Feykir


Feykir - 26.01.2005, Side 2

Feykir - 26.01.2005, Side 2
2 Feykir 04/2005 Fréttatilkynning________________ Fræðsluerindi um rann- sóknir á þorskungviði Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20.00 mun Hólmfríður Sveinsdóttir kynna dokt- orsverkefni sitt í Verinu, sjávarfræðisetri Hóla- skóla á Sauðárkróki (gamla Skjaldarhúsinu). Verkefnið, sem ber nafnið Mikilvægi meltingarensíma á íyrstu stigum þroskunar Atlantshafsþorsks - fræðslu- erindi um rannsóknir á þorskungviði við Háskólann á Hólurn og Háskóla Islands, er samvinnuverkefni Háskólans á Hólum og Háskóla Islands. Hólmfríður Sveinsdóttir var við nám í næringarfræði við Justus-Liebig háskólann í Giessen í I’ýskalandi 1996- 2001. Lokaverkefni hennar var á sviði næringarefnafræði plantna. Frá árinu 2002 hefur Hólmfríður verið í doktors- nárni hjá Ágústu Guðmunds- dóttur prófessor í matvælafræði við Háskóla Islands. Árið 2004 fluttist Hólmfríður með fjöl- skyldu sinni til Sauðárkróks og hefur unnið áfram að verkefii- inu í samvinnu við Háskólann á Hólum. Þetta samstarf sýnir í verki að með átaki eins og því sem gert hefur verið í Skjaldarhús- inu á Sauðárkróki, þar sem komið hefrir verið upp góðri aðstöðu til fiskeldisrannsókna, veitist ungu fólki tækifæri á að mennta sig nærri heimahög- unum á sérsviðum sem auka framtíðarmöguleika byggð- anna. I fréttatilkynningunni segir ennfremur að há dánartíðni lirfa sé eitt helsta vandamálið í eldi sjávarfiska. Þess vegna er mikilvægt að fundnar séu leiðir til að minnka afföllin en það verður aðeins gert með auknum rannsóknum. Þar sem svelti er talið vera ein af megin orsökum hárrar dánartíðni lirfa sjávarfiska er meltingargeta lir- fanna svo og framboð á æti afar mikilvægur þáttur í afkomu þeirra. Sjá nánar> www.holar.is Leiðari Skagfirskur heilsubjór Eins og þeir þekkja sem fengist hafa við bruggun er ekki sopið ölið fyrr en í könnuna er komið. Aðstandendur Brugghússins í Skagafirði ráðast ekki á garðinn þar senr hann er lægstur með því að leggja fyrir sig bruggun öls. Vonandi gengur þetta framtak vel hjá þeim, en ölgerð er vandasöm og mikið nákvæmnisverk eins og landans menn geta borið vitni um víða. Hér og þar luma menn á reynslu sem gæti nýst þeim Brugghúsmönnum. Hitt er ekki síður áhugavert ef hægt er og hagkvæmt, að malta íslenskt bygg. Hér er á ferð nýsköpunarverkefiú Sóknarfærin ót\4ræð og þarf ekki annað að nefna en að kornbændur á Islandi úða ekki skordýraeitri á akrana. Útkoman gæti orðið skagfirskur heilsubjór án nokkura eitur- eða aukaefna. Svo magnaður að menn yrðu ekki einu sinni timbraðir daginn eftir. Árni Gunnnrsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir lltgefandi: Feykirhf. Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðárkrúki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðamiaðun Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Símar455 7100 Blaðamenn: Úli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson Símar. 4535757 Netlöng: rokur. is Askriftarverð: 210 krónur hverttölublað með vsk. Lausasöluverð: 250krónurmeð vsk. Póstfang: Box4,550Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: \ Hvítt & Svart ehf. Óvenjuleg sjón á Öxnadalsheiði Örn með ref í klónum Erlingur Jóhannesson, múrari á Sauðárkróki, varð fyrir fátíðri reynslu síðastliðinn laugardag er hann sá haförn hefja sig til flugs með tófuhræ í klónum. Erlingur var á ferð til Akureyrar síðastliðinn laugar- dagsmorgun. I svonefndum Giljareitum á móts við Hálf- dánartungur tók hann eftir að Hatörn sat á klettasnös skammt ofan við veginn. „Ég stoppaði um 50 metra ffá Erninum og horfði á hann og hann horfði bara á móti sallar- ólegur,” sagði Erlingur í samtali við Feyki. Hann segist hafa fært bílinn í rólegheitum nær ern- inum og tók þá eftir að hann var Sýning á myndum Guðríðar B. Helgadóttur Efnið og andinn í Safnahusinu Laugardaginn 29. janúar verður opnuð í Safna- húsinu á Sauðárkróki sýning á listsaumsmyn- dum Guðríðar B. Helgadóttur. Við opnuni- na spilar Sveirún Eymundsdóttir nokkur lög á flautu og boðið verður upp á kaffi. Guðríður er fædd árið 1921. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1942 - 1943. Hún hélt svo til Reykjavíkur, nam klæð- skerasaum við Iðnskólann og útskrifaðist þaðan 1946. Hún vann við kjólasaum, afgreiðslu, húsmóðurstörf og fleira næstu árin. Guðríður hefúr fengist við með eitthvað hvítt í klónum. „Þegar ég var kominn í um 25 metra færi við hann hóf hann sig til ílugs og þá sá ég að þetta hvíta var hræ af tófu,” sagði Erlingur. Ekki er einungis fátítt að sjá haförn á þessum slóðum heldur er mjög sjaldgæft að örninn taki ref. Það er þó ekki óþekkt en samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun hafa tófú- hræ fúndist í óðölum arna á Grænlandi. fjölbreytt störf í borg og sveit. Listinni sinnti hún í hjáverkum, þar til síðustu árin, þegar bústörf og barnauppeldi kröfðust ekki lengur mestrar hennar orku. Hún hóf að sauma fyrstu myndina, sem er úr Þórsmörk, árið 1959 og lauk henni 1980, en flestar myndanna sem sýndar eru í Safnahúsinu er saumaðar eftir 1990. Guðríður hefur aldrei selt myndir sínar en tekur gjarnan upp nál og þráð þegar líður að stórafinæli eða öðrum merkisviðburðum í ættinni. Sýningin í Safnahúsinu stendur til 19. febrúar og verður opin alla daga frá 14-17. Hér eru sýndar 48 myndir, sem hver á sinn hátt eru óður til íslenskrar náttúru og þjóðlífs. Þetta er í fjórða sinn sem listsaums- myndir Guðríðar eru sýndar. Alþjóðlegir hestadagar í Reiðhöllinni í apríl Tekið til kostanna verður Horse event in Skagafjordur Haldnir verða alþjóðlegir hestadagar í Skagafirði fyrstu helgi sumars í tengslum við reiðhallarsýningu- na Tekið til kostanna á Króknum. Yfirskrift hesta- daganna er Tekið til kostanna - horse event in Skagafjörður 21. -24. apríl. M Hér er um að ræða sam- starfsverkefni Hrossaræktar- sambands Skagafirðinga (HSS), Hólaskóla, Reiðhallar- innar Svaðastaða og Leiðbein- ingamiðstöðvarinnar. Það er HSS sem stendur fyrir þessum hestadögum en framkvæmdarstjórn er í hönd- um Leiðbeiningamiðstöðvar- innar. Eitt af megin markmiðum hestadaganna er að skapa markaðstorg þar sem hestar og menn úr öllum áttum geta komið saman. Atburðurinn hefur þegar verið auglýstur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Ferðaþjónusta bænda hefur skipulagt ferð þar sem boðið er upp á allan pakkann með eða án flugs frá áðurnefndum stöðum. Allir atburðir verða kynntir að hluta til á erlendu máli. Helstu atburðir sem verða í boði eru; kynbótasýning, kvöldsýningar, markaðsdagur, opinn dagur á hrossaræktarbúum, Skeifu- keppnin á Hólurn, tölt keppni í Svaðastaðahöllinni og sýni- kennsla í tamningum og þjál- fun sem fer fram heim á Hólum og verður í umsjón Eyjólfs ísólfssonar. Allar upplýsingar um Tekið til kost- anna má finna á heimasíðunni www.horse.is/ttk. Á markaðsdeginum verður m.a. boðin til sölu úrvals unghross. Þar munu söluaðilar geta verið með kynningarbása og ýmislegt fleira verður á boðstólnum. I tengslum við hestadaganna verða auglýstir opnir dagar á skagfirskum hrossaræktarbúum. Fljótlega verður farið að kynna sölu- hrossin og hrossaræktarbúin á heimasíðu hestadaganna. Þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri efnilegum trippum, vera með kynningar- bás á markaðsdegi eða vera nreð opinn dag í tengslum við sýninguna er bent á að hafa samband við Ingimar eða Eyþór. s: 455-7100 / e-mail: ii@horses.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.