Feykir


Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Brugghúsið í Skagafirði stefnir að framleiðslu bjórs á þessu ári 95 milljón króna útboð hlutafjár á næstunni Undirbúningsvinna fyrir stofnun nýrrar bjórverksmiðju í Skagafirði er á lokastigi. Um er að ræða fjárfestingu upp á 145 milljónir króna, að viðbættum 40 milljónum í sérstöku fasteignafélagi, sem byggir eða kaupir 500- 600 m2 fasteign fyrir brugghúsið. Hlutafé að upphæð 95 milljónir verður boðið út á næstunni. Að undirbúningi stendur Brugghúsið í Skagafirði ehf sem er í eigu 13 aðila. Búið er að vinna að viðskiptaáætlun fyrir félagið með hléum í eitt ár og verður hún kynnt fyrir áhugasö- mum fjárfestum á lokaðri heimasíðu. Búið að fá tilboð í alla þætti, hráefni, flutninga, vélar, tæki o.fl. Aðstandendur Brugghússins í Skagafirði ehf. hafa unnið undirbúnininn í samvinnu við Föreyja Bjór í Færeyjum. En þeir telja æskilegt að fá erlendan samstarfsaðila að verkefiiinu. Langtímamarkmið að nota skagfirskt bygg en til þess að það sé nothæft þarf að byggja upp sérhæfða aðstöðu fyrir rnöltun. Þannig gæti orðið til í ffamtíð- inni annað fyrirtæki um möltun úr heimagerðu byggi. Ef verið væri að tala urn framleiðsluna eins og hún er áætluð 2009 samkvæmt viðskiptaáætlun færi nánast allt bygg sem er framleitt í Skagafirði í bruggið. Um er að ræða svo kallað míkró brugg- hús.með 1,2 milljónlítra ffam- leiðslugetu á ári. Stefiit er það því að skagfirski bjórinn nái um 5-7% hlutdeild af íslenska markaðinum. Gangi útboð hlutafjár og uppsetning véla og tækja eftir áætlun gæti fyrstu flöskurnar skilað sér af færibandinu í byrj- un vetrar. Gísli svarar fyrir sig I grein í Feyki í dag svarar Gísli Gunnarsson grein oddvita Framsóknarflokks. Þar segir Gísli m.a.: „Gunnar Bragi gat þess ekki, að á fúnd- inum sem vantrauststillagan kom fi'am, var dreift áliti ráðuneytisins sem gaf til kynna að Bjarni væri van- hæfúr. Ég vissi að ráðuneytið mundi úrskurða í málinu og þess vegna kaus ég að skipta mér ekki af atkvæðagreiðsl- unni í sveitarstjóminnl Ég ber íúllt traust til Bjarna Maronssonar, þó ég hafi ekki kosið að sefyist í dómarasæti í þessu máli.” Sjá grein Gisla á bls. 3 Meirihlutinn í Sveitarfélaginu Skagafirði heldur velli Meirihlutinn heldur Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Sveitar- félagsins Skagafjarðar, frestaði í síðustu viku fundi í sveitarstjórn Skagafjarðar. Minnihluti sveitarstjórnar sendi frá sér tilkynningu og mótmælti „óvönduðum vinnu- brögðum” forseta sveitar- stjórnar, sem hafi upp á sitt eindæmi ffestað sveitarstjórnar- fundi. „Minni- hlutinn áskilur sér rétt til að kanna réttmæti ákvörð- unar forseta með því að leita álits félagsmálaráðu- neytisins." Nú liggur hins vegar fyrir að sveit- arstjórnarmeiri- hlutinn mun starfa áffam saman eins og eftirfarandi yfirlýsingar, sem bárust Feyki í gærkvöld, bera með sér. Árangursríkt meirihlutasam- starf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í Skagafirði Meirihlutasamstarf Sjálfstœðis- flokks og Vinstri grœnna í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagajjarðar hefur nú þegar staðið í nœr þijú ár og verið ár- angursríkt. Á þeitn títna hefur tekist með margxnslegum hœtti að treysta stoðir skagfirsks samfélags og gera héraðið að enn betri bú- setukosti. Stjórnsýsla sveitar- félagsins hefiur verið endurskiþu- lögð og gerð markvissari ásamt því að tekið hefur verið á fiárhagsstöðu sveitarfélagsins. Meirihlutaflokkarnir munu áfram starfa markvisst satnan að málefnum sveitarfélagsins. Undir yfirlýsinguna rita: Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jóns- son, Bjarni Maronsson og Gísli Gunnarsson. Yfirlýsing sveitarstjórnarhóps Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Pað er skoðun fulltrúa Vg í sveitarstjórnarsamstarfi við Sjálfstœðisflokk að fulltrúar flokkanna hafi rœkt vel þau verkefni sem þeim hefur verið trúað fyrir í sam- starfinu. Fulltrúar Vg bera fullt traust til allra sveitar- stjórnarfulltrúa sa msta rfsflokksi ns og harma að fréttaflutningur og óheþþileg orð sem fallið hafa í garð Bjarna Maronssonar í tengslum við nýlegan úrskurð félagsmálaráðherra, hafi valdið einhverjum vafa um slíkt. Niðurstaða sem Vg taldi þar nauðsynlegt að fá í álitamáli liggur núfyrir. Það er sannfæring þeirra setn standa að sveitar- stjórnarstarfi Vg að flokkarnir muni eins og áður í samstarfinu skilja að baki ágreining og vera áfram það sterka afl sem Skagfirðingar kusu til forystu í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Samstarf Vinstri grœnna og Sjálfstœðismanna í sveitar- stjórn hefur í heild sinni gengið vel og verið árangursríkt fyrir héraðið. Fulltrúar Vg hafa ekki aðrar væntingar en þær að það farsæla samstarf haldi áfram af gagnkvœmu trausti. ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA r/iL* i— Bílaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir, réttingar og sprautun /imIbílaverkstæði k !CH£!h Gn\*A Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 Æ fl 1 Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.