Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 42/2000 „Sífellt hugfanginn af þeim stórkostlega fjölbreytileik sem náttúran býr yfir" segir hinn hálftíræði Guðmundur á Egilsá sem fagnar nú 50 ára rithöfundarafmæli „Samt yfírgaf Guðmundur aldrei dalinn sinn. Hann veit að kyrrstaða er ekki til, en lætur ekki truflast af því. Hann notar ekki veginn hinumegin í dalnum til að elta fólkið burtu", sagði Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur, sem kvaddi þetta líf nú síðsumars, í formála að endurútgáfu skáldsögu Guðmundar L. Friðfinnssonar „Hinumeg- in við heiminn", sem út kom fyrir síðustu jól. Svo sannarlega er það rétt hjá Indriða að Guðmundur á Egilsá hefur ekki notað veginn hinumegin í dalnum til að elta fólkið burtu. Hann er þar enn þótt hálftírður verði núna á laugardaginn kemur 9. desember, en um þess- ar mundir á hann einnig 50 ára rithöfundarafmæli. Það var fyrir jól- in 1950 sem útkomu hans fyrstu bækur, unglingabækurnar Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær. „Mér finnst lífið vera stórkostlegt undur og er sífellt hugfanginn af þeim stórkostlega fjölbreytileik sem náttúr- an býr yfir. Ég hef alltaf verið bjartsýnn og hef trú á því að lífið eigi ennþá eft- ir að færa mér góða hluti", segir Guð- mundur og hann er það ern ennþá að heyra og sjá, að manni finnst eiginlega fráleitt að minnast á heilsufarið eins og þó gjarnan er gert þegr svo fullorðið fólk á í hlut, en Guðmundur lofar samt hvem dag og þann sem öllu ræður í því efni. I spjalli sem blaðamaður Feykis átti við Guðmund á dögunum kom fram að starf bóndans tók æðimikinn tíma, enda bjó Guðmundur stóru búi lengst af og réðst til að mynda í skórgrækt á jörðinni, auk þess sem hann starfrækti um árabil barnaheimili ásamt konu sinni Önnu Sigurbjörgu Gunnarsdótt- ur. Guðmundur segir að það hafi verið gaman að fást við búskapinn á þeim tíma sem þarfasti þjóninn, hesturinn, mwr ^^tír^ 1 ^^ m W'í ¦m Vs^il I ~--\ NewI i HflH HHLiE£'' %. A kM 9&V HkHK. - jfl Hl H^N^ b ¦N^ ' Guðmundur L. Friðfinnsson hand- leikur stólkamba á Byggðasafninu í Glaumbæ. Myndin er úr bókinni Þjóðlíf og þjóðhættir. var notaður við jarðvinnslu, heyskap og aðdrætti ýmsa. Egilsárbóndinn tók þó vélaöldinni fegins hendi þegar hún gekk í garð, og var einn fimm bænda í Akrahreppi sem fékk dráttarvél þegar þær komu fyrst í hreppinn 1949. „Bæði var það að verkin urðu fljót- legri eftir að ég fékk dráttarvélina og svo var ég líka óskaplega feginn að geta létt okinu af blessuðum hestunum. Þetta var ansi strembið fyrir þá á stund- um, svo sem í jarðvinnslunni, en ég átti alltaf dugmikla og góða brúkunar- hesta." Feiminn að sýna öðrum En hvemig stóð á því að bóndi sem hafði yfrin næg verkefni fór að skrifa bækur? „Það var alltaf ríkt í mér að búa eitt- hvað til. Faðir minn smíðaði mikið og ég nam það talsvert af honum og fékk útrás í því. Smíðaði meðal annars hús- gögn fyrir okkur í húsið og svo réðst ég meira að segja í það að smíða spuna- vél, 15 þráða, og fékk reyndar ágætis aðstoð við þá smíði frá laghentum manni sem hér var. Á þessum tíma var heimilisiðnaðurinn ennþá í tísku og sjálfsþurftabúskapurinn, fólk reyndi að bjarga sér með flesta hluti. Konan mín átti prjónavél og kom hún oft að góð- um notum. Eg las alltaf talsvert og hafði gaman af pára ýmislegt hjá mér en var feiminn að sýna það öðrum. Það var ekki fyrr en ég var kominn á fimmtugsaldurinn sem ég ákvað að gera alvöru úr því að skrifa bók. Til að byrja með var það lesefni fyrir böm og unglinga sem var viðfangsefnið og mínar fyrstu bækur fengu strax mjög góðar viðtökur, sér- staklega Bjössi á Tréstöðum. Þetta var mér mikil hvatning og fjórum árum seinna kom svo fyrsta skáldsagan fyr- ir fullorðna, Máttur lífs og moldar. Já það var oft lítill tími til að skrifa og satt að segja reyndist hann mér drjúgur tíminn sem ég var við gegning- ar. Ég settist þá gjaman á garðabandið Guðmundur unir sér ennþá einn frammi á Egilsá, en ætlar að dvelja hjá fólki sínu syðra á 95 ára afmælinu á laugardaginn kemur. hjá kindunum og skrifaði með blí- hantsstubb það sem kom í hugann í það og það skiptið. Þetta reyndist mér hin besta skrifstofa. Konan hreinskrifaði Fyrstu árin handskrifaði ég öll mín handrit og komst upp með að skila þeim þannig til útgefandans. Ég skrif- aði ekki sérlega vel, en naut góðrar að- stoðar konu minnar sem hafði ákaflega fallega rithönd og hreinskrifaði hún mest allt eftir mig. Einu sinni henti það þó að ég var að verða uppiskroppa með pappír og hreinskrifuðum við þá bæði hjónin. Ég man að Sigurður Nordal hafði gaman af þessu þegar ég var að segja honum frá fyrstu árum mínum á rithöfundarferlinum." Listinn yfir verk Guðmundar er orð- inn nokkuð langur. Auk þess að skrifa nokkrar skáldsögur og smásögur, hef- ur hann skrifað ævisögu, ljóð og leik- rit. Nú í vetur ætlar Leikfélag Akurey- ar að seta á fjalirnar leikrit eftir Guð- mund. Hann er svolítið leyndardóms- fullur þegar talið berst að efni þess, segir þar á ferð ákaflega alvarlega hluti með gamansömu yfirbragði, er geta gerst hvar sem er, Iíklega þó fremur í þéttbýlinu en dreifbýlinu. Þá má ekki gleyma þeim skerf sem Guðmundur á í varðveislu þjóðlegs fróðleiks, en fyrir nokkrum árum komu frá honum þrjár bækur um það efni. Sú seinasta, Þjóðlíf og þjóðhættir, sem út kom 1991, mikið verk af vöxt- um sem Guðmundur lagði mikla vinnu í, var m.a. tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokki bóka um þjóðlegt efni. Þessi bók hefur notið mikilla vinsælda og er nú nánast ófáan- leg. Bara fyrirmynd að Bjössa „Ég hef alltaf haft næg áhugamál og nóg fyrir stafni. Mig hefur alltaf í raun- inni vantað tíma", segir Guðmundur þegar hann er spurður að því hvernig hálftíræður maður eyði tímanum. „Annars er ég samt að verða ansi verkalítill, fólk er það nú venjulega þegar það er komið á þennan aldur", bætir hann við og segist ekki vita hvað verði, hvort að enn sé von á bókum frá honum. „Það var bara af Bjössa á Tréstöð- um sem ég hafði beina fyrirmynd. I öðrum sögum er um óbeinar fyrir- myndir að ræða. Ég byggi mín skrif á reynslunni sem ég hef af mannlífi, staðháttum og náttúru. Þessa reynslu sem maður lærir í skóla lífsins en verð- ur þó seint fullnuminn í þeim fræðum. Mér verður stundum hugsað til þess að ef ég myndi stökkva inn í lífið eins og það er í dag, þá væri það eins og koma á aðra plánetu, ef að landið væri ekki að mestu leyti eins og það var. Miðað við það sem lífið var þegar ég kynntist því fyrst, þá er byltingin mik- il. Fólkið hefur breyst svo mikið, yfir- bragðið er alltöðmvísi, klæðaburðurinn annar og það talar líka annað mál. Eg er nú alltaf að vonast til að þetta fari að snúast við og fólkið leiti út í sveitimar aftur", sagði Guðmundur í lok þessa spjalls, en hann verður að heiman á afmælisdaginn, ætlar að dvelja hjá sínu fólki syðra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.