Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 44/2Q0Q — .1 — • i ‘i - ^ _■: m. w " H - t „ Félagar í Flugbjörgíhiarsveitinni í Varmahlíð við nýja bflinn seib er (jflugt og glæsilegt björgunartæki. Auglýsing um starfsleyfistillögur fyrir Loðskinn Sauðárkróki ehf. Sauðárkrókur í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, liggja frammi til kynningar starfsleyfistillögur fyrir Loðskinn Sauðárkrókur ehf., Borgarmýri 5, 550 Sauðárkrókur, á afgreiðslutíma á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Faxatorgi 1, Sauðárkróki, til kynningar frá 22. desember 2000 til 23. febrúar 2001. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins í síðasta lagi 23. febrúar 2001. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurnar hafa eítirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengtmar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins, http://www.hollver.is/mengun/mengun.html Hollustuvemd ríkisins, Mengunarvamir, Armúla 1 a, Reykjavík. Auglýsing um starfsleyfistillögur fyrir Sjávarleður ehf. Sauðárkróki í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengtmarvamir, Uggja frammi til kynningar starfslefyistillögur fyrir Sjávarleður ehf., Borgarmýri 5, 550 Sauðárkrókur, á afgreiðslutíma á skrifstofú Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Faxatorgi 1, Sauðárkróki, til kynningar frá 22. desember 2000 til 23. febrúar 2001. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins í síðasta lagi 23. febrúar 2001. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguniar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Einnig er hægt að nálgast tillögumar á heimasíðu HollusUivemdar ríkisins, http://www.hollver.is/mengi.m/mengi.m.html Hollustuvemd ríkisins, Mengunarvamir, Armúla 1 a, Reykjavík. Flugbjörgiinarsveitin fær mun öfhigri bíl Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hefur fengið nýjan og öflugan bfl, Ford Econoline V-8, 230 hestaafla tæki, og hefur ekk- ert verið til sparað í því að breyta jeppanum þannig að allur nýjasti og öflugsti búaðurinn er í bfln- um. Að auki var lögð áhersla á fólksflutningaþáttinn, en bfllinn tekur 11 manns í sæti auk bfl- stjóra. Flugbjörgunarsveitin var með opið hús í bækistöðvum sínum í Varmahlíð sl. sunnudag og þar var bfllinn sýndur ásamt því að starfsemi sveitarinnar var kynnt. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar formanns sveitarinnar var gestagangur þónokkur þrátt fyrir jólaannir fólks. Guðmundur segir að það sé mjög nauðsynlegt fyrir Flug- björgunarsveitina eins og aðrar björgunarsveitir að endurnýja búnað. Tíu ára gamall bíll sveit- arinnar var seldur upp í kaupin á þeim nýja, sem kostaði til sveit- arinnar rúmar fimm milljónir króna, en niðurfellingar fást að gjöldum. Landsbjörg veitti styrk til kaupanna, en það sem uppá- vantar sjá 47 félagar sveitarinn- ar um að fjármagna með ýmsum fjáröflunum. „Við verðum að fylgja eftir og vera ekki með lakari búnað en fólk sem er að ferðast uppi á fjöllum. Reynslan hefur sýnt það síðustu árin að við emm stöðugt að fást við erfiðari verkefni. Við höfum lent í mjög erfiðum leit- um á síðustu misseram. Fólk er orðið á svo vel búnum bflum og það kemst langt inn á hálendið. Ef eitthvað bregður út af þá er yfirleitt eitthvað stórkostlegt að, bilanir og mikil ófærð og oft langt í staðinn þar sem aðstoða þarf, þannig að ef við ætlum að standa í þessu verðum við að vera á vel búnum bflum”, segir Guðmundur Guðmundsson. Magnússon hjá Farhúsum og Þórður Eyjólfsson Búhöldur við fyrsta húsið sem rís af eldri borgara húsunum. Fyrsta húsið í Forsæti Búhöldar, byggingarfélag sem stofnað var til að byggja í- búðir fyrir eldri borgara á Sauð- árkróki, fékk afhent fyrsta húsið, nú fyrir helgina og væntanlega verður flutt í það fyrir jólin. Von er á öðra húsi milli jóla og nýárs og síðan munu bætast við hús fram á vorið. Húsin rísa við götuna Forsæti sem er í landi hinnar fomu Sauð- ár ofan Sjúkrahússins. Fyrstu tvö húsin era rúmgóð einstak- lingsparhús, en í mars koma síð- an fyrstu fjölskylduparhúsin með bílskúr sem rísa við götuna og önnur tvö bætast svo við í maímánuði. Húsin era keypt frá fyrirtæk- inu Farhús í Búðardal og flutt í tveim pörtum á byggingarstað og felld þar saman. Iðnaðarmenn á Sauðárkróki vinna að lokafrá- gangi húss og lagna og uppsetn- ingu innréttinga. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar stjómarformanns Búhölda er fólk sem hefur skoð- að húsið mjög ánægt með það í alla staði, rúmgóð íbúð og vel frágengin. Þórður sagði að þeir Búhöldsmenn væru mjög þakk- látir fyrir samvinnu sem þeir hefðu átt við ýmsa aðila að koma þessum byggingum af stað og nú væri mikilvægum og langþráðum áfanga náð. Sérstak- lega vildu þeir koma miklu og góðu þakklæti til Ama Gunnars- sonar varaþingmanns fyrir ómet- anlega aðstoð vegna lánamál- anna og fyrirgreiðslu ýmsrar. „An hans aðstoðar væri þetta ekki komið það sem það er í dag”, segir Þórður. Óháð fréttablað á Norðurk mdi restra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, Ágústsson og Stefán Árnason. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Ritstjóri: ÞórhallurÁsmundsson. Fréttaritarar: Sesselja umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.