Feykir


Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 38/2000 „Þó við stöndum fyllilega að baki kennurum er ljóst að verkföllin hafa bitnað mest á okkur" segir Guðjón Marinó Ólafsson formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra „Það er líflegur og góður andi í skólanum og félagslífið betra en oft áður. Ég held það sé alveg klárt að framboð á afþreyingu og félagsstarfi sé mjög gott og eitthvað við hvers hæfi. Við höfum verið að stofna nýja klúbba í vetur og það er líka mikið íþróttalíf í skólanum. Á dögunum bárum við sigur úr bítum í frjálsíþróttakeppni framhaldsskólanna sem fram fór á Laugarvatni. Við erum núverandi handhafar körfuboltatitils- ins og svo má ekki gleyma því að við sigruðum í söngvarakeppninni í fyrra og eigum því titil að verja núna í vetur. Ég held að það búi alveg ótrúlegir hæfileikar í nemendum skólans og við eigum mjög frambæri- legt og gott fólk sem hægt er að virkja á ýmsan hátt", segir Guðjón Mar- inó Ólafsson frá Siglufirði formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Guðjón segist kunna vel við sig í skólanum á Króknum, en hann verði þó alltaf Siglfirðingur. Hann gerir þó ekki mik- ið úr rígnum sem stundum hefur örlað á milli Siglfírðinga og Skagfirð- inga, segir að það sé nú bara mest í nösunum og komi ekki upp nema við einstök og sérstök tækifæri. Guðjón er einn væntanlegra stúd- entsefna frá FNV sem nú fyrir helgina (viðtalið var skrifað fyrir rúmri viku) voru í Reykjavík að gefa blóð til Blóð- bankans. Guðjón sá sér ekki fært að fara með hópnum. „Það er yfirvofandi kennaraverkfall sem setur strik í reikninginn. Formað- ur hvers nemendafélags myndar fram- kvæmdanefnd í Félagi framhaldsskóla- nema, samtökum sem telja um tíu þús- und manns. Við höfum lagt okkar að mörkum í sambandi við verkfallið, efnt til undirskriftarsöfnunar, sem mjög góð þátttaka var í, og reynt að miðla þeirri reynslu sem framhaldsskólanemar hafa haft að undangengnum verkföllum. Þó við stöndum fyllilega að baki kennur- um þá er þó alveg ljóst að verkföllin hafa bitnað mest á okkur. Við fáum í gegnum Félag framhalssskólnema að fylgjast mjög grannt með gangi mála, og það er síðan okkar sjómenda nem- endafélaganna að miðla þeim upplýs- ingum til okkar nemendasamfélags." Bitnar yfirvofandi verkfall á starfi skólans? „Nei það gerir það ekki, kennarar halda sínu striki og við nemendurnir líka. En hinsvegar setur þetta svolítinn Guðjón Marinó Ólafsson frá Siglufirði formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. svip á andann í skólanum. Við höfum áhyggjur af stöðunni engu síður en kennararnir. En það er alveg ljóst að við nemendumir verðum ef til verk- falls kemur, og ég legg áherslu á það, að við verðum að halda okkar námsá- ætlun og vera þessvegna tilbúin að fara í próf í desember ef verkfallið stendur svo lengi." En þú segir að félagslífið sé gott í skólanum? „Já við erum búin að halda tvö böll Nýjar æviskrár Skagfirðinga Út ér komin hjá Sögufélagi Skag- firðinga fjórða bindi af Skagfirskum æviskrám frá tímabilinu 1910-1950. Bókin geymir 100 æviskrárþætti fólks sem uppi var í héraðinu á fyrri hluta aldarinnar og í mörgum tilfell- um fram undir okkar daga. Kennir þar margra grasa úr mannlífsflóru Skagafjarðar og fjallað um marga kunna borgara víðsvegar úr héraði og af Sauðárkróki sem settu svip á samfélagið. Þar eru m.a. þættir um Veðramótsbræður, um Ludvig Kemp, skáldin Gísla Ólafsson, Þor- stein í Gilhaga og Hálfdan á Giljum, um Guðmund Andrésson dýralækni, um Jón Björnsson í Gránu og Sigfús bróður hans, um Ólínu á bakaríinu og menn hennar Guðjón Sigurðsson og Snæbjörn Sigurgeirsson, um Kristin Briem kaupmann og Jón Björnsson tónskáld á Hafsteinsstöð- um og konur þeirra svo einhverjir séu nefndir. Síðast en ekki síst má telja einkar litríkan þátt um Gísla „lága" af Skaganum og sambýlis- konu hans, Önnu Jónsdóttur. Þar fer Árni Gunnarsson þáttarhöfundur á fágætum kostum: „Um uppvaxtarár Önnu er fátt viðað, sem til fróðleiks yrði tíundað. Samtíð sinni er hún minnisstæð sem roskin kona, lifandi ímynd þeirra kynsystra sinna, sem dregnar eru fram í dagsljósið í sögum þessarar þjóðar, kynslóð eftir kynslóð, hver annarri líkar. Enginn lét sig varða vonir þeirra og væntingar og úr být- um báru þær það, sem bændur þeirra og húsbændur töldu þeim nægja. Ekki varð á Önnu séð, að hún harmaði hlutskipti sitt, sem flestum mun hafa verið fullkomlega öfund- laust. Húsakynni lélegri en sæmileg gripahús á þeim tíma og sambýlis- maðurinn bar í dagfari sínu fátt það er líklegt sýndist til að bæta upp ytri skilyrði. Anna var skepnuvinur, og leiða má að því líkur, að þau andartök hlýrrar nærveru, sem hverjum manni standa að líkindum öðrum gildum ofar, hafi hún átt með sínum mál- lausu vinum. Það veit hins vua^v enginn með vissu. Séra Helgi Konráðsson segir í lík- ræðu um Önnu, að hún hafi verið skyldurækin og vinnusöm. Hún hafi annast fóstru sína rúmliggjandi í 11 ár. Hún hafi verið trúhneigð og æv- inlega lesið guðsorð á helgidögum. Symbólsk staða alþýðukonunnar frá þeim tíma er „lífsvonin eina er sam- tvinnuð krossinum rauðum". í Sjálf- stæðu fólki heitir þessi kona Hall- bera, í öðrum bókum eitthvað annað. „Hún var góð kona", sagði Iffsföru- nautur hennar í banalegunni og klappaði á mynd af henni, sem hékk við rúmið hans. Þetta munu vera þau einu orð, sem munað er til að féllu af munni hans í formi mannlýsinga og væru hlýju blandin. Kannski segja þau meira um Önnu Sigríði Jóns- dóttur, skartlausa alþýðukonu af Skaga, en velgjuleg skrúðmælgi." Ekki er að efa að þessi bók verð- ur fengur áhugamönnum Skagfir- skra æviskráa, en hún er 15. ævi- skrárbókin sem Sögufélag Skagfirð- og menningarkvöld. Stofnaður hefur verið leiklistarklúbbur og málfundafé- lag, og efnt til spilakeppni í skólanum, „kanakeppni", þar sem sjónvarp var í verðlaun. Við höfum líka verið að keyra í gegn prófgram í sambandi við spumingakeppni framhaldsskólanna „- Gettu betur". Þetta er æfmgaáætlun sem miðar að því að þjálfa nemendur fyrir þessa keppni, en hingað til hefur það aðeins verið síðasta vikan fyrir keppnina sem nýtt hefur verið til æf- inga. Nú er ætlunin að það verði þannig að nemendur haldi áfram í þessari æfingaáætlun, þó svo að það fari þannig að við komumst ekki langt í keppninni núna. Markmiðið er vita- skuld leynt og ljóst að vinna þessa keppni í framtíðinni, enda er það engin smá auglýsing fyrir hvem skóla að komast í sjónvarpskeppnina. Skólayf- irvöld hafa líka stutt okkur vel í þessu efni. Svo er von á Molduxa blaðinu okk- ar á næstu dögum. í nóvember verður listakvöld hjá starfsdeild skólans og á- stæða að hvetja fólk til að mæta þar, enda hæfileikafólk í deildinni sem á það skilið að því sé veitt eftirtekt. Stúd- entsefni verða með uppákomu í tilefni 1. des. Svo er söngvarakeppnin eftir áramótin, Opnu dagamir, árshátíðin og þessir föstu viðburðir í starfi skólans. Með mér í stjórn nemendafélagsins er mjög gott og duglegt fólk, stjórnin er mjög samhent", sagði Guðjón Marinó en með honum í stjórn eru þær Erla Guðrún Gísladóttir og Helga Kristín Gestsdóttir frá Blönduósi, Guðný Erla Steingrímsdóttir og Garðar Víðir Gunnarsson frá Sauðárkróki og Ægir Finnsson og Vilhjálmur Ámason frá Hofsósi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.