Feykir


Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 1
JO.M 13. desember 2000, 43. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Mikil vinna í landvinnslu FISK Aflabrögð að batna og mjög stór fiskur Veiðar hafa verið að glæðast að undanförnu og síðustu vik- urnar hafa togarar Fiskiðjunnar Skagfirðings aflað landvinnsl- unni mikils hráefnis, en síðustu misserin hafa að jafnaði verið unnin um 100 tonn á viku í frystihúsi FISK og starfa um 40 manns í landsvinnslunni. I vikubyrjun var landað tæp- lega 120 tonnum úr Hegranesi og um miðja síðustu viku kom Klakkur með um 100 tonn. Afl- inn er mestmegnis þorskur og var um helmingur afla Klakks stór þorskur, yfír fímm kíló, en að sögn Gísla Svan Einarssonar útgerðarstjóra FISK er langt síð- an að fengist hefur svo stór físk- ur á Vestfjarðamiðum en þar eru nú skipin að veiðum, á Látra- grunni og Djúpál. Það er einmitt vegna stærðar físksins sem fljótt gekk að vinna aflann úr Klakkn- um, en þó Hegranesið sé einnig með vænan fisk er reiknað með að það hráefni endist út vikuna, að sögn Gísla Svan. Samþykkt að hækka útsvarsprósentuna Á fundi sveitarstjórnar Skaga- fjarðar í gær var samþykkt að- útsvarsprósenta í Sveitarfé- laginu Skagafirði verði 12,70% árið 2001 með fyrir- vara um samþykkt á breyt- ingu laga um tekjustofna sveitarfélaga sem nú er fyrir Alþingi. Fulltrúar Skagafjarðalistans lögðu fram bókun og Ingibjörg Hafstað sagði í bókun sinni: „Ég undirrituð óska að það sé bókað að ég set mig ekki á móti tillögu að hækkun útsvarsprósentu í 12,70% sem er það hámark sem sveitarfélögum er heimilt að nota, en vek á því athygli að þessi hækkun er að stærstum hluta tilkomin vegna þeirra út- gjalda sem ríkisvaldið hefur velt yfir á sveitarfélögin. Sveitarfé- laginu Skagafirði er auk þess, fjárhagsstöðu sinnar vegna, nauðsyn að hafa prósentuna í hámarki. En þar sem ég geri ekki ráð fyrir að hafa mikið um það að segja hvernig þessu fé verði varið, þá sit ég hjá við af- greiðslu." Hestamenn tóku forskot á sæluna og riðu nokkra hríngi í reiðhöllinni í gær: Búi Vilhjálmsson, Bjarni Jónasson og Helgi Ingólfsson. Reiðhöllin rís Framkvæmdir ganga vel við byggingu reiðhallar á Sauðárkróki þessa dagana og reiknað er með að húsið verði tekið í notkun fyrri hlutann í febrúarmán- uði. Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í gær var samþykkt að sveitarsjóður komi myndarlega að byggingunni með hlutafjárframlagi og rekstrarfram- lagi til fjögurra ára. í haust urðu nokkrar tafir á byggingunni af ýms- um ástæðum en undanfarið hefur gengið vel. Búið er að klæða útveggjagrindina og í gær var byrjað á þak- klæðingunni. Byrjað var á þakklæðningu reiðhallar- innar í gær. Nýr prestur til Skagastrandar Magnús Magnússon. Magnús Magnússon hefur nýlega tekið við starfi sóknar- prests á Skagaströnd af séra Guðmundi Karli Brynjarssyni. Magnús er lauk námi frá guð- fræðideild Háskóla Islands vor- ið 1999 var vígður til prestþjón- ustu í Dómkirkjunni 26. nóv- ember sl. af Karli Sigurbjöms- syni biskupi og settur inn í emb- ætti af séra Guðna Þór Ólafs- syni prófasti Húnaþings við messu í Hólaneskirkju sunnu- daginn 3. desesmber. Magnús sagði í samtali við Feyki á sér lítist ákaflega vel á að þjóna Skagstrendingum og nágrönnum. Prestakallið er nokkuð víðfemt, auk Hólanes- sóknar, Hofssókn og Höskulds- staðasókn, og við breytingnar á prestaköllum í Húnaþingi, að Bólstaðahlíðarprestakall var lagt niður, koma í þjónustu Skagastrandarprests, Holtastaða- Bólstaðahlíðar- og Bergsstaða- sókn. Þessi breyting á sér form- lega stað um næstu áramót, en fram til þess tíma leysir Magn- ús af í sóknunum. Magnús Magnússon er frá Staðarbakka í Miðfirði, kona hans er Berglind Guðmunds- dóttir úr Kópavogi og eiga þau tvær dætur, fjögurra ára og fimm mánaða. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN . VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æfr bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauíárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir $$ Hjólbarðaviðgerdir Réttíngar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.