Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 7
42/2000 FEYKIR 7 Pétur M.Sigurðsson F. 15. júní 1907 Dáinn 14. nóv.'OO t Laugardaginn 25. nóvember sl. var Pétur M. Sigurðsson bor- inn til moldar á Selfossi. At- höfnin var látlaus og hefðbund- in, en söngur Margétar Bóas- dóttur á lagi Hartmanns við ljóðið Man ég grænar grundir, lýsti eins og fagur geisli í at- höfninni. Móðir Péturs var Margrét Pétursdóttir frá Gunnsteinsstöð- um, en hann fæddist á Siglu- firði og foreldrar hans fluttu til Blönduóss og bjuggu síðar á Fremstagili í Langadal þaðan sem Pétur átti margar ljúfar minningar. Arnesþing naut starfa hans að félagsmálum, en hann bjó 17 ár í Austurkoti í Sandvíkurhreppi eftir að hafa verið mjólkurbússtjóri við Mjólkurstöðina í Reykjavík í 18 ár. Hann var forystumaður í Húnvetningafélaginu á Suður- landi eftir að hann flutti þangað og tók á móti hópum og ein- staklingum að norðan af mikilli alúð og gestrisni ásamt konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur frá Haganesi í Fljótum. Húnvetn- ingar sem fluttu í héraðið eða á Selfoss nutu sömuleiðis mikillar ræktarsemi hans og hjartahlýju. Þau hjón eignuðust 6 börn en meðal þeirra er Sigurður Pétursson dýralæknir á Merkja- læk í Svínadal. Pétur átti mik- inn hlut í að stofna og efla söfn á Selfossi, en þangað flutti hann frá Austurkoti 1972. Fjölmörg áhugamál héldu huga hans virkum og frjóum til dauða- dags. Hann bjó í húsi sínu við Engjaveg til skamms tíma, þar sem Margrét dóttir hans hélt þar með honum heimili, en Sig- ríður kona hans lést fyrir tveim árum. Bændabýlin þekku bjóða vina til. Hátt und hlíðarbrekku hvít með stofuþil. (Stgr.Th.) Ingi Heiðmar Jónsson. Þetta var aðal „unglingaborðið" á afmælisskemmtun Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps. Frá vinstri talið: Einar Kolbeinsson Bólstaðahlíð, Ragnar Albertsson Bakkakoti, Aðalbjörg Valdimarsdóttir Bakkakoti, Sigurjón Stefánsson, Steiná III, Katrín Grímsdóttir Steiná III, Grímur Gíslason Blönduósi, Sesselía Sturludóttir Hóli, Jakop Sigurjónsson Hóli, Björg Eiðsdóttir og Sturla Birgisson Reykjavík. Kveðja til Karlakórs Bólstaðahlíðarhrepps Eftirfarndi kveðjuorð bárust aðeins of seint, en þeim var ætlað að birtast í síðasta blaðL Til hamingju með 75 ára af- mælið og vel heppnaða afmæl- ishátíð s.l. laugardagskvöld. Þú ert orðinn nokkuð aldinn, en ungur þó meðan æskumenn stunda hjá þér söng. Lengi vel dugði þér að syngja fyrir dalbú- ana heima, en nú ertu farinn að standa í árlegum langferðum. Kemur mér þá í hug hvað gam- an var að heyra í þér, kallinn, þegar þú á sjötugsafmælinu komst suður í Víðistaðakirkju og gott var að heyra dalvísurn- ar hljóma þar með Baltazar- myndimar í baksýn. Lifðu heill IHJ. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu tvö loftljós, eitt antik veggljós, inni þurrkgrind, ISDN sfmi með númerabirti og fjóra nintendo tölvuleiki. Upplýsingar ísíma 453 7325. Vantar 2 tryppi af Staðarafrétt í haust, bleikáfótt veturgamalt og rauðblesótt tveggja vetra, hryssur. Mark fjöður framan hægra og gagnfjaðrað vinstra. Þeir sem kynnu að sjá tryppin hafi samband í sírna 453 6543. Húsnæði! Til leigu smáíbúð fyrir einstakling eða nægjusamt par í Hlíðarhverfi, sérinngangur. Laus nú þegar. Upplýsingar í síma 453 5632 eða 899 5632. Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. Ibúðir til leigu, tveggja þriggja eða sex herbergja. Upplýsingar í síma 453 6665. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 7. desember nk. kl. 21. Góðir vinningar -Kaffiveitingar - fjölmennum. F.E.B.H. Epson - deildin Tindastóll - Haukar fimmtudagskvöld kl. 20 Áfram Tindastóll! Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar Athugið!! Viltu léttast hratt og örugglega en borða ennþá uppáhaldsmatinn þinn? Misstu 1 kg. á viku! Frí sýnishorn! Hringdu núna í síma 552 4513. Eða skoðaðu www.heildverslun.is Jólastemmning á Blönduósi Laugardaginn 9. og sunnu- daginn 10. desembernk. verður sannkölluð jólastemmning í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi. Leik- félag Blönduóss sýnir báða dag- anajólaleikritið „Verkstæði jóla- sveinanna" sem er fj'örug sýning fyrir börn og fullorðna. Að lok- inni leiksýningu tekur við mark- aður þar sem fjölmargir munu bjóða fram vörur sínar. Þar verð- ur húnvetnskt handverk ásamt ýmsu öðru og áreiðanlega verð- ur hægt að gera góð kaup. Kaffi- sala verður meðan markaðurinn stendur yfir. Það er Leikfélagið, Heimaiðj- an og Félagsheimilið á Blönduósi sem standa fyrir jólastemmningu, segir í tilkynningu. w Skagafjörður Hundaeigendur Sauðárkróki Hundahreinsun fer fram að Aðalgötu 21 (hjá Otta) föstudaginn 8. og 15. desember, báða dagana kl. 16,00 -18,00. Hundaeigendur eru beðnir að hafa með sér kvittun hafi þeir greitt skráningargjald íyrir ár 2000. Sveitarstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.