Feykir


Feykir - 01.11.2000, Síða 8

Feykir - 01.11.2000, Síða 8
1. nóvember 2000,37. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill —— KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki fslands í forystu til framtíðar Utibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 , Prjónaskapur og gömlu dansar Maraþon í Árskóla Á morgun, fimmtudaginn 2. nóvember og fram á hádegi föstudaginn 3. nóvember, verður haldið maraþon 10. bekkinga í Árskóla. Er þetta árlegur við- burður í skólastarfmu og stendur yfir í 26 stundir. Þetta er jafn- framt einn mikilvægasti þátturinn í fjáröflun nemenda vegna skóla- ferðalags að vori. Að þessu sinni dansa nem- endur gömlu dansana og prjóna teppi sem verða gefin Rauða krossinum. Að venju verður bæj- arbúum gefmn kostur á að kaupa hinn hefðbundna pottrétt og síð- an verður kaffihús í málverkasal skólans seinni part fimmtudags og fram á kvöld. Rögnvaldur Valbergsson mætir á fimmtudagskvöldið upp úr kl. 22 og spilar fyrir dansi und- ir dyggri stjóm Svanfríðar dans- kennara og em bæjarbúar hvattir til að koma í heimsókn og er til- valið að byrja á kaffihúsinu. I til- kynningu frá 10. bekkingum biðja þeir fyrir kveðjur og þakk- læti fyrir góðar móttökur í áheita- söfnuninni, en matarsala nem- enda er auglýst sérstaklega í blaðinu í dag. Aðstoðarskólameistari FNV, Þorkell V. Þorsteinsson, fulltrúi frá Element, Gunnar Þór Gesfs- son, skólameistari FNV Arsæll Guðmundsson, formaður nemendafélags FNV Guðjón M. O- lafsson og kerfisstjóri FNV Valgeir S. Kárason. Nýr og íullkominn töhatbiinaður tekinn í notkun hjá Fjölbrautinni Einbreiðum brúm fækkar í Húnaþingi Mánudaginn 23. október sl. var tekinn í notkun nýr og full- kominn tölvubúnaður í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Urn er að ræða 20 nýjar IBM tölvur frá Nýherja af fullkomn- ustu gerð, með nýjasta hugbún- aði. Um leið og tölvurnar voru settar upp voru gerðar endurbæt- ur á aðstöðu í tölvuveri og nettengingu tölvanna við innra net skólans og umheiminn. Frá 1995 hafa Bóknámshús og Verknámshús FNV verið tengd nteð ljósleiðara, en nú má segja að sú tenging nýtist að fullu með innanhúss 100 Mbita sambandi og út á veraldarveftnn í gegnunt tengipunkt Elements með 2 Mbita sambandi. Fljótlega verður sambandið aukið í 10 Mbita þegar búnaður Fjölnetsins verður tekinn í gagn- ið en miðeining hans verður staðsett í FNV. Flestar tölvanna verða í aðaltölvuveri skólans til nota fyrir nemendur FNV við nám í tölvufræðum og almennu námi. Farskóli Nv, sem hefur haft afnot af tölvuverinu, nýtur nú einnig góðs af þessum endur- bótum. Þá fá kennarar einnig að- gang að þessum nýja búnaði. Sífellt er meira byggt á notk- un veraldarvefsins við kennslu og nám í hinum ýmsu náms- greinum og skiptir því miklu máli að greiður og hraðvirkur aðgangur sé að vefnum. Það voru starfsmenn frá fyrirtækinu Element á Sauðárkróki, sem sáu um uppsetningu tölvanna og net- kerfis, Tengill ehf sá um lagnir og kerfisstjóri FNV, Valgeir Kárason, hafði umsjón með verkinu. Um miðjan þennan mánuð verða verklok við breikkun og endumýjun brúar yfir Víðidalsá í Húnaþingi vestra. Jafnframt hefst undirbúningur við breikk- un Gljúfurárbrúar, á sýslumörk- um Húnavatnssýslna. Verður það verk aðallega unnið næsta sumar. Á árinu 2002 verður röð- in síðan komin að því að breikka brúna yfir Hnausakvísl. Að því verki loknu verður einungis eft- ir ein tvíbreið brú á þjóðvegi 1 í gegnum Húnaþing, brúin á Síká í Hrútafirði, miðja vegu milli Staðarskála og Brúar. Það er brúarvinnuflokkur Guðmundar Sigurðssonar á Hvammstanga sem hefur unnið við breikkun brúarinnar yfir Víðidalsá. Við verkið hafa unn- ið 8-12 manns og það gengið áfallalaust. Stærsti áfanginn við verkið var nú fyrir skömmu þeg- ar brúardekkið á nýja hlutann var steypt, en það var samfelld sólarhrings steypuvinna og í dekkið fóru 230 rúmmetrar af steypu sem ekið var frá steypu- stöð á Hvammstanga. I gær var síðan steypt ofan á gamla brúar- dekkið. I raun er byggð ný brú við hlið þeirrar gömlu og er dekkið steypt ofan á gólf eldri brúarinn- ar, á hreyfanlegum snertiflötum sem þarf til að stórir steypuflet- ir geti hreyfst til, bæði vegna hitabreytinga og eins ef jarð- hræringar gerir. Þá er komið fyr- ir nýjum handriðum á gömlu brúna. Framkvæmdirnar við Víðidalsárbrúna kosta alls um 70 milljónir króna með vegteng- ingum, þar af brúargerðin sjálf um 53 milljónir. Framkvæmdir eru langt komnar við byggingu Víðidalsárbrúarinnar. Mynd/KS. (CZp\ TOYOTA - tákn um gæði ...bílar, ttyggngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reyniri rMI ■C o 9 Kodak Pictures

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.