Feykir


Feykir - 08.11.2000, Síða 8

Feykir - 08.11.2000, Síða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 8. nóvember 2000,38. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Eh Eh KJÖRBÓK L Eh rj / Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga \ - með hœstu ávöxtun í áratug! M Landsbanki^ fl íslands L " í forystu tii framtíðar 1 Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 | Nemendur 10. bekkjar Árskóla efndu til árlegs maraþons í lok síðustu viku og prjónuðu þá og dönsuðu gömlu dansana í rúman sólarhring. Fjölmargir foreldrar komu í skólann til að fylgjast með börnum sínum og veita þeim móralskan stuðning. Fjörug umræða í sveitarstjóm SkagaQarðar Karpað um jarðir og rjúpaveiði Miklar umræður urðu um jarðamál og rjúpaveiðilendur á fundi sveitarstjómar Skagafjarð- ar í síðustu viku. Tilefnið var eyðibýlið Reykasel, sem mun vera norðan ár á Mælifellsda! í Lýtingsstaðahreppi gamla, en nokkrar umkvartanir hafa verið varðandi ýmiss mál á Mælifells- dalnum undanfarin ár. Að þessu sinni var það erindi frá Margeiri Björnssyni bónda á Mælifellsá vegna girðingamála á dalnum og málefna Reykjasels. f>á óskaði Sigurður Friðriksson á Bakka- flöt eftir að fá leigðan rjúpna- veiðirétt í Reykafjalli, það er eignarhlut sveitarfélagins í Reykaseli. Landbúnaðarnefndin ef- greiddi erindi Margeirs á þann hátt að þar sem umbeðin girðing yrði ekki í landi sveitarfélag- isværi hún því óviðkomandi. Varðandi bréf Sigurðar Friðriks- sonar taldi nefndin ekki ástæðu til að leigja einum aðila veiðirétt þar sem um almannaeign er að ræða og Sigurði heimilt að veiða þar eins og öðrum þegnum sveitarfélagsins. Ef hinsvegar yrði tekin sú ákvörðun að leigja veiðirétt á lendur sveitarfélags- ins þá yrði það að sjálfsögðu gert að undangenginni auglýsingu. Að lokum samþykkti síðan land- búnaðarnefnd að eignarhlutur sveitarfélagsins í Reykjaseli verði auglýstur til sölu, en land- búnaðarnefnd hefur talsveit fjall- að um málefni jarðarinnar. Hófst nú löng umræða um þetta mál í sveitarstjóminni, þar sem flestir ræðumanna voru sammála því að réttast hefði ver- ið fyrir landbúnaðarnefnd að vísa erindi vegna sölu Reykjasels til byggðaráðs, þar sem nefndin hefði fjármálalega umsýslu fyrir sveitarfélagið. Var það samþykkt við lok umræð- unnar. Ræðumenn voru sammála um nauðsyn þess að gert yrði yf- irlit um jarðeignir sveitarfélagins ásamt þeim kvöðum sem þeim fylgja og kvaðst Gísli Gunnars- son forseti sveitarstjórnai- þegar hafa beðið Sigurð Haraldsson á Grófargili starfsmann sveitarfé- lagsins að taka saman það yfirlit. enda þekkti hann talsvert til þeirra mála. Gísli sagði að það væri líka ótækt að ekki væri hægt að verða við beiðnum fólks sem vildi kaupa land og flytja í fjörðinn.T.d. hefði einum aðila verið synjað í tvígang um land. Stefán Guðmundsson sagðist vera ósamála þeirri afgreiðslu landbúnaðarnefndar að leigja ekki rjúpnaveiðiréttin. „Mér finnst skynsamlegt að leigja þeim aðilum sem eru að berjast í ferðaþjónustu hér í Skagafirði aðstöðu til að geta stýrt þessum veiðiskap. Það erengin spuming í mínum huga að rnikil og vax- andi ásókn manna er í slfkt og þykist vita að það er víðast hvar stjómlaust hvemig menn ganga um þessi svæði”, sagði Stefán en öðmm fannst slæmt ef veiði- lendur yrðu lokaðar almenningi, nóg væri af slíku í Skagafirði og það væri slæmt fyrir þá sem ættu lítið af vinum og vandamönnum út um sveitir héraðsins, en það var Snorri Styrkársson sem benti á þennan ókost boða og banna. ...bílar, tiyg^ngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYWJARS SUÐUBGÖTU 1 SÍMI 453 6950 TOYOTA - tákn um gæði Lögreglan á Blöndu- ósi á hrakhólum Lögreglan á Blönduósi býr við bráðabyrgðaástand í húsnæð- ismálum á þessum vetri en mun með vorinu komast í endurbætt og rýmra húsnæði. Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á húsnæðinu á Hnjúkabyggð 33 og þar bætist við á jarðhæðinni pláss sem söfnin voru með áður og vað- ur þar komið fyrir bflageymsl- um lögreglunnar, sem sárlega hefur vantað. Lögreglan færði sig upp á þriðju hæðina meðan þetta rask stendur yfir en sýslumannsemb- ættið keypti það húsnæði af Hér- aðsbókasafninu og héraðsskjala- safninu, en héraðsnefndin keypti húsið að Hnjúkabyggð 30 fyrir söfnin og hefur því húsnæði ver- ið breytt til þeirra nota, en þarna var áður til húsa saumastofan Eva. Bókasafnið var opnað á nýjum stað í síðustu viku en ein- hver bið verður á því að héraðs- skjalasafnið hefji þar sína starf- semi og formleg vígsla þessa nýja húsnæðis safnanna fari fram. að sögn Þorvalds G. Jóns- sonar safnsstjóra. Þetta húsnæðisástand hjá lögreglunni á Blönduósi gerir það að verkum að hún þarf að vera upp á embættin í Borgar- nesi og Sauðárkróki komin ef vista þarf fólk í fangaklefa, eins og gerðist á dögunum þegar æði rann á skoska sláturhússtarfs- menn á Hvammstanga og Blöndóslögregla varð að flytja í Borgarnes. Hinsvegar var allt með kyrrum kjörum bæði hjá Blönduóslögreglu og lögregl- unni á Sauðárkróki um helgina. Meira veitt af tófu í Skagafírði en áður Alls voru veiddar 307 tófur í Sveitarfélaginu Skagafirði á síðasta veiðitímabil sem var lfá 1. sept. ‘99 til 31. ágúst sl. Þetta er 50 dýrum fleira en árið á undan og kostnaðurinn varð 4.7 millj. króna, hækkaði unt rúma milljón frá fyrra ári. f skýrslu sem Sigurður Haralds- son þjónustufulltrúi í Varma- hlíð hefur tekið saman um minka- og refaveiðar kemur fram að alls voru unnin 39 greni í vor. Fullorðin dýr voru 142 en yrðlingar 165. Kostn- aður á hvert veitt dýr varð lið- lega 15 þúsund krónur. Á sama tíma veiddust 238 minkar sem er 46 dýrum færra en ári á undan þar nam heildar kostnaður tæplega 1,1 millj. króna. Kostnaður við veiðam- ar hjá sveitarfélaginu varð því tæpar 5,8 milljónir. Af því munu fást unt ein milljón króna endurgreitt frá ríkissjóði. Það sem sveitarstjómar- mönnum hefur sviðið hvað mest varðandi kostnað við þessar veiðar er að þegar ríkis- váldið lækkaði endurgreiðslu- hlutfallið fyrir nokkrum árum varð þessi vinna virðisauka- skattskyld. Þykir mönnum af- leitt að þau sveitarfélög sem reyni að halda þessum rándýr- um í skefjum skuli vera skatt- lögð af ríkinu. Hinsvegar séu dæmi um sveitarfélög sem ekki sinni þessum veiðum sem skyldi, og auki þar með kostn- að þeirra sem halda uppi skipulagðri leit og vinnslu á hverju ári. ÖÞ.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.