Feykir


Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 38/2000 Verkstæði jólasveina á Blönduósi Leikfélag Blönduóss er að hefja æfingar á barnaleikritinu „Verkstæði jólasveinanna" og verður það sýnt eina helgi á jóla- föstunni. Það er Kristín Guð- jónsdóttir formaður leikfélagsins sem leikstýrir ásamt Hólmfríði Jónsdóttur, en þetta leikrit var á sínum tíma samið af nokkrum félögum úr LB upp úr jólasögu fyrir börn og er um þrjá stundar- fjórðunga í flutningi. Að sögn Kristínar eru sex leikendur í leikritinu. Leikfélag- ið hefureinnig undanfarin árað- stoðað kvenfélagið með skemmtiatriði á þorrablóti og verðureinnig væntanlega svo að þessu sinni. „Við erum svo farin að huga að því að setja upp stórt stykki með vorinu. Það hefur gefist okkur vel að vera með aðalverk- efnið fyrri hluta ársins, hvað mannskap varðar er það betra og við byrjum æfingar svona í febr- úarmánuði", sagði Kristín, en gat þess jafnframt að ekki væri búið að ganga frá því hvaða stykki yrði tekið til æfinga í vetur. Ekki landað úr Örvari á Skagaströnd Frystiskipinu Örvari var synj- að um undanþágu til löndunar á Skagaströnd í gær. Skipið var að koma með 200 tonn af rækju af Flæmingjagrunni og þar sem þau fiskimið eru utan Evrópska efna- hagssvæðisins þarf svokallaðar landamærahafnir til að landa megi afla. Örvar varð því að sigla til Akureyrar í gærkveldi og þar átti að landa úr honum í morgun og aka síðan aflanum til Skagastrandar. Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd var óhress í viðtali við Svæðisútvarpið í gærkveldi og taldi að ráðamenn þjóðarinn- ar ættu að beita sér fyrir breyting- um út í Brussel, á þá lund að leyfi yrði veitt fyrir löndunum af úthafssvæðum í viðurkenndum fiskiskipahöfnum eins og á Skagaströnd og víðar. Aðalfundur Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings lif. vegna rekstrartímabilsins 1. september 1999 til 31. ágúst 2000 verður haldinn á Kaffi Krók, miðvikudaginn 15.nóvember 2000 kl. 16.30 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins 2. Önnur mál. Ársreikningur félagsins, auk skýrslu endurskoðenda liggur frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofum FISK á Sauðárkróki og á Grundarflrði 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin. Þarf ekki nema einn gikk. Ég hef alltaf verið latur. Vissulega getur það verið erfitt því flestir í návist minni reyna að hvetja mig áfram og finna verkefni sem best hæfa til af- reka. „Láttu nú ekki deigan síga. Þetta er þér sjálfum fyrir bestu. Sýndu nú einu sinni þrek og manndóm. Rektu af þér slyðruorðið...." og þið vitið, allar þessar fortölur sem notað- ar eru þegar við letingjarnir erum annars vegar. Þó ég hafi stundum hund- skast til að gera eitthvað - til að fá frið - hefur það í engu breytt ástandinu, ég er jafn latur og líður best þegar ég fæ að vera það. Mér finnst raunar líka að mér takist helst að gera eitt- hvað af viti þegar ég fæ sjálfur að ráða hraðanum og aðferð- inni. Dugnaðarfólkinu þykir þetta óskiljanlegt og ekki get ég fundið af hverju þetta er svona - nenni því heldur ekki.. Leti mín er samt ekki svo yfirgripsmikil að ég vilji draga aðra niður á þetta óþjóðholla tilverustig, síður en svo. Ég gleðst þegar aðrir göslast áfram í hamslausri vinnugleði og ákafa. Þá veit ég að þarna eru sannir Islendingar sem ekki eyða tíma sínum í tómagang og snúninga en láta verkin tala. Þessvegna varð ég kátur þegar ég heyrði útvarpað á ný frá fundi í sveitarstjórninni. Það var gleðiefni að þeir fengu málið aftur, því það stendur óhaggað gamla máltækið: Undir Nöfum „Orð eru til alls fyrst". Hér má líka skjóta inní að á öðrum stað stendur: „I upphafi var orðið". Eg vil ekki fara lengra í að út- skýra tengingu þeirra orða við sveitarstjórn Skagafjarðar. Framanaf fannst mér allt gott sem ég heyrði frá þessum fundi, þó það væri ósköp lítið. Málin voru drifin áfram án um- ræðu, allir höfðu greinilega sömu skoðun, bara lesin fund- argerð og samþykkt samhljóða og svo næsta mál. En það þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð, skyndi- lega var friðurinn úti og farið að rifast um rjúpnaveiði í Lýt- ingsstaðahreppi fortíðarinnar, en slíkt er vinsælt úlfúðarefni á þessum slóðum. En nú kom í ljós úr hverju sveitarstjórnin er gerð. Það var því líkast að flest- ir væru með tískusjúkdóminn vélindabakflæði: Þessi nefnd átti ekki að leggja þetta til - þessu átti að vísa þangað - þetta sagði ég aldrei - þetta eru góð- ir menn og þessum mönnum má treysta, en þeir eiga ekki að gera þetta o.s.frv. Ég skildi samt aldrei hvern- ig þetta endaði, eða hvað var verið að þvarga um, en ég var ósköp glaður því það var aug- ljóst mál að sveitarstjórnin er ekki löt og hálfsofandi eins og ég. Þar eru afreksmenn og kjarnakonur í öllum sætum og enginn sparar sig til að greiða úr málunum. Sannarlega hlakka ég til þegar framhaldið kemur. Það verður ekki friður þarna í nágrenni Mælifells meðan nokkur rjúpa er óskotin á þeim slóðum, svo mikið er víst. Glaumur. Áframhaldandi sérfræði- þjónusta hjá Heilbrigðissofnun Heilbrigðisstofnunin Sauðár- króki hefur endurnýjað samninga við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og Landsspítala-háskólasjúkra- hús varðandi framhald á komum skurðlækna á HS. I september á síðasta ári hófst samstarf þessara stofnana á þann hátt að skurðlæknistað- an á Sauðárkróki var mönnuð með svokölluðum farandsér- fræðingum sem hafa komið á stofnunina í eina til tvær vik- ur í senn. Síðustu mánuðir hafa verið notaðir til að meta árangurinn af samstarfinu og skipuleggja framhaldið. Að sögn Birgis Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunarinnar er reynslan af þessu fyrirkomu- lagi að flestu leyti góð og hefur starfsemi stofnunarinnar stór- aukist, sérstaklega á göngu- deild. Skýringamar á því eru fyrst og fremst þær að með þessu fyrirkomulagi næst fjöl- breyttari þjónusta, þar sem sér- fræðingarnir koma úr hinum ýmsu sérgreinum. Þeir sinna jafnframt aðgerðum á sjúkling- um á legudeildum ásamt því að vera með móttöku og fram- kvæma aðgerðir á göngudeild stofnunarinnar. Þetta fyrir- komulag kemur sér því ákaf- lega vel fyrir íbúa á svæðinu sem geta fengið þessa þjónustu heimafyrir í stað þess að sækja hana um langan veg. Birgir segist jafmframt vonast til að í- búar úr nágrannahéruðum not- færðu sér þessa þjónustu í auknum mæli, en hún stendur að sjálfsögðu öllum til boða. Frá næstu áramótum verður þjónustan óbreytt að því leyti að skurðlæknistaðan verður mönnuð með öðrum hætti í 40 vikur á ári og verður skurðstof- an eftir sem áður lokið í 12 vik- ur á ári. Viðvera skurðlæknis á stofnuninni verður hins vegar stytt niður í fimm daga í viku, þ.e. frá mánudagi til föstudags. Gæsluvakt á skurðstofu fellur því niður um helgar frá næstu áramótum. FEYKI Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm; Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Askriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- frértablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.