Feykir


Feykir - 09.10.2002, Síða 3

Feykir - 09.10.2002, Síða 3
34/2002 FEYKIR 3 Hausthátíðin Handan Vatna „Það er gott að eiga góðan bakhjarl í því fólki sem hér er”, sagði Bjöm Bjömsson skóla- stjóri grunnskólans á Hofsósi nieðal annars í upphafsávarpi sínu á minningarsjóðsskemmt- uninni á Hofsósi sl. sunnudag, en þetta var í fjórtánda sinn sem skemmtunin er haldin og alltaf hefur verið fjölmennt. Sjálfsagt þó aldrei eins og nú, salurinn troðfiillur og bæta þurfti við stólum í hliðarsal. Þessar skemmtanir em haldnar af við loforð sem gefið var að í staðinn kæmum við og syngj- um á minningarsjóðsskemmt- uninni.” Gísli Einarsson ritstjóri Skessuhoms og íbúi í „kjósa- hreppi” var kynnir og fannst þetta atriði nokkuð vel heppn- að, en eins og jafnan fengu Álftagerðisbræður dúndrandi undirtekir. Því næst flutti pistil Agnar Gunnarsson prestmaður og bóndi ffá Miklabæ, og sagði skemmtilegar sögur af uppvexti Kór barna úr 1. - 4. bekk undir stjórn Jóhanns Bjarnasonar, söng nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda. Tilþrif í spurningakeppninni. minningarsjóði Rakelar Pálma- dóttur sem lést af slysförum níu ára gömul í nóvembermánuði 1988. Sjóðurinn var stofnaður við Grunnskólann á Hofsósiog hefur verið veitt úr honum veg- legum upphæðum til ffamfara- mála fyrir skólann, og auk þess fá þeir nemendur sem em brautskráðir ffá skólanum bókagjafir. Þetta er hausthátíð Hofsós- inga og nágranna og aðstand- endur sjóðsins, foreldrar Rakel- ar heitinnar, Pálmi Rögnvalds- son og Bryndís Óladóttir, hafa notið velvilja ýmissa aðila sem lagt hafa lið með skemmtiatriði, auk fjölda kvenna sem hjálpað hafa til við bakstur og annan undirbúning, en alltaf er boðið upp á kafFiveitingar að skemmt- un lokinni. Fyrstir til að troða á svið að þessu sinni voru sjálfir Álffa- gerðisbræður, en Óskar Péturs- son gat þess að ástæðan fyrir því að þeir bræður mættu væri sú að þegar þeir héldu sam- komu við útgáfú síðasta geisla- disks, þá hafi þeir vitað að nóg- ir yrðu til að koma upp og hæla þeim bræðrum. Til að hafa svo- lítið jafhvægi á, kom upp sú hugmynd að fá Pálma Rögg til að hallmæla þeim nokkuð og gangrýna bókina um þá bræður. ðskar sagði „Pálma tókst allvel að níða okkur niðurog því kom ekki annað til mála en standa sínum vestur á Bolungavík. Agnar var þrælskemmtilegur og gerður góður rómur að hans pistli. Þáttur grunnskólanema á Hofsósi var stór í skemmtun- inni. Þeir sungu, léku, lásu ljóð, tóku fólk á beinið í spumingar- keppni, sögðu brandara, og það eru greinilega virkir og skemmtilegir krakkar í gmnn- skólanum á Hofsósi. í lok skemmtunar áður en hnallþórumar voru bomar á borð flutti Pálmi Rögnvaldsson þakkarávarp og sagði m.a.: „Enn á ný emm við saman- komin hér í Höfðaborg á fjár- öflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóðnum hennar Rakelar. Enn á ný hafið þið kæm vinir sýnt okkur foreldr- um hennar og ættingjum hlý- hug og vináttu, sem við höfúm gegnum árin metið svo mikils, og sem okkur er svo mikils virði. Og hvað er mikilvægara þegar bjátar á en vinátta og hlý- hugur. Við skulum ætíð minnast þess, að það er ekkert dásam- legra en geta létt byrðar þess sem á við erfiðleika að etja. Það er ekkert dásamlegra en geta hjálpað þeim sem eru hjálpar- þurfi, geta orðið að liði þar sem sorg eða einhveijir aðrir erfið- leikar hafa knúið dyra. En sorg og erfiðleikar tengj- ast ekki bara dauðanum. Þar getur verið um svo marga hluti að ræða. Og við skulum ætíð minnast þess að við geturn öll rétt hjálparhönd, við getum öll lagt lið og við megum aldrei sitja hjá og láta eins og hlutim- ir komi okkur ekki við. Því þó við séum bara peð á taflborði lífsins, þá skulum við ekki van- meta getu okkar til þess að láta gott af okkur leiða. Við höfum hvert og eitt einhveiju hlutverki að gegna og því hlutverki skul- um við leggja okkur fram um að skila sem best. Það er ljúft að líta til baka yfir farinn veg, þegar vel hefúr til tekist. Það er ljúft að rifja upp skemmtilegar minningar frá þessum fjáröflunarskemmtun- um, þar hafa margir stigið á stokk, þar hafa allir lagst á eitt og allir skilað sínu hlutverki með mikilli prýði. Og þessi skemmtun hér í dag er þar eng- in undantekning”, sagði Pálmi og færði þakkir til allra þeirra sem hlut áttu að skemmtuninni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.