Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 7
39/2000 FEYKIR 7 Sigur þrátt fyrir spennufall Það var engu líkara en spennufall hefði orðið í Tinda- stólsliðinu eftir undanúrslitin í Kjörísbikamum. Stemmnings- leysi, em einkunnarorðin um leik- inn gegn Skallagrími í gærkveldi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en samt ekki skemmtilegur, enda lögðu gest- imir greinilega áherslu á að dempa niður hraðann. Það vom gestimir sem sýndu meiri baráttu Iengst af og ekki fyrr en í síðasta leikhlutanum sem heimamenn tóku við sér með Shawn Mayers í broddi fylkingar. Tvær þriggja stiga körfur frá Mayers í röð undir lokin gerðu út um leikinn, en annars var hittn- inni ekki fyrir að fara hjá Stólun- um í gærkveldi. Nokkur hiti færðist í leikinn undir lokin og skall Ómai' Sig- marsson leikmaður Tindastóls í gólfið eftir samskipti við Sigmar Egilsson og vildi Ómar fá eitt- hvað fyrir sinn snúð, en þessir leikmenn vom búnir að kljást all- an leikinn. Hjá Tindastóli var Mayers besti maður eins og oftast áður og Svavar barðist mjög vel, en flest- ir aðrir vom í daufara lagi. Hjá Skallagrími átti Warren Peeples mjög góðan leik Lokaatölur leiksins urðu 87:78 fyrir Tindastól. Staðan í leikhléi var 42:41. Stig Tindastóls: Shawn Mayers 24, Tony Pomones 17, Kristinn Friðriksson 11, Láms Dagur Pálsson 10, Michail An- dropov 10, Svavar Birgisson 9, Friðrik Hreinsson 4 og Ómar Sig- marsson 2. Stigahæstir hjá Skallagrími vom Warren Peeples með 25 stig og Sigmar Egilsson með 14. Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar Skagafjörður Aðsetursskipti! Til þess að íbúaskrá 1. desember 2000 verði sem réttust, minnum við á nauðsyn þess að tilkyima aðsetursskipti, einnig þau sem fyrirhuguð eru til l.desember , til skrifstofu Skagafjarðar sem allra fyrst og í síðasta lagi 27. nóvember nk. Sveitarstjóri. Nr. 319. Nr. 320. Nr. 321. Hver er maðurinn? Tvær myndir þekktust úr síðasta þætti. Báðar myndimar höfðu vegna mistaka verið númeraðar 318. Karlmaðurinn mun vera Magnús Andrésson f. 1904 stórkaupmaður í Reykjavík. Asdís Vilhelms- dóttir benti okkur á þetta og þekkti einnig Hrefnu Gísla- dóttur húsfreyju í Stóm- Sandvík, en mynd hennar bar reyndar einnig sama númer. Margir þekktu Hrefnu og kunnum við öllum bestu þakkir fyrir að hafa samband við okkur. Nú eru birtar þrjár myndir sem koma sín úr hvorri áttinni. Þau sem þekkja myndimar em vinsamlegast beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Síminn er 453 6640. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu tvö negld jeppadekk, sem ný, 15” á Bílasölu Hilmars. Upplýsingar í síma 453 5197. Til sölu fjórar ársgamlar 14” álfelgur ásamt dekkjum, Alessio. Verð 27.000. Upplýsingar í síma453 5862. Til sölu vetrardekk 31” BF Goodrich Mud-Terrainan T/A. Lítið notuð jeppadekk, sem ný og seljast á hálfvirði. Upplýsingar í síma 453 5526 og 897 5526. Til sölu Polaris vélsleði árg. ‘94, ekinn 4.300 mflur. Verð 250.000. Upplýsingar í síma 4527472. Húsnæði! Þriggja herbergja fbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. Ibúðir til leigu, tveggja þriggja eða sex herbergja. Upplýsingar í síma 453 6665. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 22. nóvember nk. kl. 21. Kaffiveitingar fjölmennum. F.E.B.H. Askrifendur góðir! Munið eftir bankagíróinu fyrir áskrifargjöldunum Naumt tap á móti KR Tindastólsmenn töpuðu naumlega fýrir KR-ingum í und- anúrslitum Kjörísbikarsins í Smáranum í Kópavogi sl. laugar- dag, 78:80, þar sem KR-ingar skoruðu úrslitakörfuna á síðustu sekúndubrotum leiksins. Um 300 áhangendur Tinda- stóls lýlgdu liðinu suður og settu skemmtilegan svip á leikinn sem var mjög spennandi og skemmti- legur allan tímann, en úrslitin ullu að sjálfsögðu vonbrigðum, enda vitað að Tindastólsliðið á enn tals- vert inni og er líklegt til að standa sig mjög vel í deildinni í vetur. Vöruflutningar Sauðárkrokur - Skagpijörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Ilaraklsson sími 453 5124. íl Skagafjörður Greiðsluáskorun Innheimta Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar hér með á fasteignagjaldendur í sveitarfélaginu, sem ekki hafa staðið skil á fasteignagjöldum álögðum 2000 og féllu í gjalddaga 1. júlí 2000, ásamt eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en 15 dögum frá móttöku áskorunarinnar. Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauðungarsölu á viðkomandi fasteign, án frekari viðvörunar. Sauðárkróki 8.11.2000 Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.