Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 1
1EEYKIM 15. nóvember 2000, 39. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Nýtt samcinað verkalýðsfélag Jón gefur kost á sér til formennsku Jón Karlsson gefur kost á sér til formennsku í nýju samein- uðu verkalýðsfélagi í Skagafirði en stofnfundur verður haldinn 2. desember nk. Áætlað er að tæplega þúsund félagar verði í hinu nýja félagi. „I þeirri sameiningarvinnu sem farið hefur fram milli Öld- unnar og Fram, hef ég oft verið spurður þeirrar spurningar hvort ég gefi kost á mér til for- mennsku í nýju félagi. Þessi spurning er réttmæt og eðlileg. Svar mitt er já", segir Jón og eru ástæður þess m.a. tilgreindar í greinhans í blaðinu í dag. „Á þeim tíma sem ég hefi unnið að verkalýðsmálum hér í Skagafirði, hefi ég öðlast mikla reynslu. Ég veit hversvegna hlutir eru eins og þeir eru og hverju er æskilegt að fá breytt. I kjarasamningum sem verða stöðugt flókjiari er sú þekking serri kemur með reynslu nauð- synleg, ásamt þvf að þekkja vel til í verkalýðshreyfingunni. Hvort tveggja hefi ég í farteski. Ég vil sjá þá vinnu sem felur í sér sameiningu verkalýðsfélaga í Skagafirði í höfn", segir Jón Karlsson. Ásdís Guðmundsdóttir formaður Öldunnar segist á þessari stundu hvorki geta sagt af eða á um hugsanlegt framboð til formennsku. Hún ætli að bíða eftir niðurstöðu uppstill- ingamefndar, en ef til þrýstings komi muni hún skoða vel þann móguleika að gefa kost á sér. Frá poppmessu í Sauðárkrókskirkju á sunnudagskvöldið. Það voru þær Rakel Guðnadóttir og Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir sem önnuðust forsöng. Skíðasvæðið opnað um helgina Þrátt fyrir að snjólaust sé enn á lálendi í vestanverðum Skagafirði er kominn nægur snjór á nýja skíðasvæðinu í Tindastóli og er stefnt að opnun um næstu helgi. Skíða- og brettafólk getur því Góður árangur borana eftir heitu vatni við Hofsós Lofar góðu og líkur á mjög heitu vatni Kristján Sæmundsson jarð- fræðingur hjá Orkustofnun segir að boranir sem gerðar voru skammt ofan Bræðraár í Hrolleifdal í haust lofi góðu, en frekari rannsóknir þurfi að gera á svæðinu til að unnt verði að segja til um hvort það sé virkjanlegt Þetta er betri ár- angur en hingað til hefur orðið við leit að heitu vatni á svæðinu í grennd við Hofsós. Borunum lauk fyrir um hálf- um mánuði og þar fannst á 540 metra dýpi 68 gráðu hiti og virt- ist fara vaxandi eftir því sem neðar dró. Kristján sagði að væntanlega væri þarna heitt vatn, en hinsvegar væri það spumingin að finna vatnsæðina. „Við erum snillingar að fara framhjá" sagði Kristján í gam- ansömum tón, og hefur þá væntanlega haft í huga boranir á Reykjum í Hrútafirði á liðnu sumri en þar fór borinn framhjá æðinni. Kristján sagðist ekki geta sagt fyrir um hvenær á- framhaldandi boranir yrðu gerðar á svæðinu í Hrollleifsdal. Páll Pálsson framkvæmda- stjóri Hitaveitu Skagafjarðar sagði að næsta skref væri að yf- irfara árangur borana. Síðan mundi það ráðast við gerð fjár- hagsáætlunar hvort að ráðist yrði í frekari boranir á næsta ári eða síðar, en Ijóst væri að til að finna heita vatnið þyrfti að bora frekar á svæðinu. \ v- Scjii I il 11 lH9 mám. ífl * H lr ess&T--* WN j | 11 u} , i. WP 1 Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða vinna að bornum í Hrollleifsdal. komið sér í viðbragðsstöðu, en þar sem talsvert þarf að vinna við und- irbúning nú í vikunni, er ekki vit- að nákvæmlega hvenær opnað verður, og skíðafólk því beðið að hafa samband við síma skíða- deildar þar semverða boð. Að sögn Gunnars Björns Rögnvaldssonar formanns skíða- deildar þurfti að stytta vírinn í lyft- unni og á að gera í það í dag, mið- vikudag. Því næst verða stólamir hengdir á vírinn og lyftan stillt. Búið er að upplýsa göngubraut á svæðinu, sem er á annan kílómet- er að lengd, og einnig verða sett ljós á möstrin í lyftunni, þannig að unnt verður að skíða líka þegar rökkvað er í vetur. Fastur starfs- maður hefur verið ráðinn að skíðasvæðinu og er það Viggó Jónsson, en hann er einn þeirra sem staðið hafa í fylkingarbrjósti fyrir uppbyggingu skíðasvæðisins íTindastóli. Þarer nýlokið við að reisa skemmu fyrir skíðatroðarann og annan búnað. Einnig er unnt að skapa þar aðstöðu fyrir fólk til að nærast þegar mikil traffík verður á svæðinu og gamli flugvallarskúr- inn fyllist. HCTcn^it! cN|3— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ÆÞ bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 ^Bílavidcjerdir ^ Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.