Feykir


Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 01.11.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 37/2000 Unglingamiðstöð í Skagafírði Áskorun til sveitarstjórnar Skagafjarðar Það þarf engum blöðum um það að fletta að öflug félags- starfsemi og starfsemi félags- miðstöðva gegna miklu hlut- verki í hvers kyns forvamar- starfi með unglingum. Á und- anförnum árum hefur verið starfrækt félagsmiðstöðin Frið- ur á Sauðárkróki fyrir unglinga á grunnskólaaldri. I öllum grunnskólum Sveit- arfélagsins Skagafjarðar hefur verið öflugt félagslíf á starfs- tíma þeirra. Þá má ekki gleyma góðu íþróttastarfi íþróttafélag- anna með börnum og ungling- um. Einn er sá hópur sem orðið hefur nokkuð útundan í í skipu- lögðu félagsstarfi. Það er ald- urshópurinn 16-20ára. Þaðeru u.þ.b 600 unglingar á þessum aldri í sveitarfélaginu og eru þá meðtaldir nemendur Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þessi hópur hef- ur ekki átt í nein hús að venda til þess að hittast nema að reyna að koma sér inn á bari eða hitt- ast á sveitaböllum. Nemendur Fjölbrautaskólans hafa sumir hverjir verið duglegir að taka þátt í klúbba- eða kórstarfi á vegum skólans en ekki eru allir sem finna sig í þess háttar starfi. Auk þess eru ekki allir ungling- ar á þessum aldri í Fjölbrauta- skólanum og hafa ekki um mik- ið að velja í skipulögðu félags- starfi. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á hegðun fólks sýna það að eigi fólk sér áhugamál og taki þátt í félagsstarfsemi af einhverju tagi stuðli það að heilbrigðu líferni og sporni gegn hvers kyns áhættuhegðun. Að okkar mati er siðferðis- leg skylda okkar sem eldri eru og reyndari að búa þannig að þessu unga fólki að það geti átt e.tv úr einhverju að velja í því sambandi. Hugmyndin að „unglinga- miðstöð" kviknaði síðastliðinn vetur hjá fagaðilum í Skagafirði sem hafa með unglingamálefni að gera. Engin aðstaða er fyrir þennan hóp (16-20 ára), enginn staður þar sem unglingarnir geta komið saman, rætt málin, sótt sér fræðslu og skemmt sér á heilbrigðan hátt. Hugmyndin að starfsemi „unglingamið- stöðvar" er þannig uppbyggð að miðstöðin yrði opin ákveðin kvöld í viku og byðust þar margvíslegir möguleikar til af- þreyingar eftir nánari útfærslu og samkomulagi við ungling- ana. Unglingarnir þyrftu að greiða sanngjamt gjald til þess að notfæra sér þá aðstöðu sem þar byðist. Forstöðumaður myndi skipuleggja starfsemi miðstöðvarinnar í samráði við unglingana sjálfa (t.d. unglinga- ráð sem tilnefnt yrði af ungling- unum sjálfum). Unglingamir myndu sam- þykkja ákveðnar reglur sem þeir yrðu að framfylgja, að öðr- um kosti yrði viðkomandi úti- lokaður frá starfsemi miðstöðv- arinnar. Unglingamir sjálfir og starfsmenn myndu sjá um að öllum reglum sé framfylgt. Reglulega yrðu umræðufundir fyrir unglingana og tekin fyrir mál sem brenna á þessum hópi s.s. atvinnumál, skólamál, fjöl- skyldumál, kynlíf, fjármál og vímuefni. Fagfólk yrði fengið til þess að vinna með ungling- unum að þessum fundum. Við sem sitjum í vímuvam- arnefnd Skagafjarðar viljum skora á Sveitarstjóm Skaga- fjarðar að hrinda af stað þessum hugmyndum og láta þetta verða að veruleika fyrr en síðar. Hug- myndin er góð og myndi breyta miklu fyrir þennan hóp ung- linga. Þetta eru árin sem ung- lingurinn breytist í fullorðna manneskju og í þessu flókna hraða samfélagi er mikilvægt að fá stuðning og aðhald til að stíga þessi mikilvægu skref á heilbrigðan hátt. Vímuvarnarnefnd Skagafjarðar. Margrétjóhannesdóttir J- frá Þverárdal Margrét Jóhannesdóttir fæddist 23.maí 1916 á Sauðárkróki. Hún lést á dvalarheimili aldraðra Sauð- árkróki mánudaginn 16.okt. sl. Okkur systkinin langar til að minnast elskulegrar ömmu okk- ar frá Þverárdal í fáeinum orð- um. Þá rifjast upp hlýjar bernskuminningar þegar við systkinin heimsóttum ömmurn- ar og afana, en amma og afí bjuggu í sambýli við foreldra ömmu. Slík var tilhlökkun að ævintýri líktist þegar foreldrar okkar tilkynntu okkur að fara skyldi í Þverárdal og dveljast þar daglangt. Það einkenndi ávallt Þverár- dalsheimilið mikil gestrisni, kærleiki og þakklæti fyrir hvert það smávægilegt viðvik sem gert var. Allir voru umvafðir hlýju og kærleika. A margan hátt hefur verið erfitt að búa í Þverárdal, þó undu þau sínum hag þar vel því alls bjuggu þau þar í 37 ár. Fyrir kom að afi varð að flytja mjólk- ina á hestum sökum snjóþyngsla og hálku á vegi. Rafmagn kom aldrei þangað og fannst okkur systkinunum því afar mikið til- koma þegar rökkva tók að fylgj- ast með ömmu er hún fór að kveikja á olíulömpunum. Oft var það að amma hafði farið nýlega eða fengið sent eitt- hvað af Osnum, eins og hún kallaði það að fara niður á Blönduós, leyndust því ýmsar kræsingar í gömlum koffortun- um. Og fengum við stelpurnar að bera fram kræsingarnar eftir ganginum sem marraði svo eftir- minnilega í inn í stofuna. Það var allt svo spennandi fyrir mann sem barn í Þverárdal, amma fór með okkur út í lítinn læk sem var rétt fyrir ofan bæinn þar sem mjólkin var kæld. Þai" fleytti hún rjómann ofan af til að setja á tert- urnar. Margar voru ferðirnar sem þú fórst með okkur út í skóginn þinn og að skoða ís- lensku hænsnin þín. Alltaf vor- um við leyst út með gjöfum þeg- ar við fórum heim þá voru okk- ur réttir litlir pokar með súkkulaði og ópal og ef fyrir kom að slíkt var ekki til þá var stungið að manni peningum til að kaupa fyrir í Varmahlíð á leiðinni heim. Þrátt fyrir stóran verkahring gáfu amma og afi sér alltaf tíma fyrir okkur og ekki minkaði það eftir að þau og langamma fluttu á Krókinn haustið 1978. Við systkinin vorum þeirra gæfu að- njótandi að fá að vera hjá þeim meðan við sóttum skóla og vinnu, og sýndu þau öllu því sem við vorum að gera mikinn áhuga. Oft voru skemmtilegar umræður yfir kaffibolla sem amma hitaði upp á gamla mát- ann, sá tími gaf okkur mikið. Spjallið snérist oft um gamla tíð og gaf það okkur innsýn í liðna tíð þar sem hlutirnir voru ekki jafn sjálfsagðir eins og þeir eru í dag. Missir þinn var mikill elsku amma þegar afi dó árið 1991 því þið voruð svo samrýmd og góð, báruð svo mikla virðingu fyrir hvort öðru. Seinustu missirin leitaði hugur þinn löngum vest- ur í Þverárdal, þar sem þú minnt- ist allra góðu áranna og rifjuðum við þau oft upp er þú varst kom- in á Dvalarheimilið. Elsku amma okkar nú er leið- ir skilja viljum við þakka þér fyr- ir góða samfylgd allan þann kærleika og ástúð sem þú um- vafðir okkur alla tíð. Biðjum góðan Guð að blessa minningu þína og vera með öllu fólkinu þínu. Amma nú er margs að minnast margt sem geyma lengi má. Það var gæfa þér að kynnast þér að mega dvelja hjá. Ótal margt þú okkur sagðir oft um löngu horfna tíð. Öllu góðu lið þú lagðir léttir ávallt sérhvert stríð. Margir vildu, við þig ræða, vera hjá þér hverja stund. Þér var létt og ljúft að fræða láta gleðjast dapra lund. Huggun oft þinn hugur sótti heim á þinnar æskuslóð. Þar sem flest þér fagurt þótti fremst í þínum huga stóð. Þar í fögrum fjallasalnum flest þín stóðu æviverk. Því var eftir Þverárdalnum þráin, alla tíma sterk. Sastu oft á sælustundum sagðir dalnum kæra frá. Anægju, þá öll við fundum og þitt bros var skærast þá. Nú er göngu lífsins lokið leiðir skilja skamma hríð. Þú er laus við þrauta okið þín nú bíður sælu-tíð. (S.F.T.) Arni, Petrea, Margrét, Jóhanna og Jón. Laugardaginn 25. október sl. var útför Möggu frá Þverárdal, eins og mér hefur alla ævi verið tamt að kalla hana í huganum, gerð frá Sauðárkrókskirkju. Það var dásamlega fallegur haust- dagur og á þeirri yndælu stundu sem við kirkjugestir áttum í því fagra húsi reikaði hugurinn ósjálfrátt mörg ár aftur til liðins tíma og upprifjuðust mín fyrstu kynni af þessari yndælu konu. Það var á laugardegi í kring- um 20. september daginn fyrir svokallaðan gangnasunnudag. Að venju var norðasti hluti Svartárdalsfjalls smalaður af fólki frá Eiríksstöðum og Bratta- hlíð. Síðan var vanalegt að reka óskila fé þann sama dag til Hlíð- arréttar og eins og stundum áður lentum við rekstrarfólkið í svartamyrkri við að koma því þangað. Að því loknu hélt ég af stað áleiðis upp að Þverárdal, því næsta daga átti að fara í fyrstu göngur í svokölluð Laxárdals- fjöll. Aldrei finnst mér myrkur eins svart og haustmyrkrið í september og var hálfgerður beygur í þeim unglingi sem ekki hafði komið á þennan bæ fyrr og heldur ekki farið um þessi hræðilegu fjöll sem mér fannst að oftast væru á kafi í þoku um göngur. Hafði ég á leiðinni tals- verðar áhyggjur af því að kannski væri fólkið farið að sofa og leiðinlegt yrði að raska ró þess. Sá ótti reyndist ástæðulaus, því þrátt fyrir að komið væri undir háttatíma beið mín mikill og góður matur á eldhúsborðinu hjá Möggu. Síðan tók þessi góða kona ljós sem logaði þar á lampa og fylgdi mér í norðurherbergið sem ég átti að gista í og átti reyndar eftir að gera á hverju hausti eftir það meðan þetta yn- dæla fólk átti heimili í Þverárdal. Stutt fannst mér að ég hefði sofið þegar þessi góða kona var aftur kominn til mín með lampann og sagði mér að nú þyrftu gagnamenn að fara að fá sér hressingu og ferðbúast. Þrátt fyrir að enn væri svarta myrkur leit ég út um gluggann og sá mér til hrellingar að þoka mundi vera heim undir bæ. Var eins og Magga læsi hugsanir mínar, klappaði mér á vangann og sagði: „Vertu ekki að hafa nein- ar áhyggjur af veðrinu góði. Hann Ámi er gangnastjórinn og lætur þig ábyggilega vera fyrir neðan þokuna af því að þú ert al- veg ókunnugur hér og að fara í göngur í fyrsta skipti. Gekk það allt eftir og átti ég því láni að fagna að njóta alúðar og um- hyggju þessarar góðu konu um gangnaleytið öll þau ár sem hún átti eftir að eiga heima í Þverár- dal. Annað atvik kemur upp í

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.