Feykir - 09.10.2002, Side 5
34/2002 FEYKIR 5
Berr er hver á bakinu
nema bróður eigi
K*
Grettir sterki Ásmundarson
var fæddur að Bjargi i Miðfirði
og var allra íslendinga lengst í
útlegð, eða 19 ár. Sögusvið
Grettis sögu er óvenju vítt, sag-
an fer urn mestan hluta íslands.
Bjarg í Miðfirði var þó ætíð at-
hvarf Grettis og snýr sagan
alltaf þangað aftur og i Húna-
vatnssýsluna þar með. Þar var
verndarhendi Ásdísar móður
hans stór þáttur, enda var hann
aldrei sóttur að Bjargi þó mik-
ið fé lægi honum til höfúðs.
Gretttis saga er að mörgu leiti
skyld öðrum útlagasögum en
að því leiti óvenjuleg að þar er
lýst skapferli manna, tilfinn-
ingum og hugsunum i meira
mæli en í öðrurn íslendinga-
sögum.
íbúar Húnaþings vestra hafa
ætíð verið meðvitaðir um
þennan söguarf en fóru fyrst
fyrir nokkrum árum að vinna
með hann skipulega í kringum
verkefnið Bjartar nætur, með
því að hafa sérstakan dag til
heiðurs sögu Grettis og haldn-
ar Grettishátíðir árlega.
í upphafi árs 2001 varfarið
markvisst að leita leiða til að
efla menningu og atvinnulíf í
Húnaþingi vestra með því að
nýta menningararf og sögu
svæðisins. Skipaður var sér-
stakur stýrihópur til að fýlgja
verkefninu úr hlaði og vinna að
undirbúningi þess. Að þeim
stýrihóp kom forstöðumaður
Byggðasafnsins á Reykjum,
ferðaþjónustan, sveitarstjóm og
annað áhugafólk í Húnaþingi
vestra. Sögusmiðjan á Strönd-
um var fengin til að vinna hug-
myndavinnu og gera úttekt á
möguleikum verkefnisins. Og
getur niðurstöður hennar að líta
í skýrslu þar um.
1 framhaldi var í sumar
stofnuð sjálfseignarstofnunin
Grettistak ses. Stefht er að upp-
byggingu sýningarsvæðis, ut-
andyra og innan, og stofnun
fræðaseturs á Laugarbakka í
Miðfirði. Einnig eru uppi á-
form um ýmsa myndræna
framsetningu s.s. margmiðlun,
teiknimynd, heimildaþætti,
myndlist o.s.frv. I raun allt sem
að hugmyndaauðgi þeirra sem
að verkefninu koma býður
uppá. Við uppbyggingu verk-
efnisins teljum við mikilvægt
að koma á samstarfi við þá að-
ila i öðrum byggðalögum sem
hafa teiigsl við Grettlu. Þetta er
saga allra íslendinga ekki Hún-
vetninga einna.
Með stofnun fræðaseturs
opnast möguleikar á rannsókn-
um, námskeiðahaldi, sögusýn-
ingum og málþingum. Nú er
unnið að málþingi sem haldið
verður 26. október n.k. að
Laugarbakka í Miðfirði, þang-
að verður stefnt ýmsum af
helstu fræðimönnum og sér-
ffæðingum í Grettis sögu og ís-
lendingasögunum öllum. Lögð
verður áhersla á Grettissögu og
menningartengda ferðaþjón-
ustu, fræðileg umfjöllun um
Gretti og heimahaga hans.
Skipst verður á skoðunum um
Grettis sögu og menningar-
verkefhið Grettistak. Hug-
myndin er að hafa langan fjöl-
breyttan laugardag samofin
ffæðifyrirlestrum, leiklist ,
skoðunarferð að Bjargi og
fleira er í deiglunni. Rétt væri
fyrir áhugasama að fara að taka
daginn ffá. Dagskráin verður
auglýst þegar nær dregur. Mik-
ilvægt er fýrir íslendinga alla
og heimamenn hvers svæðis að
■■i
búnað og ferðaþjónustu, hér
eru nokkrar bestu laxveiðiár
landsins og hestamennskan
öflug. Möguleikamir liggja
víða.”
Önnur brýn verkefni?
, Að undanfomu hefur mik-
il vinna legið í því að átta sig á
því hvemig bæjarsjóður stend-
ur og þegar það liggur fyrir
munum við sníða okkur stakk
effir vexti. Blönduósbær hefur
t.d. staðið í kosmaðarsömum
ffamkvæmdum á síðustu ámm
við ffáveitumál. Það er ekki
vaft að við höfum staðið okkur
mjög vel varðandi ffáveitumál-
in og emm leiðandi sveitarfé-
lag af þessari stærðargráðu við
að mæta tilskipun Evrópusam-
bandsins um lágmarksúrbætur
fýrir árið 2005. Ef laða á ný
fyrirtæki á svæðið, t.a.m. á
sviði matvælaffamleiðslu, er
mjög brýnt að þessi mál séu í
góðu lagi. Jafnffamt emm við
farin að huga að stjómsýslu-
kerfinu sjálfh, skipuriti sveitar-
félagsins. Líkt og í fyrirtækj-
um hlýtur það að vera hveiju
sveitarfélagi hollt að endur-
skoða rekstrareiningamar
reglulega til að ná ffam meiri
skilvirkni og hagræðingu. Slík
uppstokkun má þó ekki ganga
á þjónustu sveitarfélagsins því
markmið okkar er að byggja
þjónustuþáttinn enn betur upp.
Það bíða fjöldi verkefna úr-
lausna og ég er full orku til að
takast á við þau enda líður
okkur vel hér.”
rækta og upphefja söguna og
menningararfinn, þá sérstak-
lega ef hægt er að skapa lifandi
sögu sem kemur daglegu lífi til
hagsbóta.
Það er von okkar að þetta
verkefni „skipti sköpum” fýrir
Húnaþing vestra, orðtakið er
eitt fjölmargra orðtaka og
málshátta sem finnast i Grettis
sögu.
Þeim sem óska eftir ffekari
upplýsingum eða vilja koma
hugmyndum ■ ffamfæri er bent
á að senda rafþóst til,
grettir.sterki@grettistak.is”
Höfundur greinarinnar
Elín R. Líndal er fram-
kvæmdastjóri Grettistaks
ses.
BRÆÐURNIR
J (er? wrfor tf'Y ^for !
, , C-120 3ffc$00 verð kr. 29.900.-
Stafraen myTidavél 2,1 miljón pixlar, 1600x1200 upplausn, 35 mm linsa
Packard Bell i-Media 5050 verð kr.119.900.-
Örgjörvi 1,3 Ghz celeron, vinnsluminni 128 mb, Harður diskur 40Gb,
DVD og skrifari, 17" skjár.
Faxtæki UXP400 242Ö0.- verð kr.19.900.-
Tekur A4 blöð, hópsendingar, Ijósritun auk fjölda annara möguleika
Beko 2811 sjónvarp verð kr. 39.900.-
2 Scart tengi, Super VH?, Nicam Sterid; tónjafnari, tengi fyrir heyrnatól.
LOEWE Planus 29" 135.900.- verð kr.129.900,-
PLANUS 29" sjónvarp,100 Hz, Super black line myndlampi, mynd I mynd, 2 scart tengi,
RCA og super VHS tengi að framan
PIONEER Heimabíó verð kr. 89.900.-
Heimabíókerfi, DVD spilar öll kerfi, alla diska auk MP3, Magnari; Digital Signal Pro., Dolby
Digital. DTS Digital Surrond. Hátalarakerfi; Bassabox 75W,nátalarar 75W 6 ohm innb.
Magnari í bassaboxi
íslenska AEG þvottavélin verð kr. 80.000.-
• Reiknivélar 15% afsl. <
vasareiknar og borðreiknivélar með og án strimils |
15% afsláttur
af öllum AEG og Tefal raftækjum
Éa#liaiaUI