Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 1
TCEYKIM 29. nóvember 2000, 41. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Hugbúnaðarkerfi fyrir íbúðalánasjóð Fjárvaki í samvinnu við indverskan aðila Á vegum Fjárvaka á Sauð- árkróki er unnið að innleiðingu og aðlögun hugbúnaðarkerfis fyrir íbúðalánasjóð sem tekið verður í notkun á næstunni. Að sögn Orra Hlöðverssonar fram- kvæmdastjóra Fjárvaka, dóttur- fyrirtækis KS, er mikið að ger- ast hjá fyrirtækinu sem starfar aðalega í hugbúnaðargeiranum og beinir sínu starfi að bönkum og fjármálastofnunum. Orri segir að Fjárvaka sé í sjálfu sér ekki ætlað að þenjast út hvað starfsmannafjölda varðar, heldur verði ráðnir menn til að vinna einstök verk- efni, og önnur fyrirtæki njóti þannig góðs af starfsemi Fjár- vaka. Fyrirtækið er í góðu sam- starfi við Element, en varðandi verkefnið hjá Ibúðalánasjóðn- um, sem er það stærsta hjá Fjár- vaka í dag, hafa tveir Indverjar verið að forrita síðan á liðnu vori og eru þeir mikilvægir að- ilar við innleiðingu hugbúnað- arins. Þeir eru starfsmenn ind- verks samstarfsaðila Fjárvaka, þess sama og Halldór Asgríms- son utanríkisráðherra heimsótti í för sinni til Indlands samhliða forsetaheimsókninni á dögun- um. „Indverjar standa mjög framarlega í hugbúnaðargerð í heiminum og þessir samstarfs- aðilar okkar voru mjög ánægð- ir með heimsóknina og það er gott að efla samstarfið á þennan hátt", segir Orri en honum bauðst að taka þátt í þessari heimsókn í indverska hugbún- aðarhúsið. Einhugur um Hjálmar Séra Hjálmar Jónsson hefur verið ráðinn í starf dómkirkju- prests í stað sr. Hjalta Guð- mundssonar sem senn lætur af stöfum. Valnefnd var einróma um ráðningu Hjálmars en aðrir umsækjendur voru séra Jón Að- alsteinn Baldvinsson sendiráðs- prestur í London og Sigurður Árni Þórðarson starfsmaður á biskupsstofu. Gert er ráð fyrir að Hjálmar taki við starfinu í febrúarbyrjun. Ekki er ákveðið hvenær hann hættir á þingi en sæti hans tekur Sigríður Ingvarsdóttir frá Siglu- firði. Hjálmar sagðist í samtali við útvarpið aldrei hafa ætlað að gera þingmennsku að ævistarfi, Séra Hjálmar Jónsson. enda stæði trúarsannfæring sín dýpra en stjórnmálaskoðanir. Unnið að löndun úr Málmey í gær. Farið í síðasta túrinn fyrir jól Málmey kom til hafnar á Sauðárkróki nú í vikubyrjun með aflaverðmæti fyrir 62 milljónir króna eftir 23 daga veiðiferð, sem þykir ágætt miðað við þau aflabrögð sem verið hafa lengst af þessu ári. Skipið var með 380 tonn upp úr sjó, 240 tonn af afurðum, þriðjungurinn grúlúða, svipað af þorski og afgangurinn blandaður afli. Málmeyjan fer nú í svipan túr að tímalengd. „Við erum að stilla okkur af fyrir jólin", segir Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri Fiskiðjunn- ar Skagfirðings en öll skip fyrirtækisins verða í landi yfir hátíðarnar eins og mörg undanfarin. Það er af sem áður var að skip sigldu reglulega með aflann á erlenda markaði, og sérstaklega þótti það álitlegt að fá gott verð fyrir aflann í kringum hátíðarnar, jól og páska. Fundað um lausagönguna Boðaður hefur verið fundur hjá landbúnaðar- nefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar nk. föstudag. Á fundinum verður fjallað um lausagöngumál og hefur verið óskað eftir að vegagerðin, lögreglan og tryggingarfélögin sendi fulltrúa sína til fundarins. Að sögn Bjarna Egilssonar formanns land- búnaðamefndar er það af gefnu tilefni sem boð- ar er til þessa fundar. „Við ætlum að skoða þessi mál mjög alvarlega. Það verður farið yfir þau al- veg frá a til ö. Obreytt ástand er ósættanlegt", sagði Bjami en talsvert er um búfé í lausagöngu í héraðinu og girðingar meðfram vegum sum- staðar engar eða lélegar. Alvarlegt rútuslys í Fljótum á dögunum hefur sett þessi mál í brenni- depil. Þess má geta að þrír að gömlu hreppnum höfðu samþykkt bann við lausagöngu búfjár á sínu svæði áður en til sameiningar kom og er ekki annað vitað en þær samþykktir séu enn í fullu gildi. Þetta eru Skarðshreppur, Lýtings- staðahreppur og Hofshreppur. Ætla má að nú verði auðveldara að samræma þessi mál þegar Skagafjörður utan Akrahrepps er orðinn eitt sveitarfélag. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði sími: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 *BiLividgerdit Hjólbardavidgerðir Réttingar ^Sprautiin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.