Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 42/2000 Þrjár stofnanir á Blönduósi Fá viðurkenningar fyrir ferlimálin Þrjár stofnanir á Blönduósi fengu viðurkenningar frá Sjálfsbjörgu samtökum fatl- aðra fyrir gott aðgengi og vel- vilja til ferlimála fatlaðra. Þetta eru Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi, Grunnskólinn og í- þróttahús grunnskólans. Til stóð að veita viðurkenningarn- ar á alþjóðadegi fatlaðra 3. des- ember sl. en ekki var unnt að koma því við og verður það gert á næstunni, að sögn Sig- urðar Einarssonar fram- kvæmdastjóra Landssamtaka Sjálfsbjargar. Aðgengi á gamla Héraðs- hælinu á Blönduósi, eins og það var kallað, var bætt í tengslum við nýbyggingu stofnunarinnar. Þá var ráðist í metnaðarfullt átak varðandi ferlimál gmnnskólans, en þarer einn hreyfihamlaður nemandi við skólann sem ekur um á litl- um rafmagnsbíl og kemst hann alla sinna ferða um skólann. Þá voru ferlimálin hönnuðum og byggingaraðilum ofarlega í huga þegar íþróttahúsið var byggt í byrjun áratugarins. Sigurður Einarsson sagði að Blönduósingar legðu greinilega mikinn metnað í ferlimálin og ættu heiður skilið fyrir sinn skerf til þeirra. A höfuðborgar- svæðinu fengu fjórar stofnanir viðurkenningar fyrir aðgengis- málin og einnig fékk ráðhúsið í Þorlákshöfn slíka viðurkenn- ingu. En eins og áður segir á eftir að veita þessar viðurkenn- ingar. Það eru forystufólk Sjálfsbjargarfélagsins í A.-Hún. sem mun annast það á Blöndu- ósi. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaijörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aöalflutn ingum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Sveitarfélagið Skagafjörður Fyrstu íbúasam- tökin stofnuð í Varmahlíð Nýlega voru stofnuð íbúasamtök í Varmahlíð, fyrstu íbúasamtökin sem stofnuð eru í Skaga- firði. Markmið samtakanna er að vinna að ýms- um umbótum og framfaramálum í hverfinu í góðri samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð. A þessum fyrsta fundi samtakanna voru ým- iss mál rædd, en mesta umfjöllun fengu málefni Vatnsveitufélagsins og umferðar- og öryggismál. Gerðar voru samþykktir í þeim efnum og nýkjör- inni stjórn falið að koma þeim á framfæri við rétta aðila. Einnig kom til tals að vinna að félag- málum í þorpinu og líklegt að samtökin bjóði fram krafta sína og aðstoð við jólaball fyrir börn- in, áramótabrennu og kvöldstunda af ýmsum gerðum fyrir alla aldurshópa. Um 30 manns mættu á þennan stofnfund sem haldinn var að tilstilli þeirra Helga Gunnarsson- ar, Konráðs Gíslasonar og Péturs Víglundssonar. í stjórn voru kosnir Helgi Gunnarsson, Hafsteinn Harðarson og Karl Lúðvíksson og þau Hallgrím- ur Gunnarsson og Helga Þorsteinsdóttir til vara. Konráð og Pétur sögðust ekki gefa kost á sér í stjórn sökum aldurs og krankleika. Þar sem íbúa- samtökin eru aðeins óformleg samtök er ekki um félagsskrá eða félagsgjöld að ræða, enda eru þau aðeins fyrir þá sem vilja og áhuga hafa á málefn- um þorpsins. Leiðrétting á Ameríkubréfi I seinasta tölublaði Feykis gat að líta ágætt bréf frá Hilmari Skagfield, þar sem hann ræddi m.a. um sakamenn þá sem munu hvfla í Dysjagili. Þar segir hann m.a.: „Ég hefí oft hugsað um þennan atburð. Skrifaði ég sr. Gísla í Glaumbæ á sínum tíma um þetta mál, en ekkert hefur verið gert í því að gefa þess- um ólánssömu piltum syndaaflausn, en kannski skiptir þetta ekki svo miklu máli eft- ir um 450 ár." Vegna þessara orða vil ég að eftirfarandi komi fram: Mér hefur aldrei borist bréf frá Hilmari og við höfum aldrei rætt þetta mál. Hins vegar hringdi biskup í mig þann 16. ágúst s.l. eftir að Hilmar hafði talað við hann, og spurði biskup hvort ég gæti skoðað þetta mál. Hann gaf mér einnig upp rafþóstfang Hilmars og ég sendi samdægurs eftirfarandi bréf: „Sæll Hilmar. Biskup hringdi í mig í dag og sagði mér frá erindi þínu varðandi Dysja- gil. Ég ræddi þetta við föður minn sem kann- aði þetta fyrir löngu síðan, en þá reyndist ekki áhugi hjá þáverandi þjóðminjaverði. Eg er til- búinn að taka málið upp á ný og gaman væri að heyra frá þér nánar um þínar hugmyndir. Kveðja. Gísli Gunnarsson, Glaumbæ." Ekkert hef ég enn heyrt frá Hilmari. Greinilegt er að hér er um einhvern misskiln- ing að ræða og gott væri ef ritstjóri Feykis kæmi okkur Hilmari saman svo að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ég tel að þessa sögu eigi að varðveita og ég trúi því, að Guð dæmi menn ekki eftir því hvar þeir eru grafnir. Með bestu kveðjum. Gísli Gunnarsson. Ljóðaþýðingar frá Baldri Pálma Baldur Pálmason heitir maður sem á ættir sínar að reka bæði í Opið hús Næstkomandi laugardag, 9. desemberfrá kl. 12:00 til kl. 15:00 verður opið hús hjá Mjólkursamlaginu og gefst þá almenningi kostur á að líta inn og skoða vinnslulínur samlagsins og bragða á framleiðsluvörunum. Starfsmenn samlagsins verða á staðnum, leiðbeina gestum og kynna þeim starfsemina Allireru boðnir velkomnir. Mjólkursamlag Skagafjörð og Húnaþing. Móð- urættin er húnvetnsk og fæddist Baldur í Köldukinn á Asum. Föðurættin er aftur á móti úr Skagafirðinum, en Baldur var á sínum tíma meðal þekktustu frammámanna í skákhreyfing- unni og einnig kunnur útvarps- maður, var m.a. með bamatíma um árabil í útvarpinu. Baldur hefur talsvert rýnt í bókmenntir og fyrir um tveim- ur áratugum sendi hann frá sér tvær ljóðabækur. Einnig hefur hann stundað ljóðaþýðingar um árabil. Nýlega kom út út falleg ljóðabók frá Baldri, ljóðaþýð- ingar sem bera heitið „Á lauf- blaði einnar lilju". Bókina gef- ur Baldur út í minningu föður síns Pálma Jónassonar bónda á Álfgeirsvöllum í Skagafirði (1898-1955). Ljóðin í bókinni eru eftir heimskunna höfunda, flesta norska, s.s. Nordahl Grieg, Arnulf Överland, Tarjei Vesaas, Ivar Orgland, Hans Börli, Rolf Jacobsen, Gunvor Hafmo, Áse- Marie Nesse, William Heinesen, D.H. Lawrance, William C. Williams, Robert Louis Steven- son, Oscar Hammerstein og marga fleiri. Sjómannsblóð John Masefield Eg verð að halda til hafs á ný til að hlýða öldunnar klið, ekki hárri, villtri hafsins rödd er hægt að þybbast við. Nú bið ég um vind, að voðir skips vaði í skýjaþvargi, um að mási við kinnung máttug hrönn og máfurgargi. Ég verð að halda til hafs á ný, á ið hrjúfa ólgusvið meðal fugla og hvala í hvössum storm, sem hvín mér gagnaugun við. Ég bið þess loks að sjóarasögn sögð verði litríku orði og gefist mér síðast góður svefn, er geng ég frá borði. FIYKI Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.