Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 8
15. nóvember 2000,39. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill —— KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! M Landsbanki 'fi íslands I forystu lil framtíðar Útibúlð á Sauðárkróki - S: 463 6353 . Það er oft tignarlegt að sjá stóru tlutningaskipin sigla inn í Sauðárkróskliöfn, en vegna þrengsla í höfninni verða þau að bakka inn að viðlegukantinuni. Myndin er frá því er Mánafoss lagðist að bryggju um síðustu helgi. Kostulegar rjúpnaveiðar í Blönduhliðinni Nú lá „stóri bróðir“ í því Sveitarstióri Húnaþings vestra Leiðréttir sögur um skuldastöðuna Það er oft „fjör í kringum fóninn” í rjúpnaveiðinni og á hverju hausti koma upp tilfelli þar sem bændur og rjúpaskytt- ur mætast. Á dögunum var tals- vert rætt um rjúpnaveiðimál í sveitarstjóm Skagafjarðar, m.a. það að ekki veitti af því að góð kort lægju fyrir um rjúpnaveiði- lendur. þannig að það henti síð- ur sem gerðist svo oft að skytt- ur villtust á milli veiðilenda. Bændur margir hverjir em orðnir ansi þreyttir á yfirgangi rjúpnaveiðimanna, til að mynda hafa bændur í Skagfirði oft þurft að stugga við veiðimönn- um frá Sauðárkróki og þótt þeir sýna ofríki. Það má því kannski segja að bóndi einn í Blöndu- hlíðinni, „fríríkinu” sem gjam- an er kallað, hafi sýnt „stóra bróðir” í tvo heimana á dögun- um. Þannig var að tvær rjúpna- skyttur af Króknum vom með leyfi frá bónda í Blönduhlíð að veiða í hans landi. Sem kunn- ugt er liggja bæir nokkuð mis- langt frá vegi í Blönduhlíðinni og kusu skyttumar að leggja bíl sínum hjá bæ sem þeim þótti hentugast að ganga frá upp í fjallið. Þetta vareinn af þessum góðu dögum í rjúpnaveiðinni, þar sem hver hópurinn af öðr- um flaug í augsýnd þessara glöðu skotveiðimanna sem komust í rnikinn ham og skutu glatt, það glatt að svo virðist sem þeir hafi horft meira til himins jsennan dag en með láð- inu. Þeir uggðu ekki að sér og leikurinn barst inn á land jarð- arinnar sem þeir gengu upp frá um morguninn. Og þeim gmn- aði enganveginn, að vökul augu bóndans þar á bæ fylgdust með atferli þeirra drjúga dagstund, enda voru þeir komnir niður undir bæ. Það vom síðan glaðir veiði- menn sem gengu með kippur sínar að bílnum, en beint í fang bóndans sem fannst aðfarir gestanna gróflegar. Ákvað hann að gera veiðina upptæka, en mun samt hafa séð aumur á veiðmönnunum er fóru sneypt- ir á burt. Hér vom þó engir ung- lingar á ferð, eins og segja mætti á íþróttamáli, menn „þjakaðir” reynslu í rjúpaveið- inni og sportmennskunni. Að endingu skal þó tekið fram að nánast útilokað er að fýrrgreindur atburður í Blöndu- hlíðinni hafa á nokkurn hátt verið rótin að þeim umræðum sem urðu í landbúnaðamefnd og sveitarstjórn Skagafjarðar á dögunum. Á fundi sveitarstjómar Hún- þings vestra sl. fimmtudag bar Brynjólfur Gíslason sveitar- stjóri til baka staðhæfingar Þor- steins Helgasonar eins sveitar- stjómaifulltrúans um skulda- stöðu sveitarfélagsins, sem Þorsteinn viðhafði fyrir nokkm í umræðum um fyrirhugaða byggingu íþróttahúss á Hvammstanga. „Sveitarstjóm- armenn eiga að hafa það greið- an aðgang að upplýsingum um stöðu sveitarsjóðs á hverjum tíma, að þeir leiðrétti slíkar furðusögur, hvar í pólitfk sem þeir standa, fremur en að ala á vitleysishjali”, segir sveitar- stjórinn í bókun sinni. „Staðhæfing Þorsteins að skuldir sveitarsjóðs Húnaþings vestra væm 169.000 á hvem íbúa í árslok 1999 er röng. Sömuleiðis er rangt í nefndri bókun að tekjur árið 1999 hafi verið 190.000 á hvem íbúa í sveitarfélaginu, heldur voru þær tæplega 210.000. í riti Hagstofu Islands, sveitarsjóðs- reikingur 1999. kemur fram að heildarskuldir sveitarsjóðs Húnaþings vestra em 151.855 krónur á íbúa, skammtíma- skuldir 49.447 á hvern íbúa og langtímaskuldir 102.408 kr. á hvem íbúa", segir Bryjólfur í bókun sinni og ber síðan skuld- ir Húnaþings vestra saman við skuldir annaira sveitarfélaga af sambærilegri stærð, Bessa- staðahrepp, Sandgerði, Gerða- hrepp, Stykkishólm, Snæfells- bæ, Vesturbyggð, Siglufjörð og Olafsfjörð, auk nágrannasveit- arfélaganna Blönduós og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og kemst Brynjólfur að þeirri niðurstöðu að skuldir sveitar- sjóðs Húnaþings vestra per íbúa séu 119.865 krónum lægri en nemur meðaltali hjá nefnd- um sveitarfélögum, skamm- tímaskuldir 24.577 kr. lægri á hvem íbúa og langtímaskuldir 95.288 krónum lægri. Peninga- leg staða sveitarsjóðs Húna- þings vestra, með lífeyrisskuld- bindingum var í árslok 1999 neikvæð um 34.654 á íbúa eða 172.919 krónum skárri, en sem nemur peningalegri stöðu sam- anburðarhópsins. „Staðhæfing Þorsteins í bókun á síðasta fundi um að „ljóst er að skuldir aukast tölu- vert á þessu ári” er með öllu óskiljanleg, sérstaklega í því ljósi að afborganir langtíma- lána nerna um 20 milljónum króna árið 2000 en ný lán ekki tekirí’, segir Brynjólfur sveitar- stóri í bókun sinni og varar þar við að farið sé með fleipur um stöðu sveitarsjóðs. Allir réttindakennarar í Varmahlíð Á fundi skólanefndar nýlega lagði Rúnar Vífilsson skólamálastjóri fram yfirlit yfir hlutfall réttindakennara og leiðbeinenda við gmnnskólana í Skagafirði. í heild er rúmlega 75% kennslunnar sinnt af réttindakennumm. Við skólana starfa 57 kennarar og 22 leiðbeinendur. Ellefu einstaklingar í Skagafirði em í vetur í kennarafjamámi og em níu þeirra starfandi sem leiðbeinendur við skólana í héraðinu. Herdís Sæmundsdóttir formaður byggða- ráðs segir ástæðu til að fagna því að hér hefur réttindakennurum fjölgað við langflesta skólana og í einum þeirra, Varmahlíðarskóla, eru eingöngu starfandi réttindakennarar. ...bilar, tryggngar, bækúr, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavana... BÓKABÚÐ BRYMABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 5950 Cg> TOYOTA - tákn um gæði Kodak Pictures TRYCCINGA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.