Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 5
40/2000 FEYKIR 5 Inn í ævintýraheiminn Frábær umgjörð og góður leikur hjá LS í Bifröst Trúlega er fyrsta lestrarefnið sem flestir taka sér, ævintýri að einhverjum toga. Hver man ekki eftir ævintýmnum sem við lásum í lestrarbókunum í skól- anunt, „í gamla daga”, bæta þá sjálfsagt sumir við. „Renni renni rekja mín” og fleira í þeirn dúr kemur í hugann. Það er kannski ekki alveg nákvæm- lega svona ævintýri sem Leik- félag Sauðárkróks hefur sett á fjalimar, en að einhverjum slík- um toga samt, byggt á rúss- neskri þjóðsögu, ádeilukennt, „og boðskapurinn leynir sér ekki” eins og Guðbrandur Guð- brandsson formaður leikfélags- ins bendir réttilega á í leik- skránni. Það er ótrúlega afslappandi að fara í leikhúsið og bregða sér inn í ævintýraheiminn, yngjast upp um allmörg ár og fara inn í töfraheiminn, fylgjast þar með ffamvindu mála og hlýða á per- sónumar í leiknum segja sögur, það em sem sagt sagðar nokkr- ar ævintýrasögur og síðan er bmgðið á leik í söng við texta sem meðal annarra Bjöm Björnsson skólastjóri hefur samið. Þetta er skemmtilegt og snyðugt stykki. Húmorinn bull- ar undir yfírborðinu og ævintýr- ið líður áfram með skemmtileg- um tilbrigðum. Umgjörðin og leikmyndin em með því besta sem sést hefur í Bifröst, að mati pistilritara, og þar hefur Bryndís Siemsen listakona greinilega unnið mjög gott verk með leik- hópnum. Leikmyndin sjálf og lýsingin er hreint út sagt lista- verk. Greinilegt er að leikstjórinn Skúli Gautason hefur tekið verk sitt mjög alvarlega, þrátt fyrir smáhnökra í texta á fmmsýn- ingunni, sem ekki komu þó að sök og sjálfsagt er hluti af eðli- legum sviðsskrekk, þá hefur Skúla tekist að ná mjög sterkri framsetningu hjá þessum ungu leikurum og er frammistaða þeirra mjög athyglisverð. Burðarhlutverkin í leikritinu em nokkur. Norin Baba Jaga er leikin er af Ásu Björgu Ingi- marsdóttur og kemst hún nokk- uð vel ffá sínu. Vasselína vinnu- sama er Sigurlaug Vordís Ey- steinsdóttir. Vordís er mjög skemmtileg leikkona og gerir vel í leik sínum, og ekki er hún síðri í söngnum. Sigurður Hall- dórsson leikur „rússneska bjöminn” Boris, ákaflega vina- leg persóna sem fellur vel í kramið. Ivan, sem Ottar Panves Sharifi leikur, og er sá eini af bræðmm þrem í leiknum, sem ekki er undir álögum nomarinn- ar seldur, er mjög skemmtileg- ur á sviðinu, kemur syngjandi inn og er mjög líflegur. Ottar er lfldegur karakter til að slá í gegn á leiksviðinu og stendur fyrir sínu í þessari sýningu. Það er sagt að hundar geti sungið skemmtilega og Jón Mars sem hundur er þannig gerður og kemst skemmtilega frá leik sín- um, eins og segja má um leik- hópinn í heild. Þá má ekki gleyma leikbrúðunum, músun- um, sem em gott krydd í sýn- inguna. Að lokum fljóta svo hér með hugleiðingar leikstjórans Skúla Gaustasonar úr leikskrá: „Mér finnst skemmtilegt jregar mað- ur veit ekki á hverju maður á von. Þegar fólk gerir ekki það sem það ætti að gera. Þegareitt- hvað fer úrskeiðis. Þegar raf- Hringvegur um Norður- árdal í umhverfismat Vegagerðin kynnir tillögur að matsáætlun á veraldarvefnum vegna vegagerðar á Norðurlandi. Framkvæmdin er hringvegurum Norðurárdal í Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu, Kjálkavegur - Heiðarsporður. Vegagerðin kynn- ir tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á hringvegi í Norðurárdalnum. í tillögu að matsáætlun er m.a. greint frá upplýsingum um íyrir- hugaðar framkvæmdir, fram- kvæmdasvæði, afmörkun líklegs áhrifasvæðis framkvæmda, þá umhverfisþætti sem verða rann- sakaðir í matsvinnunni og hvem- ig staðið verður að kynningu og samráði í áframhaldandi mats- vinnu. Með tövupósti eða bréf- leiðis er unnt að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspumum um tillögu að matsáætlun, t.d. hvort rannsóknir nái til nauðsyn- legra umhverfisþátta, fyrirhugað- ar kynningar séu nægilegar og ábendingar um hvemig skuli staðið að einstökum þáttum mats- vinnunnar. Athugasemdafrestur er 2 vik- ur og skulu athugasemdir og á- bendingar berast fyrir ó.desem- ber. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti til ha@vegagerdin.is eða senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri. Með þessu er Vegagerðin að nýta sér nýjar leið- ir til að koma á framfæri upplýs- ingum um fyrirhugaða fram- kvæmd og áhrif hennar á um- hverfið. magnið fer af og maður fálmar út í myrkrið eftir eldspýtum, sem áttu að vera einhversstaðar til. Þegar maður veðurteppist í litlu plássi fjarri heimili sínu og þarf að viðurkenna að náttúru- öflin séu máttugri en mann- skepnan. Við eigum enga dymma skóga en ólíkindatólin leynast víða. Til eru þeir sent leggja stein í götu okkar án minnstu ástæðu. Við látum þá ekki sá hræðslufræjum í hjörtu okkar því ef þau ná að spíra komumst við illa upp á götuna aftur. Svo er að njóta hins ófyr- irséða augnabliks með föngum og spila úr spilunum eins og röddin úr brjótstinu býður. Hlusta á litla hjartað sitt. Mark- ið I fótboltaleik er jú ekki til þess að skotið sé franthjá því.” yx TOPPNU l\/l

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.