Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 8
6. desember 2000,42. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill L A KJÖRBÓK m Mmú L 7^ Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga 1 L A hœstuávöxtun íáratug! Bf Landsbanki ísiands flU í forystu til framtíðar MJk N, Útibúið á Sauðárkrókí - S: 453 5353 . Þeir kalla sig Fimmkallana, ungir harmonikkuleikarar frá Hofsósi sem léku á stofnfundi Stéttarfélagsins Öldunnar sl. laugardag, og hlutu mikið lof viðstaddra. Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga Opið hús í tilefni 65 ára afmælis Mjólkursamlag Skagfirðinga hefur um þessar mundir verið starfrækt í 65 ár. Af því tilefni verður nk. laugardag opið hús í samlaginu frá kl. 12 til 15, þar sem almenningi gefst kostur á að skoða vinnslulín- una og bragða á framleiðslu- vörum. Starfsmenn samlags- ins verða á staðnum og kynna gestum starfsemina, en allir eru velkomnir. Á starfstíma MKS hefur orð- ið mikil þróun í mjólkurfram- leiðslu og samhliða því að fram- leiðendum hefur fækkað á síð- ustu árum, hefur meðalbúið stækkað og framleiða þau nú að jafnaði vel yfir 100.000 lítra. Tekur samlagið nú á móti um 10 milljónum lítra af mjólk á ári. Áð sögn Snorra Evertssonar mjólkursamlagsstjóra hafa for- ráðamenn KS lagt mikla áherslu á að búnaður samlagsins sé þró- aður og endurnýjaður og sé jafn- an í takt við kröfur tímans. Nú nýverið lauk gagngerum endur- bótum á framleiðslulínum fyrir osta og var vinnsluformi sam- lagsins breytt verulega í tengsl- um við það. Miða breytingar einkum að því að tryggja sem best framleiðslugæði og hrein- læti. Aðal framleiðsluvörur sam- lagsins hafa lengst af verið fastir ostar og hafa starfsmenn MKS náð góðum árangri í gerð þeirra og hlotið fjölda verðlauna fyrir framleiðslugæði, bæði innan- lands og utan. Mest er framleitt af 17% og 26% gouda-ostum og mozzarella-osti, en að auki er talsvert af hinum þekkta mari- bou-osti, með eða án kúmens, sem og sælkeraostinum Gretti og skólaostinum Gotta. Frarn- leiðsla ferskostsins mozzarella fer stöðugt vaxandi, og helst það í hendur við auknar vinsældir ítalskra rétta, s.s. pizza og pasta- rétta. Að auki vinnur samlagið og selur á heimamarkaði allar al- gengustu ferskvörur úr mjólk, þ.e. nýmjólk, léttmjólk, súr- mjólk, undanrennu og rjóma. Þá er framleitt verulegt magn af bragðbættri súrmjólk sem seld er um land allt og nýtur mikilla vinsælda. Þá er talsvert strokkað af smöri og smjörva hjá samlag- Óskilahross eru vaxandi vandamál Nokkuð hefur verið um ó- skilahross í Húnaþingi vestra í ár, sem og áður, en fer þó vax- andi. Þetta kom fram á fundi landbúnaðamefndar fyrir stuttu. Þegar slík mál koma upp er kerf- ið mjög stirrt og þungt, og um langt ferli að ræða, þannig að hross eru lengi í vistun hjá þeim sem fangar þau, með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarfélagið og oft ama fyrir fangarann, sérstak- lega ef aðhald er ekki nægjan- lega gott. Landbúnaðamefndin hefur beint því til sveitarstjóm- ar að finna einhvem flöt á því að auðvelda vinnuferli vegna óskilahrossa, en þetta mun vera vandamál víðar en í Húnaþingi vestra. nefndar kom fram að nefndar- menn vilja sjá betri samantekt á niðurstöðum grenjavinnslunnar, þannig að glöggt verði hverju samningar við veiðimenn skila. Samningamir voru til tveggja ára og því er komið að endur- skoðun þeirra og því telja nefnd- armenn sig þurfa að hafa skýrari niðurstöður. Einnig kom fram á fundin- um að líklega yrði ekkert gert í vetur vegna fjárkláðans þar sem samstöðu vanti í A.-Hún. og Skagfirði, en hinsvegar mun vara samstaða í Húnaþingi vestra. Landbúnaðamefndin tel- ur bráðnauðsynlegt að vinna bug á þessari óvæm. Því fyrr, því betra“, segir í fundargerð Á sama fundi landbúnaðar- nefndarinnar Saurkoligerlar í neyslu- vatni Varmhlíðinga Við rannsókn á neysluvatni í vatnstanki í Varmahlíð í síðustu viku kom í ljós að talsvert magn af saurkoligerlum var í vatninu. íbúum í Varmahlíð hefur vedð bent á að sjóða neysluvatn fyrst um sinn, en ekki er vitað til þess að þessi óhreinleiki vatnsins haft valdið veikindum hjá íbúum við neyslu þess. Tekin hafa verið fleiri sýni og er vonast eftir niðurstöðum úr þeim jafnvel í dag, miðvikudag. Rannsóknin beinist einkum að öðm tveggja vatnsbólanna í Varmahlíð, en verið var að vinna við það skömmu áður en þessar- ar mengunar í vatninu varð vart. Vönast er til að Varmhlíöingar fái ómengað neysluvatn að nýju á allra næstu dögum. Þrjú ný fyrirtæki af stað á Skagaströnd Þjónustufyrirtækjum er heldur betur að tjölga á Skagaströnd þessa dagana, en í gær, þriðjudag, hófu þrjár konur sjálfstæða starfsemi í sama húsinu á staðnum. Það er í Iðavöllum sem er við hliðina á kirkjunni, gamalt hús sem konumar keyptu fyrir nokkru og hafa endurbætt myndarlega. Það em systumar Björk og Bima Sveinsdætur og mágkona þeirra Hafdís Ásgeirsdóttir sem standa saman að Iða- völlum og er hvor með sína starfsemina. Hafdís starfrækir hársnyrtistofu, Birna snyrtistofu, og báðar heita þessar stofur Vtva. Síðan er á Iðavöllum verslunin Ris- ið sem Björk Sveinsdóttir rekur, en Björk ætlar að versla með fatnað og gjafavöm. Ekki hefur verið verslað með fatnað lengi á Skagaströnd, að sögn Bjarkar, og ekki með gjafavöru síðan blóma- og gjafa- verslunin hætti starfsemi fyrir nokkm. Snyrtistofa hefur ekki áður verið starf- rækt á Skagaströnd og hársnyrtistofa hef- ur ekki verið þar lengi, en hársnyrtimeist- arar frá Kúnst á Sauðárkróki hafa verið duglegir að snyrta Skagstrendinga og ná- granna á undanfömum ámm. ...bílar, tiyggrigar, bækur, ritföng, framköllun, ra.mmaf, tímajft, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBJARS SUÐUROCmj 1 StMI 453 5950

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.