Feykir


Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 04/2005 Þegar fé og menn var komið um borð var þorramatur í boði Helgustaðahjóna. Leiðangursmenn talið frá vinstri Þorsteinn Jónsson Helgustöðum,Rögnvaldur Gottskálksson Siglufirði,Þorsteinn Þorsteinsson Helgustöðum,Hafliði Jónsson Lynghvammi.Haraldur Björnsson Siglufirði,Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti,Jóhannes Ríkharðsson Brúnastöðum, GunnarJúlíussun Siglufirði.Óðinn Rögnvaldsson Lambanesi og Einar Númason Reykjarhóli. Á myndina vantarskip- stjórann, Ijósmyndarann og Hjört Þorsteinsson sem fórstyttri leiðin til Siglufjarðar. Örn Þórarinsson segir frá Björgunarieiðangiir í Héðinsfjörð Eins og fram kom í síðasta tölublaði Feykis hefur síðan í haust verið vitað um sauðfé í Héðinsfirði oa lentu nokkrir menn í svaðilför þegarþeir fóru þangað á snjósleöum að huga að fénu fyrir sköm- mu. Síðastliðinn sunnudag var hinsvegar gerður út fjölmennur björgunarleiðangur til Héðinsfjarðar til þess að sækja kindurnar sem talið var að væru 22 talsins. Eftir svaðilförina var vitað að tveir fimm kinda hópar voru á hagleysu framarlega í firðin- um við eyðibýlin Grundarkot og Ámá. En aðalhópurinn var við eyðibýlið Vík sem er skammt frá neyðarskýlinu. Á þessum kindum var skár- ri vist því þær höfðu nokkra rinda sem á var einhver snöp, aðgang að fjörunni og það sem mestu máli skipti gat verið inni í Vikurbænum í illviðrunum. Héðinsfjörður fór í eyði um miðja síðust öld, enda snjó- þungur og harðbýll. Hann heyrir undir Siglufjörð hvað smalamennsku varðar, en fé sem gengur í firðinum er úr Ólafsfirði og Fljótum. Seinni göngur þar misheppnuðust algerlega haust og var vitað að talsvert af fé ýmisst slapp eða varð eftir. Leiðangurinn í Héðinsfjörð var í raun þrískiptur. Þrettán menn og einn hundur fóru á fimmtíu tonna bát ffá Siglufirði og tók siglingin til Héðins- fjarðar um 75 mínútur. I hóp- num voru bændur úr Fljótum, tveir björgunarsveitarmenn úr Siglufirði, skipstjóri sem var Pétur Bjarnason og báts- eigandinn Gunnar Júlíusson. Tveir fóru á snjósleðum úr Siglufirði og þrír fóru á snjósleðum frá Ólafsfirði og raunar var einn þeirra úr Haldið í á fjörukambinum meðan beðið var eftir að gúmmíbáturinn kasmi. Fljótum. Útilokað var að fara með féð úr firðinum nema sjóleiðis því fjöllin umhverfis fjörðinn eru svo brött að ekki er mögulegt að draga fé aftaní snjósleðum yfir. Áður en snjóar í fjöll er hinsvegar féð rekið yfir fjöllin, ofitast til Siglufjarðar. Að sjálfsögðu er ekki lendingaraðstaða í Héðinsfirði og var því lagst við akkeri eins nærri landi og mögulegt var og mannskapurinn ferjaður í land á gúmíbát. Byrjað var að ná fénu við Vík og eftir smá snúninga var það rekið inní gamla íbúðarhúsi og hand- samað þar. Vöru kindurnar síðan settar í stóra poka tvær í hvern og þannig dregnar á snjósleða niður í fjöruna og pokinn síðan borinn um borð í gúmmíbátinn. Var féð þannig selflutt út að skipinu og farið með fjórar í hverri ferð. Var pokinn síðan hífður upp með spilinu og settur niður í lest þar sem losað var úr pokanum og botn fjarðarins. þar tók báts- gengið við þeim og leiddi eftir sandfjörunni nokkurn spöl og ferjaði með sama hættin og hinar. En þegar þeir flutnings- nrenn fóru að svipast betur um í firðinum komu þeir auga á þrjár kindur sem hímdu á rinda í fjallshlíðinni að vestan verðu og voru þær að sjálf- sögðu sóttar. Tóku þeir einn góðan hring um fjörðinn til að kannað hvort þar gæti leynst fleira fé en svo var ekki. Þarna náðust því alls 25 kindur, átta ær og sautján lömb. Tíu kindur voru ffá Kvíabekk í Ólafsfirði, en fljótabændur áttu afgang- inn. Átta voru frá Brúnastöð- um, þrjár frá Stóra-Holti. og tvær frá Helgustöðum og Reykjarhóli. Kindurnar voru í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Allt féð var svangt ogeinær var orðin verulega aflögð, einnig nokkur lambanna. Má fullyrða að eitthvað af fénu hefði ekki haft veturinn af í Vaðið með bátnum þar til hægt var að setja mótorinn í gang. Fjær sjást Hestfjöllin við vestanverðan fjörðinn en þar var mannskæðasta flugslys hér á landi til þess árið 1947. Eftir velheppnaðan túr var fengnum landað í Siglufirði. góð heytugga beið kindanna. En snjósleðinn hafði einmitt verið skilinn eftir við Víkur- bæinn helgina á undan og kom þarna að góðum notum. Þegar lokið var við að koma þessum kindum í skip var komið að þætti þeirra þriggja sem komu frá Ólafsfirði. Var ferð þeirra í þeim tilgangi að keyra kindum sem voru ffemst í firðinum niður að sjó. Til þess flutnings kom sleði Jóns bónda á Þrasastöðum í góðar þarfir. Var kindunum raðað á sleðann fimm í einu og sett net yfir. Félagar hans fóru á undan og gerðu slóð þannig að ágætlega gekk að flytja féð með þessu móti niður til sjávar við firðinum. Fyrir þó sem fóru með bátnum tók túrinn fimm og hálfa klukkustund þ.e. ffá því látið var úr höfii og þar til kornið var að bryggju aftur. Þessi leiðangur sem gekk ágætlega var búinn að standa til um nokkurn tíma en veður búið að harnla. Eins og getur nærri verður að vera kyrrt í sjó þegar svona selflutningar á litlum gúmíbát eiga sér stað. Þarna kom hinsvegar tæki- færið og það var notað enda ljóst að ekki mátti dragast lengur að koma hluta af fénu til bjargar. Texti og myndir: Örn Þórarinsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.