Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 9

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 9
44/20000 FEYKIR 9 „Hægt að gefa mikið iyrir þau forréttindi að geta andað að sér kyrrðinni hér úti á hól“ Jón Eiríksson bóndi og listamaður á Búrfelli hefur reynslu af jólum bæði á Kúbu og í Borginni helgu „Þetta er sá árstími sem maður fer gjarnan út í heim- spekilegar vangaveltur um líf- ið og tilveruna og veltir fyrir sér dulspumum um hvað sé á bak við allt þetta basl í lífinu. Niðurstaðan er yfirleitt á þá lund hvað við höfum það gott héma á Islandi. Það er svo gott þegar maður hefur einhverjar viðmiðanir og ég held að sé hægt að gefa mikið fyrir þau forréttindi að geta farið hér út á hól og andað að sér kyrrð- inni”, segir Jón Eiríksson bóndi og listamaður á Búrfelli í Húnaþingi vestra. Jón og hans fólk býr yfir þeirri reynslu að þekkja ekki ein- ungis sveita- og kaupstaðajól- in hér á landi heldur hefur hann verið staddur á jólum bæði í borginni helgu og á Kúbu, þar sem reyndar var ansi lítið jólalegt á þeim tíma, en Kúbverjar em þekktir fyrir það að vera ekki nákvæmir hvað jólin varðar. „Það er orðið ansi mikið áreiti í kringum jólahátíðina, en það er auðveldara til sveita að komast hjá því eins og kostur er. Héma í þessu sam- félagi held ég að fólk reyni að njóta kyrrðarinnar á þessum tíma og sé ekki að ráðast í stærri hluti en það ræður við. Það er fjölskylduhátíðin sem fólk setur efst á blað og reynir að njóta hennar með bömum sínum og maður reynir gjam- an að finna bamið í sjálfum sér þegar hátíðin nálgast’’. - En hvemig hagar kúa- bóndinn sínum störfum yflr hátíðamar? „Þau em nú venjubundin. Það em þessi gmnnstörf, gegningar og mjaltir og annað sem verður að gera, en allt umfram það er reynt að kom- ast hjá”. - Það þýðir náttúrlega ekki annað en gefa kúnum gott fóður svo þær mjólki, en er þeim umbunað eitthvað í gjöf ájólunum? „Nei líklega má nú segja að það séu alltaf jóhn hjá þeim og ekki er það svo að kýmar fái eitthvað betra fóður á jól- unum en aðra daga”. - En þú hefur samanburð- inn við jólin hér og í útlönd- um? „Já mér fínnst það mjög mikils virði að hafa kynnst Fjölskyldan á Búfelli á Forgusoninum: Sigurbjörg Geirsdóttir húsfreyja, tíkin Jökla, elsta barnið Perla Ósk undir stýri, Jón bóndi, Bylgja og Guðbergur. Sigurbjörg í strákofa í Bedúvínaþorpinu Dahab á gaml- árskvöld 1980. því. Það var mjög sérstakt að halda jólin á Kúbu á sínum tíma, en maður varð ansi lítið var við jólin, ekkert stress í gangi. Við sátum bara róleg undir pálmatrjánum og hlust- uðum á suðið í skordýmnum. Það var hinvegar algjör andstaða að vera á jólum í borginni helgu, Jerúsalem. Þar var mikið tilstand vegna hátíð- arinnar og mikið stress og læti. Þama sá maður vel hvað trúarbrögðin geta leitt fólk út á rangar brautir. Það var gjör- samlega ómögulegt að slaka á í þessum skarkala og mjög stuðandi að vera með byssu- styngi hermannanna nánast við síðuna, enda var ég þeirri stundu fegnastur þegar við komumst út úr borginni. Og það var eitthvað annað að dvelja í litlu Bedúvínaþorpi þama skemmt fyrir austan, á Sinaiskaganum við Rauðahaf- ið, viku seinna þar sem við fögnuðum nýju ári. Það var mjög sérstætt í rólegheitum í strákofa á ströndinni. Engir flugeldar sem lýstu upp loftið, bara sjálflýsandi fískar í fjör- unni. Já ég held að fólk mætti gjaman slaka svolítið á í kröf- unum og hugsa til þess hvað við höfum það gott héma á ís- landi. Bara það að vera laus við stríðsástand og þá þvingun og frelsistakmörkun sem því fylgir, er svo mikils virði”, segir Jón Eiríksson á Búrfelli. Jón á floti í saltþrungnum sjónum undir strönd Dauðahafs á jóladag 1980. Kosið um samein- ingu 7. apríl í vor Á fundi sveitarstjórna Blönduósbæjar og Engi- hlíðarhrepps í síðustu viku var samþykkt að almenn kosning um sameiningu þessara sveitarfélaga skuli fara fram þann 7. aprfl 2001. Til grundvallar samþykkt þessari liggja töllögur og skýrsla samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna. Samstarfsnefndinni hefur ver- ið falið að kynna tillögumar fyrir íbúum sveitarfélaganna tveggja og mun sú kynning fara fram snemma á næsta ári. Verði sameiningin samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu þann 7. aprfl nk. er miðað við að hún taki gildi við sveitar- stjómarkosningar vorið 2002. Þann l.desember 1999 vom íbúar Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps alls 997.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.