Feykir


Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 7
38/2000 FEYKIR 7 Dalbæingar segja margt benda til leiðinlegs tíðarfars í vetur Veðurspárfólk á Dalbæ á Dalvík telur í nóvemberspá sinni að ýmiss veðurtákn bendi til þess að veturinn gæti orðið leiðinlegur veðurfarslega, s.s. eins og veðrið var á allraheil- agramessunni 1. nóvember, og mikil berjaspretta og sumar- páskar á liðnu sumri benda einnig til frekar erfiðs vetrar. „ En veðurklúbbsfélagar eru þrátt fyrir þessi teikn frekar bjartsýnir á mánuðinn þó að hann verði umhleypingasamur, snjói nokkrum sinnum, og áttir verði meira norðlægari en í október, búast félagar ekki við neinum stórtíðindum og þegar hann snjóar taki það að mestu upp aftur. Það má kannski segja um þessar breytingar að þær séu bara eðliðlegar miðað við árstíma, jafnvel mildari en stundum áður. 11. nóvember er Marteins- messa: A Marteinsmessu ef mundi loft Meður regni, eg segi, veðradimmur verða oft vetur frá þeim degi. Fjúk og dimmviðri á Mart- einsmessu veit á íhlaupasaman og kaldan snjóavetur. Heiðríkt loft boðar staðviðri. Bjart veður þennan dag boðar frostavetur. Nýtt tungl kviknar í norð- vestri 25. nóvember og þá er spurningin hvað hann gerir þá. Nokkrir vildu meina að þá kærni veturinn svona fyrir al- vöru, en aðrir voru bjartsýnni og bjuggust við því að hann Vinarbréf í vinaviku Nú stendur yfir svokölluð vinavika. A tölvupósti Feykis var að finna eftirfarndi bréf. Sendandi sagðist ekki vera þekktur fyrir neina væmni, en eftirfarandi saga væri þó ákaf- lega „krúttleg". Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann inissti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vik- umar Iærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjóm á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna. Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldurog drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sihu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn saat föður sínum að allir naglamir væru horfnir. Fað- irinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði, en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitt- hvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglamir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eíns og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér. Nú er alþjóðleg vinavika. Sýndu vin- um þínum hve mikils þú metur þá og sendu þeim þetta bréf. Það getur vel verið að þú fáir bréfið til baka og þá finnur þú að þeir meta vináttu þína. Þú hefur þú safnað um þig vinahring. Gleðilega vinaviku! Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður. Sendu nú bréfið til vina eða fjölskyldu. Og fyrirgefðu mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu. Aðalfundur Sögu- félags Skagflrðinga verður haldinn í Safnaliúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. myndi snúast til suðlægrar áttar og hlýna. í lok fundarins var umræða um jarðskjálfta og vildu menn meina að það styttist í skjálfta fyrir sunnan, og að hann yrði nær höfuðborginni en þessi sem varð í júní. Einn klúbbfélaga talaði um að þegar Dalvíkur- skjálftinn var 1934 í byrjun júní, þá hafi annar komið í des- ember og var hann að einhverju leyti að bera þetta saman. Þeg- ar umræður sem tengjast ham- förum líkt og jarðskjálftum, eiga sér stað, eru félagar ragir við að minnast á þá hluti og láta það koma fram opinberlega, en stundum látum við þetta fljóta með eins og nú", segir í nóvem- berspá Dalbæinga. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu tvö negld jeppadekk, sem ný, 15" á Bílasölu Hilmars. Upplýsingarísíma 453 5197. Til sölu fjórar 14" álfelgur, Alessio. Upplýsingar ísíma453 5862. Til sölu 13" vetrardekk á álfelgum undir VW Golf. Verð 18.000 kr. Upplýsingar í síma 453 5770. Til sölu Polaris XCR 600 vélsleði árg. '96, vel með farinn. Upplýsingar í síma 898 5544 (Hólmar). Til sölu Symo bamavagn. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 453 6052 á kvöldin. Husnæði! Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. Ibúðir til leigu, tveggja þriggja eða fimm herbergja. Upplýsingar í síma 453 6665. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 9. nóvember nk. kl. 21. Kaffiveitingar - fjölmennum. F.E.B.H Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.