Feykir


Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 29.11.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 41/2000 Kirkjan fyrirgefi piltunum þeirra óhamingju Hilmar Skagfield skrifar frá landi hinna endalausu talna Hilmar Skagfield frá Páfa- stöðum hefur mestan hluta ævi sinnar búið í Florida í Bandaríkj- unum, frá árinu 1950. Hann setti þar á fót verksmiðju sem fram- leiðir svokölluð „hansa-glugga- tjöld” og fleira, og er með fjölda manns í vinnu í verksmiðjum bæði í Thallahassee, þar sem hann býr, og í Kalifomíu. Reyndar er sonur hans og nafni nú tekinn við forstjórastarfmu í fyrirtækinu, en kannski muna lesendur Feykis eftir viðtali við Flilmar sem birtist í blaðinu fyrir nokkrum ámm. Hilmar er kon- súll íslands í Florida, og hefur verið lengi. Hann heldur alltaf tryggð við átthagana og kemur í Skagafjörðinn reglulega og lítur þá oft inn á ritstjóm Feykis til að greiða áskriftina. Þegar hann kom síðasta sumar barst í tal sér- stakt áhugamál sem Hilmar hef- ur lengi haft og tengist átthögun- um í gamla Staðarhreppi. Þetta rifjaðist upp fyrir ritstjóra Feyk- is á dögunum og sendi hann Hilmari tölvupóst, sem konsúll- inn var fljótur að svara. „Þakka kærlega fyrir bréfið, sem kom „óbrjálað.” Eins og þú kannski manst þá talaði ég við biskupinn út af dysjum í Dysju- gili, rétt hjá Reynistað, fyrir sunnan Staðarána. Fór ég fram á það við biskupinn að bein þess- ara pilta yrðu færð í helga jörð og að kirkjan fyrirgæfi þeirra óhamingju, svo sem kristin kirkja á að gera. Stálu sér vinnukonu En í annálum er sagt svo að um 1460 hafi 18 skólapitar frá Hólum lagst út í helli nokkrum vestan í Staðaröxlinni. Þeir mun hafa stolið kindum og öðru góssi, sennilega frá Reynistað, og einnig munu þeir hafa haft á brott með sér vinnukonu af staðnum. Sennilega til að kokka fyrir þá og stagla í sokka þeirra. Segir sagan að konukind þessi hafi flúið frá þeim og komist til byggða, þá á Reynistað, sem mun hafa verið amtmannsetur í þátíð. Sagt er að vinnumaður frá Reynistað hafi fundið þá sofandi og fjarlægt öll vopn, þannig að skólapiltar urðu vamarlausir. Var safnað liði og ráðist á þá. Sagt er að þeir hafi varist kröftuglega með grjótkasti, sem var það eina sem þeir gátu varist með. Þeir voru svo yfirbugaðir, hnepptir í fjötra og farið með þá niður að Reynistað. Þar mun svo hafa verið réttur settur og voru allir dæmdir til dauða, nema einn, sem var víst aðeins 16 ára. Skipti það engum togum og eftir þrjá daga vom allir hengdir í svoköll- uðum fjáhúsum á túninu á Reynistað. Líkin vom svo tekin og dysjuð upp í Dysjugili. Merkilegt réttarfar á Islandi í þá daga. Hauskúpa og bein Þegar ég var krakki og gekk í bamaskóla til Guðrúnar í Holts- múla, þá fómm við strákamir einu sinni til þess að athuga hvort að eitthvð væri satt í því að þama væm dysjar, jafnvel með sjáanlegum mannabeinum. Það kom á daginn að þetta var lauk- rétt. Sáum við bein þama og mig minnir hauskúpu. Hugrekkið var nú ekki upp á marga fiska, og man ég að við tókum til fót- anna og linntum ekki hlaupum fyrr en í skólstofunni í Holts- múla. Sögðum við Ellert bónda og Guðrúnu kennara hvað við hefðum séð. Urðu þau bæði mjög alvarleg eins og við hefð- um framið sjöundu synd biblí- unnar, og bönnuðu okkur að koma þama nálægt framar. Ég hefi oft hugsað um þenn- an atburð. Skrifaði ég sr. Gísla í Glaumbæ á sínum tíma um þetta mál, en ekkert hefur verið gert í því að gefa þessum ólánssömu piltum syndaaflausn, en kannski skiptir þetta ekki svo miklu máli eftir um 450 ár. Drottinn hefur efalaust séð til þess fyrir löngu. Hinsvegar tók biskupinn vel í málið og sagðist skyldi athuga þetta gaumgæfilega. Biskupinn var bæði hlýr og skilningsgóður á þetta mál. Vonandi kemur eitt- hvað út úr þessu. Ennþá verið að telja Hér er ennþá talið og talið upp á nýtt. Bflar fréttastofnana þekja stæðin fyrir framan Hæsta- rétt Florida í Tallahassee, með „antenum” og diskum, sem trjóna til himins, eins og eigi að filma endurkomu Krists. Hins- vegar ef að PR maður Drottins léti þau boð út gagna að Kristur væri að koma, þá myndi enginn trúa slíku rugli. Hvað viðkemur vísunum, sem þú baðst mig um, þá eru þær svona: Mín er heilsan eins og ný, sem elli ei fær að granda. En kvensemin er komin í kirfilegan vanda. Hin var víst svona: f firði Skaga flest er best fákum hleypt um traðir. En skagfirðingar manna mest, montnir ríða glaðir. Svo er hér smá kvæði gert fýrir nokkrum árum, sem heitir. „Rock” Dance (Rokkdansinn, innsk. Feykir). Glampa ljósin, gleðin skín glóa lokkar. Hávær mússík hljóðar yfir höfðum okkar. Glas er fyllt, fullið drukkið, falast mundir. Augu leyftra, bönd eru bundin borðum undir. Dansinn stíga, tónar tryllast töfrum voga, ungri sál, með andans krafti og ástarloga. Þetta er “rock” í ryki og svita; þar rekast saman fólk, sem fer á ball og þykir feikna gaman.“ Öflugur hópur frj álsíþróttafólks við æfingar syðra Undanfamar vikur hefur öfl- ugur hópur frjálsíþróttamanna undir stjóm Gísla Sigurðssonar æft í Reykjavík. Æfingamar eru á vegum frjálsíþróttadeildar Tindastóls en um er að ræða í- þróttamenn úr Tindastóli ásamt íþróttamönnum sem áður hafa æft frjálsar íþróttir með öðrum félögum. Margir þeirra koma af Iandsbyggðinni og hefur því myndast einskonar miðstöð fyr- ir frjálsíþróttamenn utan af landi sem stunda nám eða vinna á höf- uðborgarsvæðinu. Tilgangurinn með æfingunum er að mynda kjama frjálsíþróttamanna sem möguleika hafa á að samnýta að- stöðu í Reykjavík og fá gæða- þjálfun af hendi Gísla Sigurðs- sonar. Mikill áhugi hefur verið fýrir starfinu og fjöldi manns sótt æfingamar. í tilkynningu ffá frjálsíþrótta- mönnunum segir að á undan- förnum árum hafi frjálsíþrótta- menn úr Skagafirði, sem búa við mjög bágboma aðstöðu, sótt æf- ingar til Reykjavlkur. Eins og nærri má geta hefur hlotist af þessu mikill kostnaður fyrir iðk- endur og jafnframt óhagræði varðandi vinnu og nám. Vegna þessa var í haust mörkuð sú stefna meðal frjálsíþróttamanna í Skagafirði að samræma þjálfun þeirra íþróttamanna sem búa í Skagafirði annarsvegar og í Reykjavík hinsvegar. Hluti af þeirri samræmingu felst í því að nokkrir íþróttamannanna sem búa fyrir norðan koma nú til Reykjavíkur í viku hverri ásamt Gísla. Farið er hvem föstudag, Það er öflugur hópur Skagfirðinga sem æfir í Reykjavík. Þeir sem senda tölvumyndir til blaðsins eru vinsamlegast beðnir að hafa í huga að nægjanleg upplausn sé í myndinni. æft urn kvöldið og á laugardags- morgun ásamt félögum búsett- um í Reykjavík og svo farið til baka eftir æfingu á laugardags- morgni. Þeir íþróttamenn sem búsettir em sunnan heiða æfa svo aðra daga samkvæmt áætlun frá Gísla þjálfara. Innan frjálsíþrórtahreyfingar- innar er það nýlunda að lands- byggðarfélög reki hluta af starf- semi sinni í Reykjavík með svo skipulögðum hætti sem Tinda- stóll gerir nú. Að sögn Ásbjöms Karlssonar formanns frjálsí- þróttadeildar UMFT þótti nauð- synlegt að deildin kæmi betur til móts við þá íþróttamenn sem hyrfu til náms í Reykjavík og til að geta tryggt metnaðarfullt starf deildarinnar hefði verið bmgðið á þetta ráð. Stærsta verkefni frjálsíþróttamanna úr Skagafirði á næsta ári er án nokkurs efa Landsmót ungmennafélaganna, sem fram fer á Egilsstöðum dag- ana 12.-15. júlí.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.