Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 5
44/2000 FEYKIR 5 „Alltaf ljósrautt yfir Borðeyri“ Baldur Daníelsson á Blönduósi rifjar upp jólaminningar Baldur Daníelsson og kona hans Ragnheiður Árnadóttir taka á móti júgóslavnska flóttafólkinu sem kom til Blönduóss, en þau voru meðal stuðningsf'jölskyldna. , Jólastemmning, ekki síður á aðventunni, er hluti af mínu rómantíska æði, eins og Þór- bergur hefði kannski sagt”, segir Baldur Damelsson úti- bússtjóri Islandsbanka á Blönduósi. Baldur segir að í minningunni standi það mjög ofarlega þegar hann átti heima frá 6-9 ára aldri á Borðeyri við HrútaQörð, og einnig þegar fjölskyldan bjó í tvö ár á Súðavík, árin tvö áður en snjóflóðið féll, en Ragnheið- ur Ámadóttir kona Baldurs er frá Súðavik Baldur varð góðfúslega við beðni Feykis um að taka saman nokkra punkta tengda jólunum. „Hjá mér er alltaf ljósrautt yfir minningunni frá Borðeyri, enda segi ég að það sé alltaf sól og blíða í Hnítafirðinum, þræti fyrir allt annað. Reyndar var oft dimmt á Borðeyri yfir vetrar- tímann þegar ég átti heima þar. Þá var ekki búið að leggja raf- magn niður á eyrina og mig minnir að við höflim fengið ljós frá diselmótor í kaupfélaginu. Klukkan hálf tólf á kvöldin blikkuðu ljósin þrisvar áður en rafmagnið fór”, segir Baldur þegar hann minnist Borðeyrar- áranna. „Ymsir siðir festast í sessi. Sérstaklega hin seinni ár. Þegar við fluttum á Blönduós 1985 hafði hvorugt okkar hjónanna smakkað laufabrauð. Mér fannst það eins og ég gæti í- myndað mér að steiktur bylgju- pappi bragðaðist. Nú í dag steikjum við okkar laufabrauð eftir uppskrift frá vinkonu okk- ar hér í bæ, henni Immu Karls. Og enn hef ég ekki smakkað laufabrauð sem „toppar” það eins og sagt er. Þrátt fyrir að skata á Þorláks- messu væri ávallt á heimili for- eldra minna, þá var það ekki fyrr enn á Þorláksmessu 1993 að ég lét þennan þjóðarrétt inn fyrir mínar varir, á heimili tengdamóður minnar í Súðavík. Síðan er það árviss viðburður að við komum saman nokkrir Súð- víkingar hér í sýslunni og fjöl- skyldur þeirra og eigum saman glaðlega stund yfir vestfirskri sötu. Forréttindi að alast upp í kjarnafjölskyldu Ég er svo lánsamur að eiga stóran systkina hóp, sjö systkini sem öll eru yngri en ég og eru þrettán ár á milli mín og þess yngsta. Þannig að það var oft líf og fjör á heimili foreldra minna í Kópavoginum á uppvaxtarár- um okkar. Oft var ansi erfitt að finna sér griðastað ef að maður vildi fá að vera friði, en alltaf átti ég j)ó víst næði inni hjá móðurömmu minni, en hún bjó alla tíð á heimili foreldra minna eftir að þau hófu búskap. Og þegar ég lít til baka þá finnst mér að það hafi verið forréttindi að alast upp í daglegri návist ömmu. Mér eru nokkuð minnistæð jólin þegar að ég var sextán ára. Að venju var fullt af fólki á Þor- láksmessu í skötu hjá pabba og mömmu. Þó að við værum ell- efu í heimili, þá munaði ekkert um nokkrir bættust við og alltaf mættu föðurafi og amma mín og oft ættingjar úr Reykhóla- sveitinni eða Geiradalnum. Þessa Þorláksmessu voru gest- imir að mig minnir fleiri en oft áður, auk þess sem að systkini mín voru með líflegra móti. Að auki sveif svo yfir þessi við- bjóðslegi skötufnykur, sem að smaug um allt húsið inn í hvem krók og kima. Úti var leiðinda veður, ekki hundi út sigandi eins og sagt er. Kirfilega varðveitt í minningunni Að koma inn til ömmu var eins og koma inn í annan heim. Hávaðinn í húsinu varð eitthvað svo íjarlægur og tifið í prjónun- um hennar hljómuðu sem ljúf músík og skötupestin varð að skötulykt inni hjá henni. Loks- ins friður og áður en ég vissi af sat ég á gólfinu fyrir framan rúmið hennar með hespu á höndunnum, sem hún vatt upp í hnikil á meðan við ræddum um lífið og tilvemna og hvers ég ætti eiginlega að gjalda að eiga svona mörg systkini og þau öll yngri en ég. Ég dvaldi inni hjá ömmu drjúglanga stund og allt í einu komu jólin. Jólin heima komu alltaf að mér fannst á Þor- lák og alltaf á sama tíma, þegar mamma fór að sjóða hangikjöt- ið og pestin af skötunni hörfaði undan ilminum af hangikjötinu. Þegar að ég kom fram hafði hangikjötsilmurinn meira að segja slegið á hávaðann það mikið að viðkvæmri unglings- sál var ekki lengur nein hætta búin. Þetta aðfangadagskvöld borðuðu afi og amma og föður- systir mín og föðurbróðir líka með okkur þannig að við vomm fimmtán sem settumst að borð- um í eldhúsinu um kvöldið. Mamma og amma röðuðu matnum á borðið og mér fannst það taka óratíma, þó kom að lokum að þetta virtist allt vera orðið eins og það átti að vera. Mamma stóð við borðendann og leit yfir eins og hún vildi vera viss um að allt væri á sínum stað og þá gerðist það sem ég man ekki eftir að hafi oft kom- ið fyrir í mínum uppvexti, að það varð steinhljóð í eldhúsinu. Allir sátu hljóðir og biðu, biðu eftir því að mamma segði gjör- ið þið svo vel. Og þar sem að ég sat og beið eins og allir hinir varð mér litið yfir hópinn, allir voru í sínu fínasta pússi og allt í einu helltist yfir mig jjessi til- finnig, sem ég hef ekki losnað við síðan, hvað ég væri nú heppinn að eiga öll þessi systk- ini já að eiga yfirleitt svona stóra fjölskyldu, þetta væru í raun for- réttindi. Þetta andartak hefur sennilega ekki varað nema í nokkrar sekúndur, en það er hins vegar kirfilega varðveitt í minningunni. Taka frá tíma fyrir sína Og ennþá óskar maður sér af og til suður í Kópavog í stóran systkinahóp, sérstaklega í kring- um jólin. Og þó að foreldrar mínir búi nú tvö í tveggjaher- bergja íbúð þá voru mætt rúm- lega tuttugu manns þar á Þor- láksmessu í fyrra til þess að borða skötu. Á sama hátt verð- ur mér hugsað vestur í Súðavík á jóladag, en þá veit ég að á heimili afa og ömmu konu minnar eru samankomin öll þeirra böm og barnaböm sem tök hafa á. Það er ekki hvað síst um hátíðimar sem fólk á að taka frá tíma fyrir sig og sína, hægja aðeins á og missa af öllum þess- um viðburðum út um allan bæ og hlúa þess í stað að samband- inu við þá sem standa því næst.” Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Þökkum frábœrar viðtökir á tónleikum kórsins á árinu sem er að líða. Við minnum áþrettándafagnað kórsins sem haldinn verður íMiðgarði, /augardaginn 6. janúrkl. 21.00 Fjölbreytt skemmtileg dagskrá. Rœðumaður kvöldsins: Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Nánar auglýst síðar. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi að lokinni skemmtun. Heimisfélagar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.