Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 3
41/2000 FEYKIR 3 Verkefnið Norðurlandsskógar sem nær til 40 ára Margar umsóknir af Norðurlandi vestra Svo er að sjá sem mikill áhugi sé fyrir verkefninu Norðurlandsskógum sem stofnað var til á þessu ári. Það er hugsað sem aukabúgrein fyrir bændur og einnig geta tekið þátt í því landeigendur sem ekki em með búskap. Verk- efnið, sem er til 40 ára, hefúr það að markmiði að rækta upp skóg á 5% lág- lendis á Norðurlandi allt frá Hrútafjarðará og austur á Langanestá, en lág- lendi nær allt upp í 400 metra hæð samkvæmt markmiðs-lýsingu verkefn- isins. Bændur og landeigendur á Norðurlandi vestra sýna Norðurlands- skógunum mikinn áhuga, af um 130 umsóknum eru 19 úr Húnaþingi vestra, 17 úr Austur - Húnavatnssýslu og 27 úr Skagafirði. Þorvaldur Böðv- arsson formaður Skógræktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu er fulltrúi skóg- ræktarfélaganna í Norðurlandsskógum, en stjómarformaður er Stefán Guð- mundsson sveitarstjómarfulltrúi og fyrrv. alþingismaður Sauðárkróki. I Skagafirði er verkefninu sýndur mikill áhugi, en 27 umsóknir eru frá Skagfirðingum sem hér eru að planta Aldamótaskógi á liðnu sumri. „Mér lýst mjög vel á þetta verkefni. Til þess hefur verið tryggt fjármagn af fjárlögum ríkisins og áhugi fyrir verk- efninu er greinilega mikill. Það kom strax fram á fundum sem við héldum í hverri sýslu hér fyrir norðan í maí- mánuði í vor. Þar tókum við niður nöfn þeirra sem áhuga sýndu, en þeir sem skiluðu inn umsóknum fyrir 15. ágúst hafa forgang í þessu verkefni, og vom það milli 80 og 90 aðilar. Og það er eftirtektarvert hvað áhuginn er mikill hér á Norðurlandi vestra”, segir Þorvaldur. Aðspurður segir Þorvaldur að stuðningur Norðurlandsskóga við þátttakendur í verkefninu sé umtals- verður, en 97% kostnaðarins er greiddur; það er kaup á plöntum, jarð- vinna og gróðursetning, áburðargjöf og grisjun. A móti kemur að þegar skógurinn fer að skila arði, hvenær sem það verður, að þá rennur 15% arðsins til verkefnissjóðsins, þó ekki innan 40 ára verkefnistímans. Framlög til Norðurlandsskóga á þessu ári em 25 milljónir, á næsta ári verða þau 50 milljónir, 120 milljónir 2002, 180 milljónir 2003 og framlög- in komast í hámark árið 2004, 230 milljónir, og verður það árlegt fram- lag af fjárlögum út 40 ára verkefnis- tímann, en gert er ráð fyrir að þá verði verkefnið orðið sjálfbært. Þorvaldur Böðvarsson fulltrúi skóg- ræktarfélaganna í verkefninu Norður- landsskógar. Mikill áhugi í Húnaþingi vestra Þorvaldur segir að mikill áhugi sé fyrir skógrækt í Húnaþingi vestra. Síð- asta sumar var plantað um 15.000 trjám og fór gróðursetning fram vítt um héraðið. Skógræktarfélagið er nú að festa kaup á vél sem verður til taks næsta vor. Hún kemur til með að auð- velta skjólbeltagerð, þar sem hún leggur plast ofan á gróðurretinn. Plöntunum er síðan stungið niður í gegnum plastið sem heldur raka og hita í jarðveginum og hindrar það einnig að grasfræ og annar gróður geti sáð sér í reitinn. Plastið bætir þannig uppeldisskilyrði trjáplöntunnar og eykur stórlega líkumar fyrir því að plantan hafí betur í viðureiginni við annan gróður og nái að vaxa upp. Fundaðum sameining- armálin í Húnaþingi Húnvetningar ætla að funda um sameiningarmál í félagsheimilinu á Blönduósi nk. þriðjudagskvöld. Frum- mælendur á fundinum verða Guðmundur Haukur Sigurðs- son oddviti Húnaþings vestra, Valgarður Hilmarsson oddviti Engihlíðarhrepps, Skúli Þórð- arson bæjarstjóri á Blönduósi, Magnús B. Jónsson sveitar- stjóri á Skagaströnd og Jóhann Guðmundsson oddviti Svína- vatnshrepps. Fundarstjóri verður Jó- hannes Torfason og fyrir- spumir og umræður verða að loknum framsöguerindunum. Fundurinn er öllum opinn og vonast er til að sem flestir mæti, segir í tilkynningu vegna fundarins. MARKAÐSREIKNINGUR BÚNAÐARBANKANS Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans? Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í 10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu á hverjum tíma. Af 0,5 milljónum 10,75% Af 1,5 milljónum 11,00% Af 3,0 milljónum 11,25% Af 20 milljónum og yfir 11,50% MARKAÐSREIKNINGUR trvggir þér góða vexti. BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS HF ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.