Feykir


Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 43/2000 Skagfirðingur skýr og hreinn Æviminningar Andrésar H. Valberg komnar út hjá Skjaldborgu Andrés á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar ásamt Stefáni Jónssyni listamanni og lífskunstner frá Möðrudal. Jólin í Kálfárdal Ég var það ungur á Mæli- fellsá að ekki man ég eftir jól- unum þaðan. En jólin í Kálfár- dal, eftir að ég fór að komast til nokkurs vits og þroska, eru mér minnisstæð. Svefnher- bergi og baðstofa voru þiljuð innan og gerði mamma hreint sem kallað var, þvoði loft, veggi og gólf með sápuvatni. Best man ég eftir gólfunum sem voru nudduð með tað- ösku úr hlóðunum og svo þvegin. Þegar þau þomuðu vom þau hvít að öðm leyti en kvistimir sem skám sig úr og vom hærri en gólfið í kring vegna þess að þeir voru svo harðir að askan vann ekki á þeim. Eins vom þröskuldar misgengnir vegna kvistanna. Önnur hús bæjarins vom kústuð með hrísvendi sem settur var á hrífuskaft og svo vom loftraftar sérstaklega í eldhúsinu kústaðir svo svíf- andi skúm (skordýravefir) og annað ryk féll á gólfíð. Veggir voru kústaðir og síðast voru svo moldargólfin í öllum bæn- um kústuð með hrísvendinum. Þetta tilstand er mér minn- isstætt og fí'nn fannst mér torf- bærinn vera á eftir. Síðustu árin vom timburgólfin skúmð upp úr fjömsandi frá Sauðár- króki og strákústur notaður í staðinn fyrir vöndinn. Sett vom hrein rúmföt hjá öllum og við strákar klipptir, allur hausinn eins snöggt og hægt var, leitað var óværðar sem alls staðar var í þá daga. Til þess var notaður lúsakambur úr fílabeini, þétttentur, en ekki náði hann nitinni svo þetta hélt áfram að angra bæði menn og skepnur. Ekki voru mikil brögð af því hjá okkur því leit- að var lúsa í nærfötum oft og jafnvel á hverju kvöldi. Þær vom drepnar með því að sprengja þær milli þumalfing- ursnagla eða láta þær á borð og sprengja með þumalfing- ursnögl hægri handar því þar var enginn örvhentur. Þær földu sig meðfram saumum í fötum og þaðan kemur mál- tækið að læðast eins og lús með saumi. Allir þvoðu líkama sinn all- an upp úr stómm tréþvottabala sem sápu og ögn af lýsóli eða kreólíni út í til að drepa ó- værðina, sérstaklega nitina. Ef ekki leyndist einhver til að viðhalda stofninum urðu kyn- bætur auðfengnar af öðmm bæjum. A jólunum var öllum inni- stöðuskepnum gefið með fyrri móti og gjaman var fóðrið af betri endanum. Svo var matur stór liður í jólahaldinu. Hangikjet var soðið í slátur- pottinum því það átti að endast til þrettánda dags jóla. Mamma skammtaði okkur öllum á stóra matardiska sem vom hrokaðir af ýmsu góð- gæti, sérstaklega man ég eftir laufabrauði sem öll fjölskyld- an stóð að því að gera nokkru fyrir jól, svo var hangiketið, bjúgu, væn sneið af reyktum magál, súrmatur margs konar, ásamt rauðseyddu pottbrauði og smjöri. Hákarli man ég ekki eftir, en harðfiskur ásamt tólgarmola var með. Þegar ekki tolldi meira á diskinum vom tvær laufabrauðskökur látnar ofan á. Af þessum kræsingum borðuðum við hóflega til að þær entust sem lengst en þetta var svo aukabiti til viðbótar við daglegt fæði. Minn disk geymdi ég undir rúmi mínu svo síður yrði hann fyrir hnjaski. En einn morgun er ég dró hann fram var smjörið allt orðið rósótt og djúp hola í pottbrauðið. Spurði ég mömmu hverju sætti og sagði hún mér að þetta væri eftir mús sem hefði kannske vant- að jólamat. Af þeirri ástæðu fyrirgaf ég henni þjófnaðinn og skaut oft bita undir rúmið að kvöldi sem jafnan var horf- inn að morgni. Jólagjöfum man ég ekki eftir fyrr en síðari árin, held að þær hafi engar verið nema nýir skór blásteinslitaðir með hvít- um eltiskinnsbryddingum, nýir sokkar, vettlingar, leppar og fleira svo við færum ekki í jólaköttinn sem kallað var. En síðustu árin vom svo stórar og merkilegar jólagjafir að berast, sælgæti, sérstaklega sleiki- brjóstsykur frá Sveini afa á Króknum, spil, vasahnífur og heill kertapakki sem ég átti svo til ónertan þar til mín böm þurftu á kertum að halda eða milli 20 og 30 ár. Það vom 20 í pakkanum, snúin kerti, lítil og marglit, köllað Hreinskerti því verksmiðjan Hreinn í Reykjavík framleiddi þau. Jól- in og áramótin vom fljót að líða eins og allir dagar í þá daga og hurfu að mestu í gleymskunnar skaut. Stafnsréttarferð Sumarið 1932 var ég í Vall- holti og um haustið var hús- bóndi minn beðinn um að skaffa heimrekstrarmann frá Stafnsrétt og til fleiri verka. Hafði hann samið við tvo unga menn að lofa mér að fljóta með, þar sem ég var að- eins 12 ára og hafði aldrei far- ið þessa leið. Lofuðu þeir því og skyldum við mætast við Skiphól seinnipart gangna- sunnudags. Ég var mættur á réttum tíma á gamla Toppi, sem var gráskjóttur áburðarjálkur, sá er bar mig yfir Vötnin sællar minningar. Hans eini gangur utan lestargangs var valhopp. A því var hægt að þenja hann langar leiðir. Ég fór af baki og settist á fölnandi grasið sem Toppur hafði góða lyst á. Er ég hafði beðið alllengi komu tveir dmllufullir delar á harðastökki eftir Borgareynni, tóku bakföll og hliðarslætti og böðuðu út öllum öngum. Þeir stoppuðu hjá mér og sögðust eiga að vera ferðafélagar mín- ir, skyldi ég nú sýna hvað hrossakyn Sigurðar í Vallholti gæti. Ég skreið á bak og sagði fátt. Svo var haldið upp á veg og þá leið sem þeir völdu fram með bæjum og svo til fjalla inn Mælifellsdal. Var þá farið að svífa svo á þessa menn að þeir fóm að detta af baki og ferðahraðinn minnkaði, en kvöldhúmið féll á. Ég varð að fara af baki til að hjálpa þeim á bak og þá gekk á ýmsu. Þeir ultu um þverhrygg til skiptis og stundum báðir í einu. Vestur Kiðaskarð var hald- ið að þeirra sögn, var þá hálf- myrkvað og ég orðinn þreytt- ur og vonlítill að við næðum byggðum um nóttina. Þessir ferðalangar vom Ami Jónsson frá Krithóli, bróðir Kristjáns í Hamarsgerði, og hinn var Bjöm Gíslason, Konráðsson- ar, síðar kunnur harmonikku- leikari í Skagfirði. Komið var brúnamyrkur er við komumst á brúnir Svartár- dals og sáum í órafjarðlægð niðri í dalbotni ljósglætu frá tjöldum gangnamanna, heyrð- um kindajarminn og óminn af söng og kvæðaröddum. Nú fór að halla undan fæti og nokkuð snöggt, því hlíðin var brött og engin gata sást, en Stefnt beint á réttina. Toppur fór að hnjóta og stingast, svo ég fór af baki, lengdi í taumn- um svo ég lenti ekki undir honum og við sigum niður hlíðina. Toppur frísaði og stakk við fótum og ég hrökk fram af og lenti fram af háu barði og dinglaði í taumnum í lausu lofti. Ég vó mig upp á honum og átti líklega þama klámum líf mitt að launa. Við færðum okkur til og áfram var haldið. Þegar niður í miðja hlíðina kom stakkst Toppur og valt um hrygg svo ég sá gljáfægð- ar skeifumar í bjarmanum frá tjöldunum. Eftir það fór bratt- inn að minnka en graslautir og móar tóku við. Við Toppur námum staðar og enn er mér sú stund ógleymanleg. Ég sat á þúfu í svartamyrkri á ókunn- um slóðum inn til dala, og svo mikil var kyrrðin um óttuleyt- ið að svartur ullarlagður hefði heyrst detta. Nú vom yfirgefin haust- lömb og lambsárar mæður hætt að kallast á nema ein og ein yfirgefin rödd með löngu millibili. Þau ein hljóð sem ég heyrði og heyri enn í huganum er seiðandi margraddaður kveðskapur gangnamannanna í tjöldunum, víðast hvar af hreinni snilld þess tíma. En svo komu einstaka hjáróma raddir annað slagið frá þeim sem Bakkus hafði lagt af velli. Ég hlustaði hugfanginn og horfði á ljósin, sá skugga af hausum og einn standa og slá taktinn í stóm tjaldi, en þang- að stefndum við Toppur. Ég heyrði í félögum mínum og beið þeirra, þeir vom að verða ferðafærir og virtust kunnugir þama. Þeir rötuðu á vaðið yfir Svartá og allt endaði vel. Við bundum klárana við réttina og héldum í gleðskapinn. Þegar ég fór framhjá einu tjaldinu hnaut ég um stígvél sem stóðu þar út undan. Vom þau þung fyrir svo ég hafði hönd á þeim og fann að þar lá maður. Mig langaði til að sjá hinn endann á honum og gægðist inn. Frá luktarljósinu gat ég greint að þar var Marka-Leifi í ölvímusvefni. Sá sem sló takt- inn var húsbóndi minn og varð feginn að sjá mig. Hafði talið mig villtan eða dauðan á fjöll- um uppi. Hann ýtti Marka- Leifa út undir skörina svo ég gat hreiðrað um mig með hnakktöskuna mína þar sem ég átti veislumat frá Herdísi frænku minni. Ég valt útaf sof- andi, enda úttaugaður af þreytu. Eftir nokkra klukkutíma, sem mér fannst aðeins blund- ur, var ég rifinn upp til að hjálpa við innrekstur og sund- urdrátt, því þá var að verða sauðljóst, þótt á eyra sæist ekki. En úr þeim rúnum lásu næmir fingurgómar Ijármanna og ég tók við því fé sem að mér var rétt og sagt að væri frá Vallholti. Það dró í dilk þeirra Vallhólmsbænda. Svo birti af degi. Rjóð en hitalítil haustsól- in sendi geisla sína yfir þann mislita hóp manna og fer- fætlinga sem þama var saman kominn og skipti þúsundum. Ég sá hlíðina bröttu sem við Toppur höfðum oltið niður. Nú var hún dumbrauð af sól og haustlitum gróðri. Ég gekk eftir bakka Svartár og sá þar næturverði gæta safnsins og minntist þá Gísla Olafssonar skálds sem alist hafði upp í dalnum á Eiríks- stöðum og hafði heyrt margt eftir hann. Sá hann í huganum á mínum aldri sitja kaldan og svangan næturlangt yfir safn- inu, og er sólin sendi geisla sína yfir hvítéljaða jörðina, þá hafði Gísli, sá landsfrægi snill- ingur, ort þessu vísu: Foldar vanga fé ég séð. Frost þar ganga að verki. Blöðin hanga héluð með haustsins fangamerki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.