Feykir


Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 8
Sterkur auglýsingamiðill 13. desember 2000,43. tölublað, 20. árgangur. ■^ðodur at KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki, íslands I forystu til framtíðar Utibúið á Sauðárkrókl - S: 453 5353 . Aðventuhátíðir í Húnaþingi Fjölmenn aðventuguðsþjón- usta var haldin í Blönduóskirkju sl. sunnudagskvöld 10. desem- ber og í Undirfellskirkju í Vatns- dai sunnudagskvöldið 3. desem- ber, sameiginlega fyrir Undir- fells- og Þingeyrarsóknir. Séra Sveinbjörn R. Einarsson á Blönduósi þjónar þessum sókn- um og sameinaðir kórar þessara sókna önnuðust tónflutning á- samt bamakórum og hljóðfæra- leikurum úrTónlistarskóla Aust- ur - Húnvatnssýslu. Ræðumaður á Blönduósi var Svanborg Þór- dís Frostadóttir útibússtjóri Bún- aðarbankans á Blönduósi en á Undirfelli Erlendur G. Eysteins- son formaður héraðsnefndar sýslunnar. Fast að 30 manns eru í þess- um kórum og eru stjómendur þeirra Sólveig Einarsdóttir á Mosfelli og Sigrún Grímsdóttir í Saurbæ. Fullkomin samvinna var hjá þeim söngstjómnum um þjálfun aðventusöngsins, en vegna mikilla anna Sólveigar við próflestur kom það í hlut Sigrúnar að stjóma þessi tvö að- ventukvöld. Fjöldamargt fólk í A.-Hún. leggur mikið að mörkum við að halda uppi sönglífi í héraðinu, en mannfæð kallar á að safna þarf liði af stærra svæði til þess úr verði frambærilegur kórsöngur, en allir vegir í héraðinu hafa ver- ið greiðfærir í vetur. Næstkomandi sunnudags- kvöld 17. desember verður að- ventuguðsþjónusta fyrir Auðu- kúlu- og Svínavatnsssóknir í Auðkúlukirkju, en séra Svein- bjöm tekur þar við þjónustu eftir áramótin, er nýskipan þar um tek- ur gildi en hann starfa þar nú sem settur síðari hluta þessa árs. gg. Kodak Pictures Skagabændur margverðlaunaðir Œ) TOYOTA - tákn um gæöi <g) TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYKJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 463 6950 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Sveitarfélagið Skagafíörður Tendruð ljós á Kongsbergstrénu Þessa dagana er verið að kveikja á jólatrjám í öllum þétt- býliskjömum, við skóla og víð- ar. Sl. laugardag vom ljós tendmð á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki sem eins og mörg undanfarin ár er gjöf frá vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar Kongsbergi í Noregi. Logn og bíðskaparveður var meðan at- höfnin fór fram, fjölmenni og fólk í hátíðarskapi, en venjuleg- ast hefur blásið nokkuð þegar kveikt hefur verið á trénu og fólk gjaman kuldabólgið við þá at- höfn, en svo var aldeilis ekki að þessu sinni. Athöfnin var venjubundin, söngur og tónlist við upphaf og síðan tók til máls fulltrúi sveit- arfélagsins, að þessu sinni Her- dís Sæmundardóttir formaður byggðaráðs. Um leið og hún færði norsku vinum okkar þakklæti fyrir það vinarbragð að senda tréð lét Herdís í ljós óskir til Skagfírðinga um gleðilega aðventu og jóiahátíð. Herdís sagði að á þessum tíma leitaði hugurinn líka gjaman til þeirra sem minna mætti sín og fólks sem að einhverjum ástæðum ætti erfiðara með að taka þátt í jólagleðinni. Að venju hafði unga fólkið búið sig undir komu jólasvein- anna og þegar eitthvað stóð á komu sveinanna hraðaði vösk sveit sér á móti þeim upp á Nafabrúnina, bjóst við að þeir kæmu þá leiðina, en líklega er það snjóleysið í byggð sem ger- ir það að verkum að þeir virtust koma fjöruleiðina að þessu sinni. Það var Stúfur sem hafði orð fyrir þeim félögum eins og reyndar á síðasta ári. Hann kvartaði raunar yfir því að búið væri að leggja veg upp í byggð- ir jólasveinanna í Tindastóli. Það væri þeim til talsverðrar ó- þurftar. Svo virtist sem veðurlag hafi versnað þar efra við það, vegurinn væri líklega ástæðan fyrir því að vonda veðrið hefði frétt að þessu svæði, áður en hann kom hefði þama verið himnesk blíða upp á hvem dag. Síðan bættist líka á þessi óþæg- indi stöðugt ónæði að fólki sem þama væri að þvælast. „Við vomm nú bara þama jólasvein- amir og nokkur tröll frá Fagra- nesi áður, en nú er þama stöðugt rennerí af fólki”, sagði Stúfuren hann var núna eins og í íyrra með framsamið efni, semur gjaman lagstúfa á leiðinni til byggða. an þá takst svo vel að ástæða væri til að halda þessu áfram og var nánast húsfyllir. Eins og í fyrra var nokkmm aðilum veittar við- urkenningar á samkomunni. Egill Bjamason ráðunautur og framkvæmdastjóri BSS til margra ára fékk viðurkenningu félagsins fyrir mikið starf í þágu Skagfirskra bænda á undanföm- um áratugum. Sömuleiðis fékk Alda Vilhjálmsdóttir eiginkona Egils viðurkenningu íyrirhennar mikla þátt í starfi Egils. Bjartsýn- isverðlaun félagsins fékk Mereta Kristiansen Rabölle húsfreyja á Hrauni á Skaga. Mereta er frá Fjóni í Danmörku en fluttist á Skagann fyrir tíu ámm. Hún hef- ur verið óhrædd að brydda uppá ýmsum nýjungum síðan hún sett- ist að hér á landi. Þrautseyjuverðlaun fengu hjónin Sigurlaug Ólafsdóttir og Jón Benediktsson á Kleif á Skaga. Þau hófu búskap á Kleif fyrir 24 ámm. Þá hafði jörðin ver- ið í eyði í 14 ár og var í niður- nýðslu. Þau hafa með þrauseyju og eljusemi komið þar upp stór- um bamahópi jafnframt því að bæta húsakost og rækta jörð og bústofn. Samkoman stóð um þrjár klukkustundir. Meðan á borð- haldi stóð voru flutt skemmtiat- riði en á eftir sat fólk og rabbaði saman. Þama var samankomið fóik víðsvegar úr héraðinu. Verðlaunahafar, allir með sterk tengsl á Skagann. Skagfirskir sauðfjárbændur komu saman í Hótel Varmahlíð fyrir skömmu til mannfagnaðar sem þeir hafa kosið að kalla upp- skeruhátíð. Byrjað var á þessu í fyrra að tilstuðlan stjómar félags Sauðfjárbænda og þótti samkom-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.