Feykir


Feykir - 01.11.2000, Page 7

Feykir - 01.11.2000, Page 7
37/2000 FEYKIR 7 Nr. 318. Nr. 318. Tindastóll fær Hamar í heimsókn annað kvöld Tindastóll tapaði naumlega fyrir Keflvíkingum í Epson- deildinni sl. fimmtudagskvöld, 78:81 í Keflavík. Næsti leikur í deildinni verður gegn Hamri sem kemur í heimsókn annað- kvöld. fimmtudagskvöld, og Tindastólsmenn heimsækja síð- an Þórsara á Akureyri á sunnu- dagskvöldið. Tindastóll lék við Reyni í Sandgerði í Bikarkeppninni á laugardag og sigraði örugglega 87:52. A sama tíma mættu Smáramenn í Varmahlíð Léttis- mönnum og stóðu í þeim, töp- uðu einungis með 11 stigum, 69:80. hugann sem tengist minningu hins liðna tíma. Eitt sumar haustaði óvenju snemma og tókst Þverárdalsfólkinu ekki að ná heim heyinu utan af svoköll- uðum sléttum áður en allt varð ófært vegna snjóa. Var heyið sett saman þar útfrá en eftir að kom fram á veturinn réðust mál þannig að ákveðið var að ég færi ásamt föður mínum og Jónasi í Blöndudalshólum, sem hafði öfluga dráttarvél á tvöföldum dekkum að aftan. Seint gekk okkur að komast uppeftir en eft- ir að þeim áfanga var náð var ekki staðar numið, og strax reynt að finna færa leið fyrir vélina út á sléttumar. Tókst það vonum framar og byrjuðum við feðgar strax að binda heyið úr fúlgunni í reipi. Settum síðan sáturnar á gaffal sem Jónas hafði aftan á vélinni og flutti hann þær heim til Áma jafnóðum og bundið var. Af kappi var unnið allan daginn og í myrkri um kvöldið höfðum við lokið við að binda alla fúlg- una og fengum að vera á vélinni hjá Jónasi í síðustu ferðinni heim. Beið okkar þar dásamlegt veisluborð. sem reyndar kom mér þá orðið ekki að óvörum í Þverárdal. Eitt var þó óvenjulegt og lifði ég slíkt hvorki fyrr né síðar, að Árni í Þverárdal veitti gestum vín. Kom hann með á borðið hálfs annars pela flösku. eins og það var þá orðað. Köll- uðu þá reyndar sumir gleðimenn drykk þannan „helgavatn” og bað hann okkur endilega að setja vel út í kaffið. Dásamlega kvöld- stund áttum við hjá þessu yn- dæla fólki og héldum við glaðir heim eftir að fögur vetramóttin hafði tekið völdin í fjallasalnum. Það var yndælt að sitja í Sauðárkrókskirkju og heyra álft- irnar kvaka í flutningi Heimis- manna. Magga í Þverárdal átti slíkt fyllilega skilið að útfarar- dagurinn yrði bjartur og fagur. Bið ég dætur hennar að geyma í minningu sinni þá alúð sem ein- kenndi þessa elskulegu konu og votta þeim og öðmm aðstand- endum við fráfall hennar mína dýpstu samúð. Andinn frjáls um fjallasal fer á kunnar slóðir. Þína vist í Þverárdal þakka vinir hljóðir. Guðmundur Valtýsson. Hver er maðurinn? Ekkert þekktist af þeim fjórum myndum sem birtust í síðasta myndaþætti. Nú eru enn birtar fjórar myndir. Myndir 316 og 317 em úr eigu Bjama Haraldssonar, mynd nr. 318 frá Áma Blöndal og nr. 319 frá Pálma Sigurðssyni flugstjóra í Reykjavík. Þau sem þekkja myndimar em beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagftrð- inga. Síminn er 453 6640. Smáauglýsingar Ýmislegt! Ttl sölu 4 stk. negld Marshal dekk. Stærð 175/65x14. Upplýs- ingar gefur Helga í síma 453 59Ó4eða 868 6794.. Til sölu Toyota Corolla XL árg. ‘92 sjsk. Fallegur og góður bíll, vel með fainn, ekinn aðeins 85.000 km. Staðgr.verö 350.000. Upplýsingar ísíma 453 5729 eða 552 4275. Til sölu VW Golf (skutbfll), árg. 1995, ekinn 125.000 km. Verð 590.000 kr. Upplýsingar í síma453 5530. Ttl sölu hænuungar, íslenski stofninn. Upplýsingar gefur Margrét í síma 453 8054. Húsnæði! Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. íbúð til sölu! Þriggja herbergja íbúð í rað- húsi með innbyggðum bflskúr. Upplýsingar í síma 453 6083 eða 866 5603. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 9. nóvember nk. kl. 21. Kaffiveitingar - fjölmennum. F.E.B.H. Áskrifendur góðir - munið eftir að greiða áskriftargjöldin Á vorönn 2001 verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki Vélavarðanám og samningsbundið iðnnám (Bifvélavirkjun, rafvirkjun og vélsmíði) ef næg þátttaka fæst. Allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 453 6400 eða aðstoðarskólameistara í síma 453 6631 fyrir 15. nóvember. Skólameistari. Á vorönn 2001 verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki Nám á sjúkraliðabraut og Öldungadeild (íslenska, danska, enska og stærðfræði) ef næg þátttaka fæst. Kennt verður með myndfundabúnaði á eftirtöldum stöðum: Sauðárkrókur, Siglufjörður, Blönduós, Skagaströnd og Hvammstangi. Allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 453 6400 eða aðstoðarskólameistara í síma 453 6631. Skólameistari.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.