Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 39/2000 Á sagnaslóð um Guð- mimd Hannesson Enn ólandað úr Örvari Enn lifíííur Örvar fulllestaður við bryggju á Skagaströnd, með 200 tonna rækjufram. Leyfi hefur ekki fengist til að landa úr skipinu, en þar sem að Örvar er gerður út á Flæmska undir eistneskum fána, er krafa Evrópusam- bandsins að úr skipinu verði landað í lands-tollhöfn. Þannig hefur þetta verið allt þetta ár, en hætt var starfrækslu svo- kallaðrar b-stöðvar á Sauðár- króki síðasta sumar. Hjá Fiskistofu liggur nú fyrir umsókn frá Höfðahreppi um að Skagastrandarhöfn verði gerð að tollhöfn. Forráðamenn Skagstrendings eru orðnir langþreyttir á miklum aukakostnaði vegna löndunar að heiman í tollhöfnununum, en að mati Jóels Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra kemur þessi kostnaður til með að nema um 12 milljónum á þessu ári, fyrir 3000 tonna afla sem landað hef- ur verið í tollhöfnum. Það er ein- ungis lítill hluti af hráefni Hóla- nesverksmiðjunnar sem kemur að Islandsmiðum, 8-10% eða tæp 400 tonn. „Við hefðum alveg getað hugsað okkur að nota þessa fjár- muni í eitthvað annað. Það er al- veg ljóst að þetta fyrirkomulag í- þyngir vinnslum út um landið mjög og það er algjört lífsspurs- mál fyrir þær að fundin verði lausn á þessum málum”, segir Jóel en það ereins með rússafisk og annað innflutt hráefni sem kemur utan Evrópska efnahags- svæðisins, að það þarf að skoð- ast í tollhöfnum, afurðum innan efnahagssvæðsins, s.s. norsku rækjunni, má hinsvegar landa í fiskihöfnum um landið. Jóel sagði að ekki lægi fyrir hvenær landað yrði úr Örvari, ennþá væri nóg af rækju í geymslum í rækjuverksmiðju Skagstrendings og rækjan geymdist ágætlega um borð í skipinu. Hinsvegar væri vonast til að eitthvað mundi liðkast úr þess- um löndunarmálum á næstunni. Eins og komið hefur fram hér í Feyki hefur stjóm Heil- brigðisstofnunarinnar á Sauðár- króki ákveðið að minnast þess með ýmsum hætti að á næsta ári em liðin 40 ár frá því að sjúkrahúsið var tekið í notkun á Sauðárhæðum. Hluti af því sem unnið er að, er að safna heim- ildum unt sögu heilbrigðisþjón- ustu á Sauðárkróki, frá því fyrsti héraðslæknir, Guðmund- ur Magnússon, síðar prófessor, settist þar að fyrstur lækna, með fasta búsetu 1892. Er ætlunin að skrá ritaðar heimildir, kanna skjöl og handrit og skrár, safna ljósmyndum og munum og hljóðrita viðtöl við ýmsa þá er Guðmundur Hannesson, síðar héraðslæknir í Reykjavík og prófessor og alþingismaður, var héraðslæknir á Sauðárkróki 1894 til 1896. Guðmundur lét eftir sig frásögn frá þessum ámm, þar sem hann segir frá störfum sínum og kynnum af Skagfirðingum. I þættinum „A sagnaslóð” á Rás 1, föstudaginn 17. nóv. og þann 24. verður sagt frá Guðmundi Hannessyni og árum hans á Sauðárkróki og rifjuð upp kynni hans við tvö öndvegisskáld, séra Matthías Jochumsson og Stefán frá Hvítadal. Umsjónarmaður þátt- anna er Jón Ormar Onnsson, en lesari með honum er Sigríður Kristín Jónsdóttir. Þættimir „Á sagnaslóð” njóta mikilla vinsælda þeirra sem eldri eru. Þættirnir em á dagskrá á föstudagsmorgnum kl. 10,15 og em endurfluttir á mánudagskvöldum kl. 21,10. Samhjálp Að greinast með krabba- mein er ntikið áfall bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur hans. Og í hönd fer erfiður tími við að vinna úr áfallinu, skurð- aðgerð eða erfið lyfjameðferð. Og barátta við að halda í von- ina um bata. Þarna skiptir stuðningur aðstandenda og vina miklu máli. Einnig getur verið gott að hitta aðra og ræða um sameiginlega reynslu, bæði fyrir sjúklinginn og nánustu aðstandendur hans. Þess vegna höfum við hjá Krabbameinsfé- lagi Skagafjarðar áhuga á að stuðla að stofnun samtaka krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra til þess að fólkið geti stutt hvort annað, skemmt sér saman. eða aflað sér ýmiss fróðleiks er viðkem- ur málefninu. Haldinn verður fræðslu- fundur þann 23. nóv. kl. 20,30 í dagdeild Dvalarheimilis aldr- aðra við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki urn áhrif stuðn- ings og stuðningsleysis á líðan krabbameinsveikra einstak- linga. í tengslum við þann fund verða þessi samtök stofnuð ef að einhver áhugi er fyrir hendi. Við hvetjum ykkur til að koma og hlusta á erindið, ganga í samtökin og hjálpa hvort öðru. Krabbameinsfélag Skagaíjarðar. Sendir Kántrýútvarpsins bilaður „Nú fæ ég bara kvartanir, enda er sendirinn við Blönduós búinn að vera bilaður í tæpar tvær vikur þannig að ekkert hefur heyrst í útvarpinu út fyrir Skaga- strönd. Ég á þó von á því að frétta eitthvað af þessu í vikunni og býst við að við verðum komnir í loftiðafturá 102,1 íSkagfirðin- um og 96,7 í Húnavatnssýslu og á Ströndum, eftir svo sem eins og eina viku”, segir Hallbjöm Hjart- arson hjá Kántríútvarpinu á Skagaströnd. Hallbörn segir að það hafi þurft að panta stykki í sendinn er- lendis frá og þessvegna taki við- gerðin þetta langan tíma, en sendirinn var svo að segja ný- kominn úr viðgerð þegar hann bilaði aftur. Hallbjöm segir að það sé svo sem ekkert undarlegt þar sem tækið sé orðið sjö eða átta ára gamalt. Frá fyrsta móvember hafa verið skokallaðar vetrarútsend- ingar hjá Kátríútvarpinu, það er að þá var sjálvirku útsendingun- um á nóttunni kippt út og er út- sendingartíminn nú frá 16-24 og til tvö á nóttunni um helgar. „Það er bara sent út úr hljóðstofu núna. Við eium með þessu að spara stef- gjöldin, það eru engin efni til að standa fyrir lengri útsendingu yfir veturinrí’, segir Hallbjöm í út- varpi Kántríbæjar á Skagaströnd. þama koma við sögu. Kosið til Búnaðarþings Jóhannes Ríkharðsson ráðu- nautur og bóndi á Brúnastöðum og Rögnvaldur Olafsson bóndi í Flugumýrarhvammi voiu kjömir til setu á Búnaðarþingi næstu þrjú ár fyrir hönd Búnaðarsam- bands Skagafjarðar. Þetta varð ljóst þegar atkvæði vom talin í póstkosningu sem fram fór í síð- ustu viku. Jóhannes hlaut 70 atkv. en Rögnvaldur 68 atkv. Varamenn voru kjömir Smári Borgarsson bóndi í Goðdölum með 60 atkv. og Þórarinn Leifs- son bóndi í Keldudal með 47 atkv. Kosningin nú var óhlut- bundin gagnstætt því sem var fyrir þremur ámm en þá vom tveir listar í kjöri. Á kjörskrá vom 324 en atkvæði greiddu 162 og var kosningaþátttaka því rétt 50%. Ö.Þ. Á tímum mikilla kjördæmabreytinga Við lifum á tímum mikilla breytinga og engin leið er að gera sér grein fyrir þeim miklu umskiptum sem verða á næstu öld, þó ýmsir hérlendir sérfræð- ingar, hver á sínu sviði, hafi reynt það í nýúkominni bók.Væntanlega verða þeir spádómar gaumgæfðir í lok aldarinnar. Það er t.d. harla ólíklegt að það urn- talsefni sem hvað vinsælast var meðal fullorðins fólks á þeirri öld sem senn er liðin, verði það á þeirri næstu. Veðrið. Eftir áherslubreytingum í fréttum síðasta áratuginn gæti stysst í það að „mattador- inn”, verðbréfaviðskiptin, verði vin- sælasta umræðuefnið manna á meðal. Kannski líður því ekki á löngu þar til á margfrægu dvalarheimili Dalbæ á Dal- vik, verði ekki lengur starfræktur veður- klúbbur sem fæst við að spá fyrir um veðrið næsta mánuðinn eða misserið, heldur kom þar í stað spáklúbbur sem fæst við annars konar spár, er lúta að líf- inu í verðbréfahöllunum. Og ein þessara miklu breytinga, sem þó varla verður rakin til tæknilegra fram- fara, er nú í uppsiglingu. Það er kjör- dæmabreytingin. Stofnun nýrra kjör- dæmafélaga stjómmálaflokkanna færir okkur sönnur á því að þessi breyting er á næsta leyti. Mörgum óar við þessari miklu breytingu á skipan kjördæmanna og er varla nema von. Fjarlægðimar eru geysimiklar á milli svæða í þessu kjör- dæmi, þrátt fyrir byltingu í vega- og sam- göngukerfi á svæðinu ntarga síðustu ára- tugi. Pistilritari hitti einn af þingmönnun- um Norðurlands vestra, Hjálmar Jóns- son, á dögunum. Hjálmar ferðaðist um kjördæmið á liðnu sumri og var eina fimm daga á því ferðalagi, þótt ekki gæf- ist mikið tóm að stoppa á hverjum stað. Það er því alveg ljóst að það er nánast ó- mennskt að ætla þingmönnum norðvest- urkjöræmis að vitja umbjóðenda sinna reglulega. Til þess eru vegalengdimar alltof miklar, og það verður forvitnilegt hvemig svokölluðum haustfundum þing- manna verður íýrirkomið, þegar þeir ferðast milli svæða og ræða við sveitar- stjómir um fjárlagabeiðnir. Væntanlega verður að fækka fundarstöðum eitthvað og þá er hugsanlegt að fundimir taki á sig nokkurskonar biðstofu-mynd, því trúlega er erfitt að ákvarða nákvæma tímalengd á slíkum fundum. Með nýrri kjördæmaskipan tekur þingið á sig þá mynd sem orðið hefur í byggðaþróuninni undanfama áratugi. Suðursvæðið. þangað sem fólkið hefur flykkst á undanfömum ámm, fær nú mjög aukinn völd á Alþingi. Það em þessar breytingar á valdajafnvægi í þing- inu sem margt landsbyggðarfólk óttast, og ýmsir vilja halda því fram að úr því sem komið er væri best að landið verði eitt kjördæmi. Svo em aðrir sem halda því ffarn að það skipti ósköp litlu máli hvaðan þingmennimir koma. Þeir séu svo réttlátir og þroskaðir og hugsi um hag allra landsmanna sama hvar ]jeir búa. Vönandi hefur sá hópur rétt fyrir sér. ÞÁ. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Otgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðáikróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svaif hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.