Feykir


Feykir - 09.10.2002, Qupperneq 8

Feykir - 09.10.2002, Qupperneq 8
9. október 2002, 34. tölublað, 22. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill s: 453 6666 VlDE r s: 453 6622 Eins og sjá má una hrossin sér vel á beitinni upp við nýja skíðasvæðið. Gott beitiland í Tindastólnum Óvenjuilla hefur gegnið að smala Tindastólinn í haust en lögboðin hreppaskilasmölun og smölun á heimalöndum fór íram um síðustu helgi. Tíðin að undanfornu hefur vitaskuld togað margan til fjalla og eins er hitt að beitilandið í Tinda- stóli hefur stórbatnað með til- komu skíðavegarins upp í fjall- ið, en uppgræðlan meðfram veginum tókst það vel að gras- Skíðaskálinn allnagaður. ið teygði sig inn á slitlagið á köflum og skáramir iðagrænir beggja vegna vegarins eru víð- ir þessa fjóra kílómetra sem vegurinn er upp af Laxárdals- heiðinni. Reyndar finnst mörgum að þessar grænu línur upp Tinda- stólinn sé sjónmengun, eins á- berandi og þær em. Á þessu svæði hefiir fjöldi fjár verið á beitinni í sumar og haust og einnig hefiir það laðað hrossin til sín. Þau reyndar sýndu ný- máluðum skíðaskálanum mik- inn áhuga í sumar og nöguðu hann að utan, þannig að glerl- istamir em horínir á köflum al- veg inn að skrúfiim. Hrossin voru mætt þarna aftur um miðja síðustu viku og undu sér þar vel, en vom tekin heim eins og annar búfénaður um helg- ina. Engu að síður urðu þama eftir fjórar kindur við veginn sem Jósef Sigfússon ffá Torfú- stöðum veitti effirtekt, en Jósef hitti blaðamaður upp við skíða- skálann á laugardagsrúntinum. Draumur boltastrákanna á Húnavöllum að veruleika Leikjasamband og gagn- kvæmar heimsóknir hafa mynd- ast milli 15 drengja á aldrinum 12-14 ára í Húnavallaskóla og fjórða flokks drengja á aldrinum 13 og 14 ára i knattspymufélag- inu Þrótti í Reykjavík. Hófst sambandið er Húnvellingar svör- uðu jákvætt kalli Þróttara að taka þátt í stórmóti unglinga viðsveg- ar að af landinu sem háð var í Laugardalnum í Reykjavík í sumar. Stóðu Húnvellingar sig með ágætum og vom sæmdir háttemisverðlaunum fyrir ffarn- komu sína innan og utan leik- svæðis og hver drengur fékk 2000 króna innstæður á GSM- síma sína ffá Islandssíma. Nú um síðustu helgi kom svo 35 drengja lið Þróttar og dvaldi á Húnavöllum ffá föstudagskvöldi til sunnudags í boði heima- drengja er nutu aðstöðu skólans, aðstandenda sinna, SAH er lagði til kjöt í matinn, MH með drykkjarvörur, svo dæmi séu nefhd um að gera heimboðið mögulegt fjárhagslega. Vegna liðsmunar var formleg keppni ekki háð á Húnavöllum, en sem dæmi um þakklæti gestanna færðu þeir heimadrengjunum fallega félagsbúninga að gjöf. gg- ■PPw f . '1 ^ 1 Ánægðir drengir í Húnavallaskóla í búningunum sem Þróttarar gáfu þeim í lok heim- sóknarinnar um síðustu helgi. Villijálmur vill mikla þátttöku Vilhjálmur Egilsson fyrsti þingmaður Norðurlands vestra er byrjaður í barátt- unni fyrir endurkjöri í nýja norðvesturkjördæminu en hann stefnir á fyrsta eða ann- að sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Vilhjálmur opnaði kosningaskrifstofú í Aðalgötu 20 á Sauðárkróki sl. fimmtudag og þar mætti talsverður hópur fólks, helstu stuðningsmenn hans í Skaga- fírði. í samtali við Feykis sagði Vilhjálmur að það væri alveg sýnt að baráttan í prófkjörinu yrðu gifúrlega hörð, enda við öfluga menn að eiga. „Það er alveg greinilegt að ef ég á að eiga möguleika þá verður að nást góð þátttaka á svæðinu og sjálfstæðismenn mega ekki liggja á liði sínu”, sagði Vilhjálmur. ...bílar, tiyggingar, bækur, ritföng, franiköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 4B3 5950 Kodak Pictures Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.