Feykir - 09.10.2002, Síða 2
2 FEYKIR 34/2002
Mikil vinna fer nú fram við Málmeyna í Sauðárkrókshöfn.
Málmeyjan í „stórklössun"
Tökum höndum
saman
Frystiskipið Málmey er
komið í „stórklössun”. Mestur
hluti hennar fer fram við hafhar-
bakkann á Sauðárkróki. Tekið
var tilboði Sandblásturs Sigur-
jóns frá Akranesi sem sér um að
vatnsblása skipið alveg inn í stál
ofan sjólínu og mála skips-
skrokkinn. A sama tíma eru
heimaaðilar að vinna í skipinu, i
vél og á millidekki, iðnaðar-
menn frá mörgum fyrirtækjum í
bænum, trésmiðir, vélsmiðir,
rafvirkjar og málarar.
„Við tókum þá stefnu að
reyna að vinna sem mest af
þessu í heimabyggð, til að iðn-
aðarmenn á svæðinu nytu góðs
af ffamkvæmdinni og sýnist að
það muni ganga ágætlega upp.
Menn munar rnikið um þessa
vinnu. Þetta eru fyrirtækin sem
eru að þjónusta skipin öllu
jöfnu”, sagði Gísli Svan Einars-
son útgerðarstjóri Fiskiðjunnar
Skagfirðings. Tvö ár eru síðan
Málmey fór í slíka klössun síð-
ast. Gísli reiknar með að búið
verði að mála skipið um 20.
þessa mánaðar. Þá fer það á Ak-
ureyri í Slippstöðina þar sem
öxuldráttur, viðgerð á skrúfú og
botnmálun fer fram, hlutir sem
eingöngu er hægt að vinna í
slipp. Reiknað er með að Málm-
eyjan verði affur komin á veiðar
um mánaðamótin.
Málmeyjan kom úr síðustu
veiðiferð sl. fimmtudag, og
byrjað var að blása skipið á
laugardagsmorgun. Það var 30
daga á miðunum og veiðar
gengu ágætlega, 650 tonn upp
úr sjó og aflaverðmæti 92 millj-
ónir króna. Aflinn var „bland í
poka” eins og Gísli Svan kallar
það: mest ufsi, grálúða, þorskur
og ýsa. Hegranesið landaði í
gær rúmlega 100 tonnum, og
fóru 80 tonn aflans í vinnsluna
hjá FISK. Tuttugu tonn af ýsa og
miðafli voru sett á markaðinn.
Veiðar ganga einnig vel hjá
Klakki, sem er á grálúðu og
þorski, en þessi þijú skip eru nú
gerð út hjá Fiskiðjunni Skag-
fírðingi. Skaftinn er bundinn við
bryggju og búið að selja Skag-
firðing vestur á ísafjörð eins og
getið hefúr verið í Feyki.
Síðast liðið ár hafa orðið
nokkrar umræður í Skagafirði
um dansleikjahald um Lauf-
skálaréttarhelgina. í seinasta
tölublaði Feykis var því haldið
fram að soðið hefði upp úr
vegna þessa dansleikjahalds og
að brotið hefði verið sam-
komulag um að einungis einn
dansleikur skyldi haldinn í
Skagafirði. Þessi grein er
skrifúð til þess að koma á
framfæri öllum staðreyndum
málsins og leiðrétta rang-
færslur.
Áður en lengra er haldið er
rétt að líta til baka og velta fyr-
ir sér forsögu þess að Lauf-
skálarétt varð eins þekkt og
vinsæl og raun ber vitni. Ein
forsenda þess var að fyrir
hendi var gistirými i Skaga-
firði, mest á svæðinu í kring-
um Varmahlíð. í Miðgarði var
einnig haldinn fjölmennur
dansleikur. Vinsældir Geir-
mundar Valtýssonar áttu líka
sinn þátt í að draga fólk að
svæðinu.
Hestamannafélagið Stíg-
andi stóð í upphafi fyrir þess-
um dansleikjum en síðar Upp-
rekstarfélag Kolbeinsdalsaf-
réttar. Á seinustu tíu árum hef-
ur framboð á gistirými í
Skagafirði aukist, sérstaklega í
Hofsós, og gestir því dreifst
meira um fjörðinn en áður var.
Santhliða þessu hófst dans-
leikjahald í Höfðaborg, sem
notið hefúr vaxandi vinsælda.
Ferðamannastraumur til
Skagafjarðar hefúr aukist og
tekjur af ferðaþjónustu i hérað-
inu hafa farið vaxandi. Ýmis
tækifæri eru til tekjuöflunar
fyrir ferðaþjónustuaðila og
bændur í tengslum við Lauf-
skálarétt, má þar nefha gist-
ingu, fæði, ýmsa afþreyingu og
hrossasölu. Því miður hefur
ekki náðst samstarf milli ferða-
þjónstuðaðila og Upprekstrar-
félags Kolbeinsdalsafréttar.
Félagið hefur sofið á verð-
inum varðandi þarfir þeirra
sem koma í Skagafjörð um
Laufskálaréttarvikuna. Gott
dæmi urn þetta er dansleikja-
haldið, en þar hefúr greinilega
ekki verið fylgst með óskum
og væntingum gestanna. Alla
vega varð aðsókn að hinum
hefðbundna dansleik Upprek-
starfélagsins í Miðgarði dræm
í fyrra þegar Svaði og Neisti
héldu dansleik með Pöpunum
í Höfðaborg.
Viðbrögð Upprekstrarfé-
lagsins við þessu voru athygl-
isverð, því stjómin gaf ekki
upp dagsetningu á réttinni fyrr
en í byijun september. Það
gengur augljóslega ekki ef
menn ætla sér að markaðssetja
réttina og vera í stakk búnir til
þess að taka á móti gestum.
Viðbrögð sveitarstjómar vom
ennþá athyglisverðari, því í
endaðan júlí s.l. héldu þeir
fúnd með fúlltrúum úr stjóm
Svaða og Neista og skipuðu
þeint að hætta við ráðgerðan
dansleik með Pöpunum. Helst
vildu þeir að húsinu yrði lokað
þessa helgi því ekki væm for-
sendur til þess að halda nema
einn dansleik. Eftir nokkra um-
hugsun ákváðu stjómir Svaða
og Neista að halda dansleik í
trássi við vilja sveitarstjómar.
Þessi afstaða sveitarstjómar
og stjórnar Upprekstarfélags-
ins bar bæði vott um þröngsýni
og þekkingarleysi. Ef auka á
tekjur Skagfirðinga af ferða-
mönnum um Laufskálaréttar-
helgina þarf að efla framboð á
afþreyingu til muna. Þetta
kemur vel í ljós þegar skoðuð
er aðsókn að þeim dansleikjum
sem haldnir vom um seinustu
Laufskálaréttarhelgi. í Reið-
höllina komu meira en 900
manns, í Höfðaborg vom um
500 og fúllt hús var á Hótelinu
í Varmahlíð og víðar. Láta mun
nærri að hátt í 2000 manns
hafi verið á skemmtistöðum
þetta kvöld, fleiri en nokkm
sinni fyrr. Þarna kom greini-
lega í ljós að með auknu og
betra framboði á afþreyingu
koma fleiri gestir og allir hagn-
ast.
Það er enginn vafi á því að
möguleikar em á því að auka
enn frekar tekjur af ferðaþjón-
ustu í kringum Laufskálarétt.
Hægt er að fá ferðamenn til
þess að dvelja hér lengur með
því að bjóða uppákomur alla
vikuna fýrir Laufskálarétt. Það
er öllum hagur af því að fjölga
sem mest gestum í Skagafirði
á þessum tíma árs og að þeir
dveljist liér sem lengst. Það
mun helst gerast með því að
auka framboð á afþreyingu.
Það er von mín að allir þeir
sem að málinu koma geti sam-
einast um þetta og tekið mynd-
arlega á málunum fyrir næstu
Laufskálaréttir.
Jón Garðarsson.
Um prófkjör í
Norðvesturkjördæmi
Nýlega tilkynnti
ég þátttöku í próf-
kjöri Framsóknarl-
fokksins í hinu nýja
Norðvesturkjör-
dæmi. Jafnframt
lýsti ég því, að ég
stefni að kjöri í 1.
sæti listans en úti-
loka að sjálfsögðu
ekki annað eða
þriðja sæti nái ég
ekki kjöri í það
fyrsta.
Um árangurinn
er lítið hægt að
segja fyrirfram
enda um nýtt kjör-
dæmi að ræða þar
sem hagsmunir íbú-
anna geta verið
injög misjafnir eftir
svæðum. Niður-
stöðunum verð ég
að taka eins og aðr-
ir hveijar sem þær
verða. Mín skoðun
er hins vegar sú, að
það sé raunhæft og
eðlilegt markmið
að sækjast eftir 1.
sæti listans. Kemur
þar einkum tvennt
til. Annars vegar
fjöldi flokksbund-
inna félaga í okkar
gamla kjördæmi og
hins vegar áskoran-
ir frá töluverðum
hópi ffamsóknar-
manna. Þessum á-
skorunum hef ég
nú tekið og vonast
eftir stuðningi sem
flestra.
Árni Gunnarsson.
ó láð fréttablað á Noröurli indi vcstra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hennannsson, SigiuóurÁgiistsson og Stefán Árnason. Skrifstofa:Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjóm: Jón F. aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur