Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 14

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 44//2000 Lög unga mannsins Rifjuð upp á sólarlitlum dögum fyrir vini og kunningja „Ýmsar minningar frá bemsku og unglingsárum vakna í huga mér þegar ég heyri tiltekna músík. Þær hugsjónir eru öðrum skýrari þótt þær byggist á heym! Elvis á sérstakan sess, en hann kemur ekki við sögu hér, heldur aðrir snillingar. Um leið og Jakob Hafstein upphefur Söng villiandarinnar er ég óðara horfínn heim í stofu á Skag- firðingabraut 15 á Sauðárkróki, lítill snáði á laugardegi að liðnu hádegi, saltfiskbein og roð á diskbörmum á borðinu, grjónagrautur með súru slátri á tönnum, vatn rennandi í vask. Og smám saman blandast margvísleg lykt af hreinsiefnum þessu andrúmsloíti í órofa takti við Óskalög sjúklinga......“ Þannig kemst Sölvi Sveinsson m.a. að orði í inngangi í einu smákveri sínu, sem hann sendir gjaman til vina og kunningja fyrir jól, og menn hér áKrók kalla „jólakortin frá Sölva.“ Gamli Króksarinn brást vel við þegar ritstjóri Feykis fór fram á það við hann að fá að glugga í þessi kver og birta eitthvað úr þeim. Allvænn búnki barst nokkmm dögum síðar og þessi hér varð fyrir valinu, en hér á eftir birtast brot úr „Lög unga mannsins“, með þeim undirtitli er í fyrirsögn greinir. Tikk-takk, tikk-takk, og alltaf var hún amma mín svo ósköp væn; Alfreð Clausen er samgróinn laugardögum æskunnar eins og þvotturinn sem blaktir letilega á snúrunni hjá Dóru Valda rakara. Tommi í Syðribúðinni röltir upp tröppumar í Reykholti með sínu lagi, buxumar signar niður á miðj- ar mjaðmir að vanda. Bjössi Narfa er úti í garði á axlaböndunum með þum- alfingur undir buxnastreng og skallinn hvítur, en þó ekki eins hvítur og fjöllin fyrir handan; veturinn boðar komu sína. Bína Valla rennir heim að húsi á rauða hjólinu. Tindastóll tígurlegur á sínum stað, snjór í giljum, og lífið í föstum skorðum innan sjónbaugs úr eldhúsglugganum heima; héðan sést ekki inn í stofu hjá Bjössa Narfa þar sem Basil fursti bíður mín í traustu skinnbandi, fimm hefti bundin saman í hverja bók, röðin jafnbreið í hillu og Is- lendingasögumar í útgáfu Guðna Jóns- sonar. þór Stefánsson tónskáld kenndi okkur söng í bamaskólanum og tón- fræði þegar við stálpuðumst. Hvern mánudagsmorgun í barnaskóla sung- um við á ganginum til að fagna nýrri viku hvemig sem veiddist og viðraði; Eyþór lék undir á píanóið. Svo gekk hver bekkur til sinnar stofu í hæfilegri andakt. Sjóndepra háði þessum virðu- lega manni sem jafnan var með hvítt hálstau, og stundum finnst mér sem kröftum hans hefði verið betur varið til tónsmíða en kenna óstýrilátum ung- mennum söng; Lindin er ákaflega fal- legt lag og mér verður ætíð hugsað til gamla mannsins þegar ég heyri það sungið. Hann fæddist á fýrsta ári aldar- innar og lést nú fyrir skömmu; hyggju- vitið óbilað með öllu fram í andlátið. Eg söng í bamakirkjukómum hans Eyþórs að minnsta kosti tvo ef ekki þrjá vetur unz rödd mín guggnaði á unglingsárum og festist á einhverju bili, svo að nú kemst ég hvorki niður í fjöm né upp á Nafir, svo ég taki nú mið að heiman til að lýsa því hvað ég er mikill skussi að syngja, þótt ég leyni því laglega í fjölmenni. En kórinn er vissulega kraftmikill í minningunni, og við sungum mikið, enda vom bama- messur flesta sunnudaga á vetmm. Við sungum skímarsálma þegar svo bar við, en mest þó á jólum, Heims um ból, í Betlehem var bam oss fætt, öll erind- in, annars man ég ógreinilega eftir öðr- um sálmum, nema náttúrlega Afram Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn emm við. Mér þótti þetta gott lag, eins og þá var sagt, ekki sálmur, þetta var eina lagið sem við sungum í kirkjunni, og ég held að allur kórinn hafi sungið af krafti - og margir komist býsna hátt upp. Sigurlaugu ömmu þótti illskárra að horfa á myndir af Bítlunum en Roll- ing Stones þegar ég var að dásama snilld manna í útlöndum í samanburði við hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, Rómó og Geira og Flamingó svo ég nefni nú einungis staðbundna snillinga og em enn að, Haukur hjá guði, en hin- ir heima á Krók. „Það er óskaplegt að sjá þessa ungu menn”, sagði amma þegar ég sýndi henni myndir af Mick Jagger og félög- um. Sérstaklega þótti henni Charlie Watts ólánlegur á litmynd í Bravo, enda er hann einatt til augnanna, held ég, eins og Bjartur í Sumarhúsum þeg- ar hann horfir á kúna. Eg var alltaf Bítlamegin í samanburðarfræðunum, og víst var notalegt að sitja á síðkvöldi og hlusta á John Lennon & félaga og má einu gilda hvað lag er undir nálinni: Unglingur í svörtum jakka, lakkrísbindið vandlega hnýtt, nælonskyrtan jafnköld og hún er hvít og svört gleraugun fela óöryggið sem sést best á því að ég er með hendur í vösum. öll eldri lög piltanna flytja mig á töfra- teppi norður yfir heiðar og beint í norð- austurherbergið heima á Skagfírðinga- braut 15 þar sem rauða Radionett-út- varpið stendur á gólfínu við hliðina á rúminu mínu stillt á Radio Luxemburg eða Caroline og það er kalt og stjömu- bjart úti og þessir seiðandi tónar em ómótstæðilegir þangað til svefninn lok- ar augunum og ég vakna við rjúkandi kakóilminn úr eldhúsinu. Amma kom- in á stjá og búin að slökkva á útvarpinu mínu og taka til skólafötin. Morgunn undir mjúkum höndum frá 19. öld sem slökktu á Radio Luxemburg til þess að taka veðrið og búa drenginn í skóla til hádegis með kakó og kleinum við eld- húsbekkinn. Svo kom Yesterday, en þá var ég ekki heima, heldur í grænhvítum vega- vinnuskúr í Álftafirði eystra, unglingur í brúargerð hjá Sigurði á Sólbakka. Það var komið fram í september, kvöldið stjömubjart. Og kalt. Ég stend úti á nærbuxunum að pissa fyrir nóttina, hráslagi undir iljum, grænkan að dofna á grasinu; köngulær leita inn í hlýjuna, fuglar hættir að syngja á morgnana. Dauf þularrödd innan við þilið frá Lux- emburgarstöðinni samlagast kyrrðinni. Svarta kletta ber við dimmbláan himin, í fjarska geltir hundur á bæ; logn. Allt í einu berast nýstárlegir hljómar út út- varpinu og blandast bunuhljóðinu: Paul McCartney að syngja Yesterday - og iljamar að lokum ískyggilega kald- ar, því að unglingnum dvelst með ólík- indum úti undir þessum fallega haust- himni. Svo stekk ég inn, skríð undir sængina með döggvotar kjúkur og nýt leifanna af laginu um leið og tæmar öðlast lit og líf undir dúninum. Æ síð- an finn ég yl streyma um fætur mér þegar ég heyri Yesterday. Og einhvem tíma á þessum ámm söng Mick Jagger You better move on sem vekur ljúfsárar minningar. í einu vettvangi er ég horfinn heim í bama- skólann okkar á Króknum, svo sem steinsnar að heiman frá mér, og Gagn- fræðaskóli Sauðárkróks á neðri hæð- inni. Það er laugardagskvöld, ball í innstu stofunni á neðri ganginum og einhver órói í loftinu og áleitnar kennd- ir innan rifja og undir þind, svo að ung- ir, laglausir menn vita ekki í hvem fót- inn þeir eiga að stíga þótt þeir hafi ver- ið í danskennslu. Bítlamir og Rolling Stones, Searchers og Kinks, Hermann Hermíti og ýmsir fleiri eiga athyglina óskipta, en við lærðum djæf og tjatjatja, enskan vals og samba, minnir mig, uppburðarlitlir drengir með brillj- antíngreitt hár og ullarsokka á fótum. Rigmor Hansen á bleikum kjól blés í flautu þegar við áttum að bjóða upp og lopafóðraðir fætur spóluðu á lökkuðu parketi í leikfimisal eins og tmkkur í aurbleytu og dansinn var hræðilegur. Svo komu ilmandi stúlkur frá Heiðari Ástvaldssyni í ofur stuttum pilsum og hresstu upp á kunnáttuna í klassískum samkvæmisdönsum um leið og angan þeirra sendi ógnvekjandi leifturstrauma um gelgjulega líkama feiminna ferm- ingarsveina með hýjung á efrivör og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.