Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 39/2000 „Fyrirtæki og íbúar Sauðárkróks hafa mögu- leika á því að vera í forystuhlutverki á íslandi“ segja forsvarsmenn Fjölnets sem ætla að leggja ljósleiðaranet um Sauðárkrók og nágrenni Valbjörn Geirmundsson, Gunnar Gestsson og Reynir Kárason, Fjölnetsmenn. Ekki verður annað sagt en fram- fara- og sóknarhugur einkenni nokkra unga menn á Sauðár- króki en þeir stefna ótrauðir að því að koma upp öflugu ljósleið- ararkerfi um bæinn. Það hefur verið „órans” litur á bænum í sumar, þar sem röralagnir Fjöl- nets hafa verið áberandi, en þeir stútar eru nú flestir komnir í jörðu og málin standa þannig í dag að lagnakerfið er komið inn- fyrir vegg flestra stærri fyrirtækja í bænum og á annan tug heimila. Markmiðið er að ljósleiðarateng- ingin nái til um 80% heimila á Sauðárkróki í áslok 2002. Hér er um að ræða tengingu sem býður annars vegar upp á 3.000 faldan mótaldshraða í gagnaflutningum á netinu og hinsvegar möguleika á yfir 100 sjónvarpsrásum. Þeir Fjölnetsmenn segja Sauðárkrók geta verið fyrsta bæjarfélagið sem tengir öll heimili og fyrir- tæki saman með ljósleiðara. Fjósleiðaralagning Fjölnets sam- einar IP-tæknina sem að Lína.net notar í Reykjavík og sjónvarps- tækninga sem að Breiðband Landsímans notar. Einungis eru um þrjú ár síðan að endabúnaður á ljósleiðarann fyrir heimili og fyrirtæki varð á viðráðan- legu verði, þannig að þeir Fjölnets- menn em skjótráðir í aðgerðum. „A mörgum stöðum er stefnt að lagningu nets eins og verður á Sauðár- króki, en við höfum möguleika á að vera fyrstir í Evrópu og ætlurn að reyna að nýta okkur það. Símatenging við Intemetið er að mörgu leyti þreyt- andi. Það er heilmikið ferli að kveikja á tölvunni, hringja inn á netið og kom- ast af stað með póstforrit eða vafra. Þá er símalína heimilisins í flestum tilfell- um upptekin og ekki hægt að nota sím- anná meðan tölvan er tengd. Netteng- ing heimilistölvunnar breytir þessu mikið. Tölvan er alltaf í gangi og tilbú- in til notkunar. Hún lætur þig vita um leið og þér berst tölvupóstur, og notk- un hennar truflar aldrei heimilissím- ann”, segir Gunnar Þór Gestsson stjómarformaður í Fjölneti. Hann segir kerfið byltingu í sam- skiptum íbúa og fyrirtækja. Eins og fyrr segir er Fjölnetið í raun tvöfalt kerfi. Annar hlutinn getur borið útsend- ingar yfir 100 sjónvarpsrása en hinn hlutinn notar tæknina sem notuð er á Internetinu til að tengja saman tölvur. Þetta er framtíðin „Almennt er viðurkennt að sam- skiptatækni Internetsins verði allsráð- andi í framtíðinni og öll samskipta- og afþreyingatæki heimilins verði tengd á þennan hátt. Það sem hefur helst tafið fyrir byltingunni em gamlar símlagnir um allan heim. Mikið er unnið að end- umýjun þessara lagna og fyrirtæki hafa ekki undan við að framleiða ljós- leiðara, slík er eftirspurnin. Eins og í annarri tækni er þróun í ljósleiðara- tækninni hröð. Framfarir í þessum málum gera netkerfi sem þetta að raun- vemleika”, segir Gunnar. Þeir Fjölnetsmenn segja lagningu og notkun ljósleiðaranets á Sauðár- króki tilraunaverkefni. Tilraunin felist fyrst og fremst í því hvemig íbúar bæj- arins nýti sér netkerfið, en ekki hvort að hægt er að leggja kerfið eða hvort að það virkar. Best virki netið ef allir tengjast því, þá verði hægt að hafa fleiri sjónvarpsrásir, betri þjónustu á netkerfinu og ódýrari samskipti. „Framtíð byggðar á landsbyggðinni byggir að stórum hluta á samskiptum við umheiminn. Samvinna við Línu.net og Landsímann skapar mögu- leika á að tengja saman fyrirtæki á Sauðárkróki og í Reykjavík á mjög hagkvæman hátt. Við sjáum t.d. fyrir okkur möguleikann á háskólanámi á Sauðárkróki með hjálp netsins, upplýs- ingatækninám í Fjölbrautaskólanum þar sem að skólinn getur boðið upp á einstakt umhverfi fyrir nemendur sína, umhverfi þar sem að unga kynslóðin vill vera og umhverfi sem er freistandi fyrir fyrirtæki í tækni- og samskipta- lausnum. Fyrirtæki og íbúar Sauðár- króks hafa núna möguleika á því að vera í forystuhlutverki á Islandi”, seg- ir Gunnar. Margir bíða spenntir Þeir Reynir Kárason og Valbjöm Geirmundsson segjast hafa orðið varir við mikinn áhuga bæjarbúa fyrir þessu framtaki. Og það sé ekki aðeins unga fólkið sem bíði spennt eftir þessu tæki- færi, heldur sé það líka fullorðna fólk- ið, jafnvel þeir sem hafa lokið starfsævinni. Og það er ekki endilega sjónvarpsefnið sem fólk er spennt fyr- ir, heldur kannski miklu frekar þeir sem hafa kynnst tölvunni, að þeir bfða eftir þessum auknu samskiptamögu- Ieikum.„Eg held að það sé ekki spum- ing að fólk sem notar tölvur og er mik- ið inn á intemetinu, að það sér hag í því að taka þessa tengingu”, segir Reynir Kárason. „Þetta em líka svo fjölmargir mögu- leikar sem þessi tækni gefur. Þetta set- ur okkur tvímælalaust framar varðandi ýmis verkefni og gefur aukna mögu- leika í atvinnulegu tilliti", segir Gunn- ar Gestsson. Hvað kostar Fjölnetið En hvað kostar svo að taka fjölnet- ið? Það felst í því að viðtakandi greið- ir 40.000 krónur í stofngjald, sem jafn- framt er hlutafé í Fjölneti. Áætlað er að ákriftargjaldið yfir mánuðinn verði 4.500 5.000 krónur, og er stefnt að því að senda allar íslensku stöðvamar út á netinu. En er raunhæft að reikna með 80% þátttöku í árslok 2002? „Viðtökur fólks hafa verið mjög já- kvæðar. Það hafa sjálfsagt fáir séð fyr- ir faxtækjavæðinguna á sínum tíma og síðan sprenginguna sem varð í sölunni á GSM-símum. Það er engin markað- setning farin af stað en við höfum trú á því að þetta vindi fljótt upp á sig”, segir Gunnar Gestsson. Aðspurðir segja þeir Fjölnetsmenn að margir innlendir aðilar fylgist með og hafi áhuga á þátttöku. Skrín ehf. á Akureyri, sem keypti Krók.is fyrir skömmu, er fýrsta fyrirtækið sem býð- ur intemetsþjónustu og kerfisleigu á Fjölnetinu. Engin bankalán ennþá Á stjómarfundi Fjölnets á dögunum var hlutafé félagsins aukið úr 12,5 milljónum í 40 milljónir, og er ætlun- in er að selja stærsta hlutann af aukn- ingunni til fagfjárfesta. Það er athyglis- vett varðandi uppbyggingu þessa fyrir- tækis, að það hefur enn sem komið er ekki tekið bankalán, og tekist að afla hlutafjár í gegnurn birgja og samstarfs- aðila. Meðal mjög mikilvægra þátttak- enda má nefna veitumar í Skagafirði, en hjá þeim hefur Fjölnet fengið að- gang að teiknilagnakerfi og lagt sínar lagnir í sömu rásir. Vinnan við lagnirn- ar er eingöngu unnin að heimaaðilum og koma launagreiðslur til þeirra til með að nema um 80 milljónum króna. Stærstu hluthafar í Fjölneti em: Gunnar Þór Gestsson, Sigurjón H. Sindrason, Hitaveita Skagafjarðar, Rafveita Sauðárkróks og Sigurður Gunnlaugsson, en alls em hluthafar 33.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.