Feykir


Feykir - 09.10.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 09.10.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sveitarstjórn Skagafjarðar Deilt um árangur í fjármálastjórn Þessi kraftmikli hópur lauk við að þekja malarvöllinn á Sauðárkróki um helgina. Framkvæmdir við vallargerð vegna landsmóts eru hafnar að fullum krafti. Enn fækkar innarlega á Skaga Milliuppgjör sem sveitar- stjóm Skagafjarðar hefur látið gera fyrir fyrstu sex mánuði árs- ins sýnir að rekstur málaflokka tekur mun meiri til sín af skatt- tekjum en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, eða um 10% meira. Ut- tektin sýnir að 91% tekna sveit- arsjóðs fer í rekstur málaflokka, er það svipað hlutfall og hjá Ak- ureyrarbæ og heldur minna en í Borgarbyggð, þar sem hlutfallið er 95%. Til samburðar má einnig nefha að 79% skatttekna Siglu- fjaðar fara í rekstur málaflokka, 77% í Sandgerði, 76% í Vestur- byggð og 75% í Garðabæ. Samkvæmt úttektinni eru skuldir sveitarsjóðs á hvem íbúa án lífeyrisskuldbindinga, 247 þúsund í lok júní 2002, en voru 272 þús. í árslok 2001. Skuldir samstæðu sveitarfélagins vom í júnílok sl. 540 þúsund á hvern íbúa, en vom 582 þúsund við lok síðasta árs. Árshlutareikningurinn var tekinn til umræðu á fúndi sveitar- stjómar í gær. Þar urðu nokkrar sviptingar i skoðanaskiptum milli minnihlutans og meirihlut- ans, og deilt um árangur í efiia- hagsstjómun sveitarfélagsins á síðasta hluta liðins kjörtímabils. Ársæll Guðmundsson sveitar- stjóri sagði að skuldir sveitarfé- lagsins hefði ekki lækkað eins mikið eins og ætla mætti miðað við sölu eigna. Ársæll sagðist hafa áhyggjur af stöðu sveitarfé- lagsins og ljóst að grípa yrði til aðgera til að lækka rekstrarkostn- að sveitarfélagsins. Gísli Gunn- arsson forseti sagði að enn og aftur væri komið að sama hlutn- um, að rekstur sveitarfélagsins væri of dýr og það þyrfti ekki að undrast að rekstur málaflokka yrði yfir 100% á seinni hluta árs- ins. Gísli sagðist vonast til þess að samstaða yrði meðal allra flokka sveitarstjómar að taka á rekstrinum við gerð fjárhagsáætl- unar fyrir næsta ár. Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki sagði að að- gerðir á síðasta ári hefðu skilað þeim árangri í efhahagsstjórn- inni, að handbært fé væri 150 milljónir nú í stað þess að á miðju síðasta ári hefði vantað 260 milljónir upp á það að endar næðu saman. Gunnar Bragi bentí á að öll lán væri nú í skilum, en sagðist taka undir það að taka yrði á rekstri sveitarfélagsins. Það var bókun Snorra Styrk- árssonar Skagafjaraðarlista á fúndinum sem hleypti nokkrum hita í umræðuna og Snorri flutti síðan alllanga ræðu, „kennslu í hagffæði” eins og fúndarmenn kölluðu hana. í bókun Snorra sagði m.a.: „Ástæða er til að undirstrika að þær miklu aðgerð- ir sem meirihluti Skagafjarðar- lista og Framsóknarflokks réðust í á síðari hluta síðasta árs og fyrstu mánuðum þessa árs em hér með sýnilegum hætti famar að skila árangri í fjármálum sveitarfélagsins. Heildarskuldir sveitarsjóðs hafa lækkað um 91 milljón kr. á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þá lækkað um 488 milljónir á aðeins einu ári eða frá júlíbyrjun árið 2001 til loka júní árið 2002. Hreint veltufé sveitar- sjóðs var orðið jákvætt um 159 milljónir í lok júní 2002, en var neikvætt um 260 milljónir i lok júní árið 2001. Breytingin nemur 419 milljónum króna. Heildar- skuldir sveitarsjóðs og stofnana og fyrirtækja em nú 148 milljón- um kr. lægri en í lok síðasta árs.” Sauðfé og ábúendum fækkar með hveiju árinu á jaðarsvæð- um í Skagafirði og Húnaþingi. Sérstaklega er þetta áberandi í byggðunum innarlega á Skag- anum við sýslumörkin. Núna í haust leggst af búskapur í Norð- urárdal, þegar síðasti bóndinn í dalnum, Bragi Reynisson á Þverá, fargar fénu, en hann seldi helming kvótans á síðasta hausti og nú er komið að því að selja allan kvótann. í Skefilsstaða- hreppi heldur sauðfjárbúunum áfrarn að fækka. I hitteðfyrra seldu þrír bændur í hreppnum kvótann, núna bætist sá fjórði við, Ásgrímur Ásgrímsson á Mallandi, og em þá einungis eftir fimm bæir í Skefilsstaða- hreppi þar sem bústofh er yfir hundraði fjár. Lætur nærri að sauðfé hafi fækkað um þriðjung í hreppnum á síðustu tveimur árum. Bragi Reynisson kom fjög- urra ára gamall í Þverá og hefúr verið þar í tæp 50 ár. Bærinn sem stendur undir Þverárfjallinu að vestanverðu hefúr oft á tíðum verið einangraður að vetrum, en núna hafa orðið stórkostlegar samgöngubætur með nýja kafl- anum af Þverárfjallsveginum sem liggur að bænum, en þá vill svo til að Bragi bóndi sér engan grundvöll lengur til að halda bú- skapnum áfram og hefúr ákveð- ið að hætta með sauðféð, en venjulegast bjó hann með á fjórða hundrað fjár. Bragi ætlar þó að vera áffam á Þverá og hyggst stunda venjulega dag- launavinnu, vonast að sjálf- sögðu til þess að haldið verði á- fram með Þverárfjallsveginn. Bragi býst ekki við að hægt verði að treysta á færð yfir fjall- ið til Sauðárkróks í erfiðum vetrum, þar sem veður á Þverár- fjalli séu talsverð verri en á Vatnsskarðinu. I Laxárdalnum austan við Norðurárdal, er ein- ungis búskapur á einum bæ. Það eru ffænkumar tvær á Bala- skarði sem búa enn að sínu þó í ffemur litlu mæli sé. Það stend- ur því tæpt byggðin á þessu svæði. Ásgrímur á Mallandi sagði í samtali við Feyki að þau hjónin væru orðin fúllorðin og tími til komin að hætta búskapnum. Á Mallandi þurfti að skera niður vegna riðu fyrir nokkrum árum. Fjárstofninn þar var lengi vel um 600 fjár, en hefúr ekki verið nema á fjórða hundrað síðustu árin. Malland er til sölu en við- undandi tilboð ekki fengist, og þangað tíl ætla þau Ásgrímur og Ámý að eiga sitt heimili á Mallandi, og sækja sitt félagslíf eins og undanfama vetur í söng- starfið hjá Rökkurkómum, þótt það taki rúman klukkutíma að aka hvora leið á æfingar, við bestu aksturskilyrði. Að sögn Eíriks Lofssonar búnaðarráðunauts hjá Leiðbein- endaþjónstu Skagafjarðar em viðskipti með sauðfjarkvóta ekki byijuð, en nú mega bænd- ur selja kvóta sín á milli. Hann á þó von á því að eitthvað verði um það í haust. —KTen£ÍM ck|DI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN . VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ■'/!KJ bílaverkstæði °* sími: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir & Hjóibarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.