Feykir


Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 5
37/2000 FEYKIR 5 Reið-vegir liggja til allra átta Þegar haustar að fara bænd- ur og hestamenn að draga und- an reiðskjótum sínum og sleppa þeim í hagana þar sem klárarn- ir fá að dorma fram eftir vetri hvíldinni fegnir. Eigendur og umráðamenn skemmta sér á hinn bóginn við ferða- og gangnamannasögur eftir sér- deilis vel heppnað útivistarsum- ar þar sem hesturinn, félags- skapurinn og umhverfið móta minningarnar. Skipulag næstu ferðar hefst innan tíðar, hvaðan á að leggja upp, hvert skal stefna og hvar eru bestu reið- göturnar. Það er einmitt þessi síðasti þáttur, reiðgötumar, sem er umfjöllun þessarar greinar. Umferð ríðandi manna um landið þveit og endilangt hefur tíðkast frá því að landið byggð- ist enda hesturinn þarfasti þjónninn allt fram á vélaöldina. I dag hefur notkun hesta breyst og ferðalög á hestum orðinn stór liður í ferðalögum bæði erlendra og ekki síður inn- lendra aðila þar sem fleiri og fleiri hestamenn kjósa að eyða sumarleyfinu á ferð um landið á reiðskjótum sínum. Bændur þurfa og búhátta sinna vegna að reka hross á afrétt og í haga- göngu um lengri eða skemmri veg. Hér er því ekki um fá- mennan hagsmunahóp að ræða heldur atvinnugreinar sem þurfa samgönguleiðir. Lengi vel var pláss fyrir alla umferð á þjóðvegum landsins en með malbikun vega, aukn- um umferðarhraða og stórfjölg- un ökutækja hefur ríðandi um- ferð orðið að víkja og leitað uppi leiðir þar sem hættan er minni og mýkra undir fót. Þessi aukna umferð reiðmanna hefur haft í för með sér ákveðin vandamál í umgengni um land- ið. Flestir telja það sjálfsögð mannréttindi að ferðast um án takmarkana á meðan aðrir telja sig í fullum rétti að takmarka aðgengi ókunnugra. Báðir hóp- ar hafa nokkuð til síns máls. Alltaf leynast innan um einstak- lingar sem virða ekki lög skráð og óskráð um eignarrétt. við- kvænt svæði, lokun hliða, beit- arrétt, og ónæði. Er nú svo komið að fjöldi landeigenda hefur fengið sig fullsadda af „yfirgangi” hestamanna og lok- að á gantlar og nýjar reiðleiðir, læst réttum og aðhöldum. I mörgum tilvikum er hér um að ræða réttláta reiði sem þó allir hestamenn verða fyrir en ekki einungis sökudólgamir, sem em gömul sannindi og ný. I öðmm tilvikum er um að ræða alger óliðlegheit og jafnvel ásetning landeigenda sem ekki vilja um- ferð urn nágrennið. Hér í Skagafirði, sem kennir sig við hross og hestamennsku, er það því miður staðreynd að reiðleiðir em mjög fjarri því að teljast í viðunandi horfi. Kom það berlega í ljós nú í sumar er hópar stefndu á Vindheimamela í tilefni brennureiðar. Glumdi þá hátt í malbiki um allt mið- héraðið í takt við umferðargný- inn. Úr þessum vandamálum verður að greiða svo allir verði sáttir. Ekki verður það gert með tilskipunum að ofan því slfkt er sjaldan varanleg lausn, heldur verður að nást samkomulag allra deiluaðila og lausnin að koma frá hagsmunaaðilum. Til þess að búa til samningsflöt þá þurfa allir aðilar að sjá sér hag í því að taka þátt í umræðunni. Of mikið er í húfi fyrir alla til þess að kyrrt megi liggja. Þó svo að hver einstaklingur stundi hestamennskuna á sinn hátt þá er styttra en menn grun- ar í að reglugerðir og tilskipan- ir hefji innreið sína í ríkara mæli en nú er s.s. varðandi öryggis- mál, landvemd og landnýtingu og þá hlýtur það að gefa ákveð- ið forskot að hafa unnið heima- vinnuna. Varðandi ferðaþjón- ustuna þá er ekki vafi á að slík- ar siðareglur koma til með að vega þungt í markaðssetningu framtíðarinnar. í hverju felast tilögur að úrbótum? Af hverju eiga landeigendur að liðka fyrir umferða ríðandi manna, og hvað fá þeir í stað- inn? Þettahlýturað verðaspum- ingin sem flestir koma til með að spyrja er umræðan hefst. Svörin eru margvísleg. I fyrsta lagi er oft um að ræða gamlar þjóðleiðir sem óheimilt er að loka svo um er að ræða brot á 40.grein vegalaga frá 1994. Umræða og fram- kvæmdir að þessum toga gætu hrint af stað skipulagningu á öflugu „ferðaneti" þar sem landeigandi/umráðamaður gæti séð sér hag í því að auka þjón- ustu við ríðandi menn og taka gjald fyrir (leiðsögn, haga- göngu, veitingar, flutning á fólki, aðgang að rétt o.s.f.v) í þriðja lagi gæti landeigandi fengið í staðinn ákveðnar land- bætur í fornti rétta, vegagerðar, girðinga og skipulagðar um- ferðar. Þannig gætum við séð fyrir okkur hópa hestamanna úr þéttbýlisstöðum sem kæmu ak- andi með hesta hingað norður um helgar og riðu út í Skaga- firði á góðum götuni og sam- einuðust okkur í þeim gleðskap sem héraðið er einnig þekkt fýr- ir og greiddu fyrir þá aðstöðu sem í boði væri. Raunverulegt dæmi um út- gjöld ferðahóps. Venjulegur ferðahópur í átta daga hestaferð um nágrannabyggðir Skaga- fjarðar, kaupir svefnpokagist- ingu og hagagöngu en eldar sjálft. Sameiginlegur kostnaður 35.000.á mann, peningar sem allir verða eftir á svæðinu. Sam- tals 4.375 kr. á mann á sólar- hring. Tilbúið dæmi urn mögulega eyðslu á mann á sólarhring í hóp sent fer ríðandi um og kaupir alla þjónustu. Gisting með morgunverði á ferðaþjón- ustubæ 3000 kr. Veitingar 2500 kr. Hagaganga 150 kr. á hest. Önnureyðsla 1000 kr. Samtals tæplega 7.000 kr á sólarhring. Hestamenn og aðrir þeir sem um landið fara á hestum verða einnig að líta alvarlega í eigin barm og taka á því kæru- leysi og tilætlunarsemi sem allt of oft hefur viðgengist á ferð- um. Sent betur fer er um að ræða fáa einstaklinga sem lita ljöldann og skilja eftir opin hlið, hross eða fólk í umsjá ókunn- ugra, eyðileggja réttir, girðingar og annað í þeim dúr. Drykkju- skapur hefur og reynst ásteyt- ingarsteinn í samskiptum land- eiganda og hestamanna. Með betri og öruggari reið- leiðum, auðveldari hliðum, heldum réttum, góðum merk- ingum og síðast en ekki síst góðri þjónustu bænda og land- eigenda ætti vandamálunum að fækka og árekstrunum um leið. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög með vegagerðina í broddi fylkingar ættu að sjá verulegan hag í að leggja mál- inu lið, bæði hvað varðar ör- yggisþáttinn og ekki síst mark- vissari markaðssetningu á hesta- tengdri ferðaþjónustu sem fram færi í sátt við land og menn. Nú er lag. Framundan er landsmót í Skagafirði og það ásamt Hestamiðstöð Islands ætti að gefa okkur ákveðinn slagkraft til framkvæmda á næstu árum. Fari svo að Skagfirðingar ríði á vaðið með mótun „siða- reglna” þá er hér um að ræða innlegg á landsvísu því vanda- málin sem hér hafa verið talin upp eru útbreidd og drög að lausnum kærkomin. Til að reifa þessi mál stend- ur Hestamiðstöð íslands fyrir málþingi um reiðvegi 7.nóvem- ber nk. klukkan 10:30-16:00. Málþingið verður haldið að Hólum og er öllum opið. Þátttökugjald er 1000 krónur. Gunnar Rögnvaldsson. (Höfundur er kennari á ferðamálabraut Hólaskóla og situr í áhugahóp um reiðvega- mál í Skagafirði). KÆRU BÆJARBÚAR! 2. og 3- nóvember ætla 10. bekkingar að hafa sitt árlega maraþon. Að þessu sinni urðu „gömlu dansarnir” og prjónaskapur íyrir valinu. Einnig verður hinn sívinsæli súrsæti svínakjötspott- réttur seldur fimmtudaginn 2. nóvember milli kl. 18-20. Athugið að vegna góðra undirtekta á síðasta ári verður tekið á móti pöntunum miðvikudaginn 1. nóv. milli kl. 17 og 19 og fimmtudaginn 3. nóv. kl. 17-19 í síma 433 6103. Verð: Fvrir tvo kr. 1200, (Innifalið: pottréttur með hrísgrjónum fyrir tvo með einu snittibrauði og 2 1 af gosi). Fvrir fjóra kr. 1900. (Innifalið: pottréttur með hrís- grjónum fyrir fjóra með tveimur snittubrauðum og 2 1 af gosi). FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA 10. bekkur Árskóla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.