Feykir - 09.10.2002, Qupperneq 4
4 FEYKIR 34/2002
„Sé hér sóknarfærin út um allt“
Spjallað við Jónu Fanneyju Friðriksdóttur nýja bæjarstjórann á Blönduósi
„Ég hafði oft ekið í gegnum bæinn með ferðamenn
sem leiðsögumaður og alltaf fundist ákaflega fallegt
bæjarstæði héma á Blönduósi. Vitaskuld hef ég kynnt
mér sögu og menningu svæðisins í gegnum árin og var
eitt sumar í sveit á Hnausum þegar ég var 9 ára göm-
ul. Síðar varð ástin þess valdandi að ég fór að sækja
hingað til Blönduóss í ríkari mæli. Því má segja að ég
hafi haft vissa tengingu við svæðið þegar ég ákvað að
sækjast eftir bæjarstjórastarfinu”, segir Jóna Fanney
Friðriksdóttir sem tók við starfi bæjarstjóra á Blöndu-
ósi á liðnu sumri, en það vakti nokkra athygli þegar hún
var valin úr hópi 23 umsækjenda, tiltölulega óþekkt
ung kona, en meðal umsækjenda vom m. a. reyndir að-
ilar sem þekktu vel til sveitarstjórnarmálanna. Jóna
Fanney er ijölmiðlafræðingur að mennt og vann lengi
vel sem leiðsögumaður á summm. Hún starfaði á síð-
asta ári og ffam á þetta hjá Atvinnuþróunarfélagi Þing-
eyinga, sem atvinnuráðgjafi. Blaðamaður Feykis brá
sér yfir Þverárfjallið á dögnum, og ók þá nýju hrað-
brautina frá Skíðastöðum að Þverá í íyrsta skipti, til að
spjalla við bæjarstjórann nýja á Blönduósi.
„Vissulega framkvæmir ein manneskja ekki kraftaverk, en ég lít á það sem mitt hlutverk að
draga vagninn og vera opin fyrir hugmyndum.“
„Ég er Reykvíkingur með
viðkomu á ísafirði á unglings-
árunum. Ég held það sé hveij-
um manni hollt að fá tækifæri á
að búa úti á landsbyggðinni.
Mér leið vel fyrir vestan á mót-
unarárunum, tók virkan þátt í í-
þróttum og félagslífinu og
vann auðvitað í ffystihúsinu á
sumrin. Eftir menntaskóla fór
ég til Þýskalands þar sem ég
stundaði fjölmiðlafræðinám
við háskólann í Vestur-Berlín.
Að námi loknu lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem ég starf-
aði um árabil og nú síðast sem
ffamkvæmdastjóri netfyrirtæk-
is. í fyrra bauðst mér að koma
og starfa á Húsavík og með litl-
um fýrirvara ákvað ég að láta
slag standa. Margir kunningjar
mínir hafa haft á orði að ég sé
að fara öfugan hring. Frá millj-
ónaborg í Þýskalandi, yfir í
101 Reykjavík og þaðan út á
land, þegar straumurinn liggur
í hina áttina. Mér finnst þetta
skemmtileg tilbreyting og
finnst það viss forréttindi að
bömin mín fái tækifæri á að
kynnast lífinu á landsbyggð-
inni eins og ég gerði á ámnum
fýrir vestan.”
Ævintýraleg tiiviljun
Hvað kom til að þú fluttist á
Húsavík?
„Stundum getur lífið verið
ævintýraleg tilviljun. Effir að
vera búin að starfa sem ffam-
kvæmdastjóri netfýrirtækis í
nokkur ár í Reykjavik fann ég
að mér veitti ekki af tilbreyt-
ingu. Ég hef mikla unun af því
að fara á fjöll og vera úti i nátt-
úrunni og ákvað því að drífa
mig aftur í leiðsögumennskuna
af krafti í nokkra mánuði. Síð-
sumars var ég stödd á Skógum
undir Eyjafjöllum og var að
ræða við þýsku ferðamennina
sem voru í hópnum, þá vindur
sér að mér maður sem hafði
verið að hlusta á okkur, og spyr
mig vafningalaust hvort ég geti
hugsað mér að koma til Húsa-
víkur um haustið og kenna
þýsku við framhaldsskólann
þar. Þetta var þá námsráðgjafi
skólans og skömmu síðar
hringdi skólameistarinn Guð-
mundur Birkir Þorkelsson í
mig og ítrekaði þessa ósk og
bauð okkur að koma norður til
að kynna okkur aðstæður.
Stefni ákveðið á markið
Viku síðar var ég flutt á
Húsavík með bömin mín,
hundinn og píanóið. Mér
bauðst jafnffamt starf atvinnu-
ráðgjafa hjá Atvinnuþróunarfé-
lagi Þingeyinga. Það biðu mín
því skemmtileg verkefhi og
gott samstarfsfólk á Húsavík.
Og ekki óraði mig þá iýrir að
ári síðar biði mín slikt hið sama
á Blönduósi.”
Sambýlismaður Jónu Fann-
eyjar er Hjörtur Einarsson,
þekktur hestamaður í Húna-
vatnssýslu. Sennilega hefur
það togað í Jónu Fanneyju að
flytja á vestursvæðið, en vænt-
anlega hefur komið henni að
einhverju leyti á óvart að
hreppa starf sem 23 aðilar sóttu
um?
„Það er nú þannig með mig
að þegar ég ákveð eitthvað þá
stefhi ég ákveðið og af heilum
hug á markið. Auðvitað er ég
þakklát fýrir að fá þetta tæki-
færi því ég veit að á meðal unr-
sækjenda var fjöldi fólks með
mikla reynslu og þekkingu.
Þessi starfsvettvangur er enn
mikil karlastétt og því tel ég að
bæjarstjómarmenn á Blöndu-
ósi hafi stigið ákveðið skref
með ráðningu minni. Þó
nokkrir hafa haft að orði við
mig að þetta lýsi því að mikill
hugur sé i fólki með að knýja
ffam breytingar í samfélaginu
hér. Því er þetta ekki spuming
um að ráða konu heldur öllu
fremur að fá ffam ný viðhorf
og gildi. Ég efa það ekki eina
mínútu að starfið er krefjandi
og ábyrgðin mikil. Því hef ég
þegar kynnst á þessum tveimur
mánuðum í starfi. Þetta erheil-
mikill lærdómur en mér finnst
ákaflega gaman að takast á við
þetta og finn að reynsla mín
nýtist í starfinu.
Geri engin kraftaverk
Ég hef verið í stjómunar-
störfum og rekstri um árabil og
hef auk þess töluverða reynslu
af mannlegum samskiptum í
gegnum störf mín. Fyrra starfs-
umhverfi mitt hefur jafnffamt
byggt á uppbyggingu hug-
mynda og áhugi minn á lands-
byggðarmálum hlýtur að vega
þungt. En megin áherslan í
bæjarstjórastarfinu er auðvitað
reksturinn og íjármálin.”
- Staða sveitarfélaga hefur
þrengst á síðustu ámm, m.a.
eftir því sem manni hefur
skilist að það hafi hallað á þau
í samskiptum við rikisvaldið,
stór hluti tekna sveitarsjóða fer
í föst útgjöld, þannig að það er
kannski varla hægt að búst við
því að ungur og kraffmikill
bæjarstjóri geri kraffaverk eða
hvað?
„Vissulega ffamkvæmir ein
manneskja ekki kraffaverk, en
ég lít á það sem mitt hlutverk
að draga vagninn og vera opin
lýrir hugmyndum. Ef allir
leggjast á eitt og samstaða næst
er hægt að áorka ýmsu. Það er
rétt að ábyrgðarsvið sveitarfé-
laga hefur verið að breytast og
aukast á undanfomum árum.
Þar af leiðandi er staðan
þrengri og ekki eins mikið
svigrúm.
Hlynnt sameiningu
Undirstaða heilbrigðs sam-
félags er trygg og fjölbreytileg
atvinna. Því lít ég á eflingu at-
vinnumála sem forgangsverk-
efni og með því að auka fjöl-
breytni atvinnulífsins tekst
okkur að snúa búsetuþróuninni
okkur í hag.
Aukið samstarf og samein-
ing nágrannasveitarfélaga get-
ur einnig skipt sköpurn til að ná
ffam meiri hagræðingu í rekstr-
inum. í Austur-Húnavatns-
sýslu em um 2.200 íbúar í átta
sveitarfélögum. Hér em starf-
ræktir þrír gmnnskólar og
dijúgur hluti tekna sveitarfélag-
anna fer í rekstur skólanna. Það
hlýtur að vera hagsmunamál
allra í sýslunni að skoða sam-
einingarmálin. Við erum öll
háð hvert öðru á þessu svæði.
Það sést best á því að við emm
með héraðsnefhd og hin ýmsu
byggðasamlög sem taka sam-
eiginlega á okkar málefhum.”
- Er nýi meirihlutinn, sem
þú vinnur fýrir, farinn að huga
að atvinnumálunum?
„Það er hafin umræða um
atvinnumálin og við erum að
fara i stefnumarkandi vinnu.
Skýrslugerðin og hugmynda-
vinnan sjálf er eitt en höfuðá-
hersla verður á eftirfýlgni
þeirra hugmynda og kosta sem
þar koma ffam. Ég tel það á-
kaflega mikilvægt að virkja
bæjarbúa og sérstaklega þunga-
vigtarfólk úr atvinnulífinu með
i þessari vinnu. Reynsla þessa
fólks er dýrmæt og stefnumót-
un og uppbyggingu atvinnu-
mála má ekki einangra við
bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.”
Að átta sig á stöðunni
- Eru þið farin að greina
einhver álitleg verkefni í at-
vinnumálum?
„Ég sé sóknarfæri út um
allt. Það þarf bara að nýta þau.
Við höfum t.d. tvær af dýrmæt-
ustu auðlindum landsins hér,
heita vatnið og raforkuna. Það
hlýtur að teljast nokkur sér-
staða og traustur grunnur til
uppbyggingar.
Ferðaþjónustan er nokkuð
öflug á svæðinu og ég er sann-
færð um að þessa atvinnugrein
rná efla til muna. Ég sé sóknar-
færi í að samþætta meira land-