann er ásamt Agústi Marinóssyni í forustu fyrir því að áhafnir flotans sameinist í hvatningu til forsvarsmanna Ríkisútvarpsins um að bæta dagskrá Langbylgjunn- ar. Sjómönnunum fínnst Langbylgj- an vera með alltof þungt efni. Klass- ísk tónlist allsráðandi í dagskránni og mikið um endurtekna þætti, sem séu óþolandi fyrir þá sem standa vaktir bæði seint og snemma. „Ef maður er á nætur og dagvakt þá sleppur þetta sæmilega, en afleitt á morgun- og kvöldvöktum. Þetta er óþolandi sumt af þessu efni sem þeir hafa verið að senda út. Um daginn hlustaði ég tvisvar á hundleiðinlegan viðtalsþátt og svo voru þeir í haust með fjóra þætti af einhverri vindhátíð í Reykjavík”, segir Sveinn. „Eg veit ekki hvað þeim kemur til að halda að við sjómenn séum eitthvað sérstaklega náttúraðir fyrir klassíska tónlist, og ef við hefðum nú smekk fyr- ir hana, þá er náttúrlega vonlaust að njóta þessarar tónlistar í skarkalanum sem er við vinnuna úti á sjó. Þetta er engan veginn tónlist sem hentar vinn- andi fólki. Mér skilst að séu líka ein- hverjir sveitabæir sem ná ekki öðru en Langbylgjunni, en maður hefði þá haldið að það fólk vildi frekar hlusta á Álftagerðisbræður eða einhverja þannig tónlist”, segir Ágúst. , Já það heyrist oft hressilega í mönn- um þegar þolinmæði þeima gagnvart út- varpinu er á þrotum. „Það væri réttast að henda helvítis hátalamum í sjóinn”, sagði Nonni Alla þegar sonfonían var að ær'ann. Eg veit ekki um einn sem er ánægður með þetta og það er náttúrlega grundvallaratriði að menn hafi einhverja góða dægurtónlist til að dreifa huganum við vinnuna á dekkinu”, segir Sveinn. Ágúst segir að sjómönnunum hafi skilist það á sínum tíma þegar Lang- bylgjusendi á Gufuskálum var komið upp að nú ætti að koma upp sérstöku útvarpi fyrir sjómenn, enda væri um mjög stóran hóp að ræða sem þyrfti á útsendingum Langbylgunnar að halda, sjálfsagt milli tvö og þrjú þúsund manns, áhafnir allra úthafsveiðiskip- anna, fragtskipa, varðskipa og rann- sóknarskipa. „Þegar við erum komnir 40-50 míl- ur út þá hverfur FM sambandið og úr því verðum við að treysta á Langbylgj- una. Það er okkur óskiljanlegt afhverju dagskráin er svona uppbyggð. Það væri auðvitað réttast að gerð yrði könn- un á smekk sjómanna fyrir útvarpsefni, en ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem sjómenn vilja er meira léttara efni af Rás 2 og við emm líka mjög mikið fyrir góða spjall- og viðtalsþætti, þó okkur finnist óþarfi að endurtaka þá. Við viljum meina að það geti varla verið mikið mál fyrir þá hjá RÚV að laga dagskrána og sníða hana meira að þörfum sjómanna”, sagði Ágúst Mar- inósson. Það skal í þá annað hvort í dúr eða moll Á heimasíðu Krókur.is/Hrappur, en svo kallar Sveinn Anton sína heima- síðu, er ýmislegt efni, svo sem tengt baráttunni fyrir bættri dagskrá á Langbylgunni. Þar er m.a. grein eftir Ágúst Marinósson, og birtast hér glefsur úr henni. RÚV hefur þótt vera fremur íhalds- samt þegar dagskráin er annars vegar. Ekki man ég nákvæmlega hvenær Rás tvö hóf útsendingar, en líklega em ein fimmtán ár síðan. Þótti það mikil fram- för ekki síst fyrir yngra fólk sem var langþreytt á tónlistarsmekk þeirra sem réðu ríkjum hjá útvaipinu. Síðan út- varpstöðvum fjölgaði hef ég gmn um að fólk undir fímmtugu hlusti ekki á dagskrá Rásar eitt, nema í neyðartil vikum. Dagskrá RÚV er send út á FM bylgjum, báðar rásir. Nást þær sending- ar um meginhluta landsins. Hefur mér verið sagt að innan við eitt hundrað manns með fasta búsetu nái ekki FM sendingum á landinu sjálfu. Þessar sendingar nást einnig á flestum gmnn- miðum hringinn í kring um landið og víðast hvar út undir fjömtíu til fimmtíu mflur frá landi. Á nokkmm stöðum em þó eyður þar sem illa eða ekki heyrist í útvarpi. Dagskráin er einnig send út á Langbylgju þar sem blandað er saman efni af báðum rásunum. Nú er það svo að töluverður hluti fiskiskipaflotans er að veiðum utan við áðurnefnd mörk. Stór hluti togaraflot- ans, loðnuskipin, djúprækjuskipin og kolmunnaskipin að ógleymdum flutn- ingaskipum. rannsóknarskipum og varðskipum. Flest eru þetta stór skip með fjölmennar áhafnir í ferðum sem standa vikum og mánuðum saman. Má í því sambandi nefna veiðar á fjarlæg- um miðum eins og Barentshafi, Flæm- ingjagrunni og fleiri hafsvæðum. Þarna em einhver hundmð manna að staðaldri á fjarlægum slóðum þar sem FM send- ingar RÚV ná ekki til. Eini möguleiki þessa fólks að heyra í útvarpi, er að hlusta á langbylgjusend- ingar RÚV. Eftir að nýir sendar vom settir upp á Gufuskálum og Eiðurn hafa skilyrði stórbatnað. Má segja að mann- sæmandi útvarpsskilyrði séu á flestum hafsvæðum við landið og víða á fyrr- nefndum úthafssvæðum. Það er bara einn galli á gjöf Njarð- ar. Dagskráin sem sjómönnum er boð- ið upp á hentar þeim ekki að öllu leyti. Hvaðan kemur forráðamönnum RÚV sú viska að sjómenn séu öðmm lands- mönnum fremur náttúraðir fyrir sígilda tónlist? Hvað kemur jreim til að halda að sjómenn vilji fremur hlusta á dag- skrá Rásar eitt en Rásar tvö? Undirrit- aður hefur verið á sjó í fimmtán ár og alltaf er það jafnsígilt hjá sjómönnum að skeyta skapi sínu á „Gufunni” fyrir lélega dagskrá Þegar nýi sendirinn á Gufuskálum var tekinn í notkun var talað um að senda ætti út svokallaða sjómannadag- skrá á langbylgjunni. Ef núverandi fyr- irkomulag á að gilda sem sjómannaút- varp þá tel ég vera kominn tíma til að biðja Guð að hjálpa sér. Á nóttunni er sent út á Langbylgju, létt tónlist og endurteknir spjallþættir af báðum rásum. Eftir það er útvarpað efni sitt á hvað af báðum rásum allan daginn. Skiptingaremómarkvissar og stundum er skipt inni í miðjum þætti. Það sem vekur mesta óánægju meðal sjómanna sem em tnílega stærsti hlust- endahópur Langbylgjunnar, em útsend- ingar á svokallaðri sígildri tónlist, meira og minna allan daginn Þetta er ýmiss konar tónlist, harmonikkutónlist, tón- list frá fyrri öldum, ópemr, atómtónlist nútímatónUst, bara að nefna það. Mest af fyrmefndri tónhst á það sammerkt að til þess að njóta hennar þarf fólk að vera menntað í tónlist og kunna að hlusta og hafa næði til að hlusta Flestir sjómenn hafa því miður ekki hlotið slíka mennt- un og ekki er fyrirhugað að taka upp slíkt nám í Slysavamarskóla sjómanna. Steininn tekur úr þegar slíkir þættir frá deginum em svo endurteknir eftir miðnætti. Slík endurtekning á þessari tonneltu og stundum óskiljanlegu tón- list minnir mig stundum á sígildu skop- söguna um skítkokkinn sem heyrist tauta yfir eiturbrasinu sínu: Það skal í þá, það skal í þá! Flestir sjómenn á vinnsluskipum dvelja að mestu leyti á vinnsluþilfari á sínum vinnuvöktum allan sólarhring- inn. Flestir hafa heymarhlífar með inn- byggðum móttakara fyrir útvarp frá skipinu. Útvarpið er þeirra tenging við samfélagið. Það er þeim mikilvæg and- leg afþreying í löngum og þreytandi veiðiferðum. Að útvarpa slíkri tónlist fyrir þennan þjóðfélagshóp í þeim mæli sem gert er, flokkast undir andlegar misþyrmingar á þeim sem síst skyldi vegna þess að við sjómenn getum ekki skipt á aðra stöð, við höfum baraLang- bylgjuna.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.