Feykir


Feykir - 09.10.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 09.10.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 34/2002 „Leggjum höfuðáherslu á sóknarleikinn í vetur“ segir Kristinn Friðriksson þjálfari Tindastóls Leikjatafla Tindastóls Fimmtud. 10. okt.Stykkishólmur 19.15 Snæfell - Tindastóll Mán. 21. okt. Keflavík 19.15 Keflavík - Tindastóll Fim. 24. okt. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Skallagrímur Sun. 27. okt. Grindavík 19.15 UMFG -Tindastóll Fim. 31. okt. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - KR Fös. 15. nóv. Smárinn 19.15 Breiðablik - Tindastóll Þri. 19. nóv. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - UMFN Fim. 28. nóv. Ásvellir 19.15 Haukar - Tindastóll Fim. 5. des. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Hamar Fim. 12. des. Valsheimili 19.15 Valur - Tindastóll Fim. 19. des. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - ÍR Sun. 5. jan. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Snæfell Fim. 16. jan. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Keflavík Fös. 24.jan. Borgarnes 19.15 Skallagrímur-Tindastóll Fim. 30. jan. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - UMFG Sun. 2. feb.KR hús 19.15 KR - Tindastóll Fim. 13. feb. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Breiðablik Mán. 17. feb. Njarðvík 19.15 UMFN -Tindastóll Fim. 20. feb. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Haukar Fös. 28. feb. Hveragerði 19.15 Hamar - Tindastóll Sun. 2. mar. Sauðárkrókur 19.15 Tindastóll - Valur Fim. 6. mar. Seljaskóli 19.15 ÍR - Tindastóll Veðurspáin fyrir októbermánuð „Við ætlum að leggja höíuð- áherslu á sóknarleikinn í vetur og ég held ég geti lofað skemmtilegum leikjum. Mikill hraði er í liðinu og það held ég að eigi eftir að nýtast okkur vel. Við erum með góðar þriggja stiga skyttur og munum alltaf leggja upp með það að skora fleiri stig en andstæðingurinn”, segir Kristinn Friðriksson þjálf- ari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í köfubolta en keppnistímabilið er nú að hefjast. Tindastólsmenn leggja land undir fót á morgun og mæta í sinn fyrsta leik í vetur annaðkvöld í Hólminum, gegn Snæfelli. Miklar breytingar hafa orðið á Tindastólsliðinu frá síðasta vetri og má segja að þetta sé að miklu leyti nýtt lið. Það eru að- eins þeir Kristinn, Andropov og Óli Barðdal sem voru að leika mikið með síðasta vetur, og síð- an koma þeir nú inn í stærri hlut- verk, Axel og Helgi Rafn sem voru mikið til að stíga sín fyrstu skref á síðasta ári. „Það eru alltaf miklar breyt- ingar hér á liðinu milli ára, það er eiginlega reglubundið. Áuk þess sem við höfum misst þá Lárus Dag, Helga Frey og Rikka ffá síðasta ári, þá er meginbreyt- ingin sú að við erum með litlan kana núna í staðinn fyrir að hafa alltaf verið með stóran”, segir Kristinn. En nýi leikstjómandinn heitir Clifton Cook og þykir hraður, hafa gott auga fyrir sam- heijunum og er góð skytta. Þá er einnig kominn til liðs viðTinda- stól annar Bandaríkjamaður með írsku vegabréfi, og fellur þannig undir EES-svæðið. Sá heitir Maurice Carter og er bakvörður. Þá eru ótaldir tveir Þórsarar sem gengu til liðs viðTindastól í síð- ustu viku, Einar Örn Aðalsteins- son og Sigurður G. Sigurðsson. „Þessir strákar eru góðir og það var mjög gott að fá þá. Þeir gera liðið betra og styrkja hóp- inn gífurlega. Við erum með sterkan hóp leikmanna sem eiga að geta gert góða hluti í vetur ef menn leggja sig virkilega vel fram.” Hveijar eru þínar væntingar fyrir vetrinum? „Sem þjálfari þá vonast ég til að liðið spili alltaf vel og menn geti gengið hnarrreistir af velli. Eg vonast eftir því að við náum jafnvægi í okkar leik og menn hafi gaman af því að spila körfu- bolta. Það er nauðsynlegt til að við getum gert góða hluti.” Verður ekki erfitt fyrir þig að halda þínum styrk sem leikmað- ur, fyrst þú þjálfar liðið? „Ég held það eigi ekki að koma að sök. Þegar ég er inni á vellinum, þá reyni ég að útiloka ég mig ffá þjálfarahlutverkinu. Það er Kári Marísson liðsstjór- inn sem þá sér um liðið og tekur við þjálfarahlutverkinu. En vita- skuld setur það þónokkra pressu á mig utan vallar að vera orðinn þjálfari liðsins.” Þegar þú talar um að liðið leiki fyrir ofan getu, er þetta þá stemningslið? „Já mér sýnist liðið hafa ým- islegt að bera til að verða þannig. Við erum með mikinn hraða í liðinu, góðar skyttur og baráttu. Þegar ég segi að liðið muni spila sóknarleik, þá læt ég það ósagt að auðvitað munum við spila vöm og ég vona að menn leggi .......................................-................................................ sig ffam um að spila góða vöm, en fyrst og ffemst ætlum við okkur að leggja áherslu á góðan sóknarleik. Þannig verður körfia- boltinn skemmtilegastur, ffekar en að liðin spili af varkámi til að halda stigaskorinu niðri.” Þýðir eitthvað að spyrja um hvaða sæti þið stefnið á? „Sem þjálfari legg ég höfuð- áherslu á að við höldum sæti okkar í deildinni. En sem leik- maður þá vil ég stefna hærra. Auðvitað munum við sækjast eftir því að komast í úrslita- keppnina eins og undanfarin ár, en þetta fer auðvitað allt eftir metnaði leikmanna og ég vona að við verðum samstíga í því að spila góðan körfubolta og vinna sem flesta leiki. Það er helsta takmarkið. Við vonumst að sjálf- sögðu líka til þess að áhorfendur inuni sækja vel leikina í vetur og styðji við bakið á okkur. Það er gífialega mikilvægt að fá stuðn- ing áhorfenda og getur skipt sköpum í jöfhum leikjum, fyrir utan það hvað það er miklu skemmtilegra að spila körfii- bolta fyrir fullu húsi”, segir Kristinn Friðriksson þjálfari Tindastóls og vonandi eigum við eftir að sjá skemmtilega körfu- boltaleiki í vetur. Septemberspáin gekk ekki nógu vel eftir þó margt hafi ver- ið gott. Veðrið er búið að vera mun betra en við bjuggumst við, að vísu voru miklar umræður um hvað tunglið myndi gera og hvemig hann myndi taka því, nokkrir vildu meina að þetta yrði mjög gott, en fleiri héldu annað og það er meirihlutinn sem ræð- ur því hvað er sett í spána sem er send út. Veðrið undanfarið hefur ver- ið einstakt, við höfum verið að fylgast með ýmsum snjósköflum sem hafa verið að hverfa, nú er svo komið að það eru mörg ár síðan margir af þessum sköflum hafa svo mikið sem minnkað en eru nú að hverfa. Margir hafa spurt okkur og einnig hafa marg- ir verið að velta jarðskjálftum fyrir sér, bæði vegna þessa um- róts sem hefur verið og síðan þessi tenging við veðrið, sem er aðallega veður sem hefur verið í þau skipti sem verulegir jarð- skjálftar hafa komið, við höfum haft mikið af slíku veðri undan- farið. Við ræddum heilmikið um jarðskjálfta á síðasta fundi og mikill meirihluti var sammála um að það kæmi enginn stærri skjálfti núna á næstunni, það yrði eitthvað um minni skjálfta en ekkert stórt. Það var frekar erfitt að einbeita sér að því að spá í veðrið þar sem fyrir utan gluggann hjá okkur var sól og al- gjör sumarblíða og varla komið næturfrost nema örlítið ffammi í dal. Október verður þokkalega góður en misjafn, fyrri hlutinn verður með svipuðu sniði og ver- ið hefur undanfarið, það koma dagar innan um þar sem rignir og þegar líður á mánuðinn fáum við fol, það er ekki svo langt í það að við fáum hvíta fjallatoppa og meira til. Það verður ekki mikið um snjó í mánuðinum, þegar hann kemur þá festir hann lítið. Tunglið kviknar 6. okt í suðaustri, síðast þegar tunglið kviknaði í suðaustri var veðrið ekki gott þann tíma sem það tungl réði ríkjum, síðasta tungl kviknaði í NNA og við fengum gott út úr því, þá er bara spum- ingin hvort að hann haldi sig við að koma á tunglið, og ef við gef- um okkur það fer góða veðrið að hverfa fljótlega í kringum 6. okt. En flestir vom nú á því að fyrri hluti okt yrði góður og í seinni hlutanum kæmi smám saman það veður sem við þekkjum á þessum tíma. Margt bendir samt til þess að það verði mjög góðir og hlýjir dagar í mánuðinum. 26. október er fyrsti vetrardagur og við skulum fylgjast með því hvað gerist þá. Bjart veður á Gallusmessu 16. okt boðar góðan vetur. Við látum standa þessi orð frá sept. spánni, með von um að þau ræt- ist. Stundum er sagt að veðrið frá krossmessu að hausti 14. sept. og ffarn til allraheilagramessu, 1. nóv ráði veðurfari til ársloka. Með kveðju ffá Veðurklúbbn- um á Dalbæ Dalvík Von er á góðum gestum í Safnahúsinu á Sauðár- króki mun listakonan Anna Hrefnudóttir halda sýningu á olíumálverkum dagana 12.-20. október. Við opnun sýningar- innar mun eiginmaður lista- konunnar, Þorvaldur Þorvalds- son, bjóða gesti velkomna með söng. Eftir nám við Handíða- og myndlistarskólann hefiir Anna tekið þátt í samsýningum myndlistarfólks á höfuðborgar- svæðinu. Það hefur einkennt sýningarferil þessara listakonu, að hún hefur lagt rækt við að sýna á landsbyggðinni. Anna hefur sýnt á Akureyri, þar sem hún hafði vinnustofu í Hrísey, en þar var hún við kennslu og á síðan ítök í Hríseyingum. Einnig hefur hún sýnt austur í Breiðdal, enda er listakonan Austfirðingur að uppruna. í upphafi ferils síns gerði Anna afar fingerðar smámynd- ir oft með svipmóti ævintýra. Síðan hefur hún færst meira í fang og myndir hennar eru nú olíumálverk á stórum fleti og með sterku litaspili. Skagfirðingar, látið þessa mögnuðu sýningu ekki ffam- hjá ykkur fara! Þórunn Magnúsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.