Feykir


Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 19.01.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 03/2005 Bjarni Haraldsson við Verslun HaraldarJúliussonar. Mynd: pib Spjallað iríð Sigríði Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um_ Verslun Haraldar Júlíus Þeir sem kíkt hafa til Bjarna Har. í Verslun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötuna á Sauðár- króki hafa kannski tekið eftir að bæklingur um verslunina liggur þar frammi. Útgefandi bæk- lingsins er Byggðasafn Skagfirðinga og ákvað Feykir að leggja nokkrar spurningar fyrir Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanns Byggðasafns- ins. Aðspurð hvers vegna Byggðasafnið sé að veita Verslun Haraldar Júlíussonar áhuga segir Sirrí segir verslun- ina hafa starfað óslitið frá 1919 og að mestu óbreytta ffá 1930 og sé hún hvort tveggja í senn hluti af menningararfi Skag- firðinga og vitnisburður um hverfandi viðskipta- og versl- unarhætti. „Búðin var lengst af eins- konar samgöngu- og þjón- ustumiðstöð fyrir Skagafjörð. Hún er tveggja kynslóða versl- un. Núverandi eigandi, Bjarni Haraldsson, tók við rekstri hennar af föður sínum. Þessi tegund verslana eru hver af annarri að hverfa úr íslenskum viðskiptaheimi og brátt heyra þær sögunni til. í búðinni hefur flest verið við það sama lengst af 20. öld, livort sem litið er til innréttinga eða vöruúrvals. Verslunin er einstök á landsvísu." Aðkoma Byggðasafhs Skag- firðinga að Verslun Haraldar Kíkt i bæklinginn um Verslun Haraldar Júlíussonar. Mynd: óab Júlíussonar byggist fyrst og fremst á því að varðveita búð- ina sem mest í sínu uppruna- lega útliti og færa hana til eldri stíls eins og kostur er. Einnig að kynna ferðamönnum og heimamönnum minjagildi hennar og merkilega sögu.sem er tvíþætt, því líta má á fjölgun viðskiptavina sem aðstoð við verslunareiganda að halda búðinni opinni. Þá safnar Byggðasafnið heimildum um verslunarhætti fyrr og nú, svo sem heimildum um viðskipti, varning og gildi verslunarinnar, og vill gjarna nýta hana sem “glugga” inn í þann heim á meðan kostur gefst. Með varðveislu verslun- arinnar gefst síðast en ekld síst nútímanum innsýn í viðskip- tahætti í Skagafirði á 20. öld, fyrir tíma stórmarkaða og verslunarkeðja. „Bjarni Haraldsson versl- unareigandi hefur sýnt þeirri hugmynd áhuga og skilning að halda í búðina eins og hún var og halda háttum sínum innan við búðarborðið á meðan heilsan endist. Hann er sjálfúr lykillinn að því að gera búðina eins merkilega og raun ber vitni. I versluninni er, eins og áður segir, mest allt við það sama eins og lengst af á 20. öld, hvort sem litið er til innrétt- inga eða vöruúrvals. Ef búðin hjá Bjarna Har. hverfúr töpum við einstakri einingu sem er í hugum margra eitt elsta tákn Sauðárkróks." Sem fyrr segir hefur verið gefinn út bæklingur þar sem stiklað er á starfsævi Bjarna Har. og starfsemi búðarinnar og búið er að setja “gamla” skiltið upp og búðarborðið er komið í gamla haminn. Á þessu ári verður athygli skag- firskra gesta sérstaklega beint að versluninni. Sirrí segir að Bjarna verði seint fúllþakkað að vilja vera í búðinni eins lengi og kostir og og kraftar leyfa, ffemur en eyða ævilcvöldinu t.d. á Kanarí. Gleðilegt ár kæru Norðvestlendingar Við þökkum frábærar viðtökur í vetur og hlökkum til að eiga gott samstarf á árinu í janúar og febrúar er opið sem hér segir Mðnudaga, þríðjudaga og miðvikudaga kl. 9®-16.00 fimmtudaga og föstudaga kl.11® -16.M Laugardaga og sunnudaga er símsvörun og bakvakt Það er þvi hægt að opna ef að þörf krefur Glæsilegt handverk, góð þjónusta og gagnlegar upplýsingar Ferðaþjónustuaðilarl -veríð dugleg að koma til okkar efni og kíkja í heimsókn til að við hðfum ávallt réttar upplýsingar fyrir ferðamenn um ykkar þjónustu. Hjá okkur er hægt að fá upplýsingar um gistingu, afþreyingu, uppákomur og margtfleira. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERDAMÁLA VARMAHLJO SKAGAfJÓRDUR Sími 455 6161 uppfysingar@skagafjordur.is Eignasjóður Skagafjarðar auglýsir til sölu einbýlishús íVarmahlíð Um er að ræða húseign á einni hæð, 125.2 m2 að stærð. Óskað er eftir tilboðum í eignina og skulu þau berast skrifstofu eignasjóðs, Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 17-21 fyrir 1. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri eignasjóðs, sími 455-6000. www. skagafjordur. is EIGNASJOÐUR SKAGAFJARÐAR Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.