Feykir


Feykir - 12.12.2001, Page 3

Feykir - 12.12.2001, Page 3
43/2001 FEYKIR 3 Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á lofti Sauðárkrókskirkju. Sálmar jólanna Það var notaleg stemmning á lofti Sauðárkrókskirkju sl. laugardag á tónleikum með þeim Sigurði Flosasyni og Gunnari Gunnarssyni. Sálmar jólanna var yfirskrift tónleik- anna eftir samnefndum hljóm- disk sem þeir gáfu nýlega út. Þeir Sigurður og Gunnar eru taldir meðal fremstu hljóðfæra- leikara þjóðarinnar og var flutn- ingur þeirra frábær í seiðmögn- uðum jass- og blúsútsetningum á sálmatónlistinni. Tónlistarfélag Skagafjarðar á þakkir skildar fyrir að standa að tónleikum sem þessum og sýna þann kjart sem til þess þarf, en jafnan er aðsóknin ekki eins og efhi standa til og svo var einnig að þessu sinni, þó hún teldist kannski viðunandi, 40- 50 manns. Stefán Pedersen ljósmyndari og jazzunnandi er einn þeirra sem lætur tónleika sem þessa ekki fram hjá sér fara. Stefán segist vera mjög ánægður með tónleikana, tónlistin mjög sér- stök en um leið hrífandi og skemmtileg. Þarna hafi verið frábærir tónlistarmenn á ferð- inni, og útkoman á þessari ó- hefðbundnu hjóðfæraskipan, sexafónn og orgel, hefði komið sér á óvart. Hann hafi ekki bú- ist við slíkri snilld eins og raun varð á. Sérstaklega var það lokakaflinn í jólasálminum, Heims um ból, eða „Heims um blús” eins og þeir kölluðu það, sem Stefán Pedersen hreifst að, en þar var á ferðinni geysilega skemmtilegjasssveifla fráþeim félögum. „Sálmar jólanna” eru þekktir sálmar eða lög tengt jól- um og fara þeir Sigurður og Gunnar mjög óhefðbundnar leiðir í útsetningum og flutn- ingi. Má þar t.d. nefna að í sálminum Bjart er yfir Bet- lehem, var ekki fylgt ferð jóla- stjömunnar eins og hefðbundin útsetning gerir, heldur einblínt á ferðalag vitringanna. Kynning- ar þeirra félaga á lögunum vom vel unnar og gaman að fylgjast með „spuna” þeirra i sumum laganna og skemmti það áheyr- endum greinilega vel. Sveinbjöm I. Baldvinsson kemst m.a. svo að orði í inn- gangi að textahefii með hljóm- disknum: „Það er heillandi að heyra þessi kunnuglegu stef leikin af frábærum tónlistar- mönnum með ríka, margbreyti- lega reynslu að baki. Að fá að njóta spunans, þess kraftbirt- ingarhljóms sem aðeins er til þegar og þar sem hann er skap- aður og upphefúr bæði stund- ina og staðinn og breytir í eina allsheijar andartakssnertingu milli allra sem viðstaddir em.” „Ég taldi mig ekki vera að tefla í neina tvísýnu þegar ég lagði upp á heiðina. Vegskiltið sýndi 31 metra á sekúndu og núll gráðu og ég hef keyrt við þannig aðstæður i stöðugum vindi. Svo virðist hann bara hafa rokið upp allt í einu eins og línuritið sýndi hjá þeim á Veð- urstofúnni, bara strik beint upp í 45-47 metra og þá var ég svo óheppin að vera stödd efst á heiðinni”, segir Hrefna Skarp- héðinsdóttir ungur vöruflutn- ingabílstjóri hjá Aðalflutning- um á Sauðárkróki, en bíll henn- ar fauk út af veginum við sælu- húsið á Holtavörðuheiði á föstudagskvöldið. Hrefna og farþegi hennar sluppu án telj- andi meiðsla. Hrefna fékk að vísu gat á höfúðið og var ansi blóðug og illa leikinn þegar hún birtist eftir að hafa brostist út úr bílnum og segist vera með mar- bletti hingað og þangað, en að öðm leyti ágætlega haldin. Hrefna var á suðurleið með bílinn fúllan af steinull, heppi- legan farm, en kannski fúlllétt- an miðað við aðstæður. „Þegar hann ríkur þarna upp missi ég framhlutann á bílnum yfir á hinn vegarhelminginn, þannig að hann er þversum á veginum, og það er eins og hann rási til að aftan. Svo skiptir það engum togum að það er eins og vindur- inn ná undir bílinn og hann leggst rólega út af.” Þannig lýs- ir Hrefna hvemig þetta gerðist. Hún segist hafa haldið ró sinni allan tímann og sér hefði líka létt þegar farþeginn reyndist ó- meiddur, 15 ára piltur sem fékk að fljóta með suður. Þau náðu að klöngrast út úr bílnum og komast upp á veg, þar sem vegfarendur skutu yfir þau skjólshúsi þartil sjúkrabíll kom úr Borgarnesi. Mjög blint og skafrenningur var á heiðinni og bílar héldu kyrm fyrir með- an veðrið var sem varst. Eftir rúman klukkutíma kom svo sjúkrabíllinn og á laugardag var náð í vömflutningabílinn og honum komið i bæinn, en tals- verðar skemmdir eru á stýris- húsinu, bílstjórahurðin t.d. nán- ast ónýt. Bíllinn er tryggður hjá T ryggingarmiðstöðinni. Hrefna keypti hlut í Aðal- flutningum í vor og byrjaði þá að keyra frá Sauðárkróki, en hafði áður farið ferð og ferð að- allega innan héraðs. Hún sagði ekki láta þessa reynslu neitt á sig fá og halda áfram að keyra. Héraðsnefndin lögð niður Um þessar mundir er form- lega verið að leggja niður Hér- aðsnefnd Skagfirðinga. Á fúndi sveitarstjómar Skaga- fjarðar í gær var tekin fyrir samþykkt byggðarráðs frá síð- ustu viku um samkomulag milli Sveitarfélagsins Skaga- íjaröar og Akrahrepps, um að leggja niður Héraðsnefnd Skagfirðinga og hlutdeild aðila varðandi réttindi og skyldur sem skráðar em á héraðsnefnd- ina. Sveitarfélagið Skagafjörð- ur ber 94,93% og Akrahreppur 5,07%. Hreppsnefnd Akra- hrepps gengur væntanlega frá samþykkt sama efnis á næsta fúndi sínum. Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5,70% vexti, Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 10, Ársávöxtun 10,57% Innlánsdeild //<w „Eins og strik beint upp á við þegar hann rauk upp“ segir Hrefna vörubílstjóri sem fauk út af á Holtavörðuheiðinni

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.