Feykir


Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 17

Feykir - 20.12.2000, Blaðsíða 17
44/2000 FEYKIR 17 Skýringar við Bismarckrímur Sigurjón Runólfsson _i_ frá Dýrfinnustöðum ' f. 15. ágúst 1915. d. 27. maí 2000 Nokkrum dögum áður en Sigurjón á Dýr- finnustöðum lést sendi hann Feyki til birtingar rímur, er hann orti af endalokum þýska omstu- skipsins Bismarck og síðustu dögum þess ofan- sjávar. Einnig hafði Sig- urjón tekið saman skýr- ingar við nmumar. Vegna þess hve þetta efni er mikið af vöxtum hefur ristjóri Feykis ákveðið að birta skýringar Sigmjóns í jólablaðinu og rímumar munu birtast í Feyki í janúar á næsta ári. Sigurjón bjó á Dýr- fmnustöðum frá unga aldri. Hann lauk búfræði- prófi frá Hólaskóla en aðstæður leyfðu ekki frekar menntun þó hugur hans stæði til meira náms. Sigurjón var fjöl- gáfaður hæfileikamaður, flugnæmur á allt sem hann las eða heyrði. Þrátt fyrir að dagsins önn væri lengst af mikil hjá Sigur- jóni gerðist hann ótrúlega ffóður með sjálfsnámi og lestri sígildra bókmennta og fræðibóka. Hafði hann löngum á hraðbergi tilvitnanir og fróðleik sem fæstum er tamur. Eitt af áhugamáluin Sig- urjóns var Heimsstyrj- öldin síðari en þegar hún stóð yfír var hann ungur maður og fylgdist grannt með öllum fréttum af á- tökum stríðsþjóðanna. Hann átti létt með að fella hugsanir sfnar í skorður ríms og stuðla og greip gjaman til hins foma en þó síunga form rímnanna ef honum lá eitthvað á hjarta. Það er vel við hæfi að líta til baka um sextíu ár og skyggnast um sögusvið ótrúlegra átaka er vörð- uðu alla framtíð heims- byggðarinnar. Þá er gott að njóta leiðsagnar og andagiftar Sigurjóns Runólfssonar. Bjarni Maronsson. Þýsku omstuskipin Bismarck og Prinz Eugen fóm frá Gotenhafen til Noregs 18. maí 1941. Markmiðþjóð- verja var að koma þeim út á Atlands- haf án þess að Bretar yrðu þess varir, og ráðast síðan á skipalestir þeirra, sem fluttu hergögn og vistir frá Amer- íku til Englands og íslands. Höfð var stutt viðdvöl hjá Bergen, haldið síðan norður í íshaf og þaðan í hrímþoku vestur á Grænlandshaf. Þar vom stödd tvö beitiskip Breta og sást í rad- ar frá þeim til ferða þýsku skipanna. Sent var strax skeyti til London og greint frá siglingu óvinanna suður Grænlandshaf. Litlu seinna urðu Þjóðverjar varir við bresku skipin sem veittu þeim eftirför, en héldu sig alltaf út við ystu sjónarrönd séð frá Bis- marck. Bretar vissu vel hvaða háski þeim yrði búinn ef þessi skip slyppu ó- sködduð út á Atlandshaf. I skyndi vom herskipin Prince of Wales og Hood send á vettvang, og vom þau komin vestur fyrir ísland snemma morguns 24. maí. Var þá séð sigling óvinanna á Grænlandssundi og hófu Bretar þá þegar í stað skothríð á skip þeirra á 25-30 km færi, en hittu ekki í mark í fyrstu atrennu. Ekki vissu þjóðverjar strax hvaða skip Bretar vom komnir með þama, en allt í einu sveigðu þau á bakborða til að taka nýja stefnu, komu þá í ljós hinar feikna löngu framþiljur fomstu- skipsins og á þeim gat að líta tvo tvö- falda fallbyssuturna. Þekkti þá einn foringi á Bismarck skipið og hrópaði í boðsímann: Hood, það er Hood. Þetta var söguleg stund, þama vom þá stödd andspænis hvort öðm tvö vold- ugustu herskip veraldar búin til bar- daga. Skipherra á Bismark hét Emest Lindemann. 13 ára gamall gekk hann í sjóherinn og var þjálfaður ámm sam- an á skipum og herskólum Þýska- lands. Um borð í Bismarck var hátt- settur flotaforingi Liitjens að nafni, sem hafði æðsta vald gagnvart hem- aðaraðgerðum þýsku skipanna og átti samkvæmt reglum að veita leyfi til að hefja árás á óvinaskip. Strax eftir að skothríð hófst frá skipum Breta, bað yfirforingi stórskotaliðs á Bismarck um leyfí til að hleypa af á óvininn en ekkert svar barst ffá Lutjens, enda þótt beiðnin væri ítrekuð. Um það bil tveimur mínútum eftir að skothríð Breta hófst, gat Lindemann skipherra ekki haldið þolinmæði sinni í skefjum lengur og hann skundaði snúðugt að boðsímanum og skipaði að hleypa af. Varð þá omstugnýrinn það mikill að hann heyrðist alla leið til Reykjavíkur. Ekki liðu nema sex mínútur frá því að Bismarck hleypti af þar til sprengi- kúla ffá honum rauf brimvöm á Hood og hitti í eina af skotfærageymslum skipsins. Spmngu þá upp meira en hundrað tonn af púðri ásamt öðmm skotfæmm, með þeim afleiðingum að skipið brotnaði í tvennt og stór stykki úr því, þar á meðal heilir fall- byssutumar, hentust hátt í loft og féllu síðan logandi í sjóinn. Á augabragði fómst flestir af áhöfhinni, en þeir sem enn lifðu héldu áffam skothríð á skip Þjóðverja þar til Hood hvarf í öldum- ar. Þegar hér var komið sögu huldi Prince of Wales sig reyk og hélt af vettvangi í suðausturátt. Aðeins þrír menn björguðust af Hood sem áhöfn á breskum tundur- spilli fann og flutti til Reykjavíkur. I omstunni urðu þýsku skipin fyrir miklum skemmdum. Einkum var bakborðshlið Bismarcks illa farin og auk þess fór sprengikúla í gegnm báða kinnunga skipsins, ofar sjólínu en neðar bógöldu. Við það flæddu um það bil tvö þúsund tonn af sjó inní framskipið svo að fylla varð afrétti- klefa til að forðast slagsíðu. Prinz Eugen slapp betur úr bardaganum en Bismarck; þó var hann illa laskaður líka. Eff ir að verkfræðingar höfðu skoð- að skemmdirnar á Bismarck var úr- skurður þeirra sá að ekki væri unnt að gera við skipið án þess að fara með það í höfn. Heitt hafði verið í kolun- um uppi á stjómpalli Bismarcks þar sem beitt var hinu agaða orðalagi her- foringja og rætt um áffamhald að- gerða. Lútjens flotaforingi ákvað að sigla suður Atlandshaf til Frakklands, en Lindemann skipherra reyndi að telja hann á, að veita Price of Wales eftirför og granda honum. Halda síð- an norður um Island og til hafnar í Noregi. Ekki er vitað hvemig þessum umræðum lauk, en ákvörðum Lútjens varð ekki haggað, haldið var strax út á Atlandshaf og stefna sett á Nazaire í Frakklandi. Beitiskip Breta, sem áður er sagt frá, biðu álengdar utan skotfær- is þýsku skipanna meðan ormstan stóð yfir, en fóm síðan í kjölfar þeirra þegar þau héldu suður Atlandshaf. Lindermann skipherra reyndi hvað eftir annað að komast undan eftirför Breta og tókst það að lokum í nátt- myrkri og dimmum skúmm. Var þá Prinz Eugen látinn yfírgefa Bismarck og er hann úr sögunni. Þegar fréttin um að búið væri að granda Hood barst út var eins og eld- ingu hefði lostið niður í mannhaf Lundúna,- Bretar höfðu ekki misst eitthvert herskip heldur var Hood bæði stolt og ímynd hins konunglega breska herskipaflota og talið illvinn- andi í omstu. Strax og Bretar töpuðu af Bis- marck var hafin leit að honum en ekki fannst hann fyrr en eftir 31 klukku- tíma. Kom þá áhöfn á Catalina flug- báti auga á hann norður af Biskayflóa á siglingu suður, en fór þó ekki á full- um hraða því að skipið var stórlaskað eftir omstuna við ísland. Nú urðu Bretar að hafa hraðann á því að þeir vissu að ef Bismarck slyppi inn á yfír- ráðasvæði Þjóðverja undan Frakk- landsströndum þá væri hann genginn þeim úr greipum. Herskip vom strax send áleiðis að siglingaleið Bismarcks og flugvélar fóm af móðurskipi á Atlandshafí til árása á hann . Þama vom þaulvanir orustuflugmenn á ferð, og þó að Bismarck yrði eins og eldspúandi fjall þegar þeir nálguðust hann þá tókst þeim að hæfa stýrisbún- að skipsins með tundurskeyti og laska hann það mikið að erfitt var að hafa stjóm á því eftir það. 27. maí. Snemma morguns komust loks fyrstu bresku herskipin í skotfæri við Bismarck og hófst þá omsta þegar í stað. Rjótlega komu svo fleiri omstu- skip Breta í bardagann og átti Bis- marck eftir það enga undankomuleið. Þó ekki væri hægt að beita Bismarck að fullu í omstunni sökum skemmda, þá vörðust Þjóðverjar af hörku þar til yfír lauk og þótti sjóliðsforingjum Breta ganga seint að sökkva skipinu. Tovay aðmíráll, yfirmaður herskipa Breta í bardaganum sá fram á að flýta yrði eins og unnt væri að koma Bis- marck í kaf, því farið var að ganga í- skyggilega mikið á olíubirgðir her- skipa þeirra sem hann hafði til umráða þama. Lét hann nú flaggskip sitt King George V og fleiri, færa sig nær Bis- marck, þar til ekki vom eftir nema 3- 8 km. að honum. Á þeirri leið var skotskrúfa 800 kg. fallbyssukúlu næstum því flöt í loftinu og eyðilegg- ingarmáttur hannar ægilegur. Þetta kölluðu stórskotaliðar kartöflukast- færi. Fór nú að draga úr skothríð frá Bismarck uns hún hætti alveg, enda fallbyssur skipsins flestar eyðilagðar og ástandið skelfílegt um borð. Áfram héldu Bretar að skjóta á skip- ið þar til skutur þess tók að síga rólega í sæinn og séð varð hver endalok þess yrðu. Fóm þá skipverjar þeir sem enn lifðu um borð í Bismarck að fara í sjó- inn og forða sér ffá skipinu til þess að lenda ekki í niðursoginu þegar það sykki. Þeir sem vom á sundi í sjónum skammt frá kinnungum Bismarcks, sáu Lindemann skipherra koma stjómborðsmegin ffarn í stefni skips- ins. Þar hélt hann svo kyrru fyrir og bar höndina upp að hinni hvítu ein- kennishúfu sinni. Litlu seinna seig skipið rólega í djúpið með Lindemann í stafni. Bar hann þá enn hönd að húfu og var það hans hinsta kveðja. Á þessari stundu vissi enginn að þama var einmitt að rætast heldur óhugnalegur æskudraumur þessa manns, sem hann sagði vinum sínum ffá á unga aldri. Hann óskaðiþessað sér yrði einhvemtíma trúað til að stjóma voldugu skipi og mætti að lok- um farast með því undir flöktandi gunnfána þess.- Hann vildi deyja í skipið, sbr. „ hann kaus að deyja í Mælifell.” Heimildir: Frásögn stórskotaliðsforingja af Bis- marck, sem Bretar björguðu og geymdu síðan í fangelsi í Kanada öll stríðsárin. Churchill og stríðið eftir Gerald Pawle. Hermann Jónasson, forsætisráðherra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.