Feykir


Feykir - 26.01.2005, Page 6

Feykir - 26.01.2005, Page 6
6 Feykir 04/2005 Frá opnun Upplýsingamiðstöðvarinnar. Frá vinstri: Sturla Böðvarsson, Jakob Frímann Þorsteinsson og Bjarni Jónsson. Jakob Frímann Þorsteinsson í spjalli_ Grannar græða - hagsýn samvinna Galvaskur blaðamaður Feykis tók hús á Jakob í Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Varmahlíð fyrir skömmu. Það blés ekki byrlega á leiðinni í Varmahlíð en þegar þangað kom tók á móti honum nýmokað planið. Þegar inn var komið réð ríkjum hlýlegt umhverfí og ilmandi kaffí. Hvernig gengur í Upplýs- ingamiðstöðinni þessa dagana? „Það gengur vel. Við höfum haldið áfram að móta starfið og sinna upplýsingasöfnun og miðlun. Við vorum mjög ánaegð með fjölda heimsókna í haust og það var líka mjög góð sala á handverki fyrir jólin. Fólk er almennt jákvætt og margir duglegir að hafá samband og gefá okkur góð ráð. Vð höfum líka tekið að okkur ákveðin verkethi senr tengjast ferða- málum. Grannar græða er cinmitt dæmi um slíkt verkefiri en þar hef ég verið að aðstoða Markaðsskrifstofu Norður- lands við að þróa nánr fýrir fólk í ferðaþjónustu senr \áll græða meira. Hver vill nú það ekki?” Um hvað fjallar verkefnið “grannargræða”? „Grannar græða er hagnýtt nám sem er sérsniðið fýrir alla sem starfá í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Áhersla er á samkennd, samvinnu og samkeppni. Námskeiðið bygg- ir á því að með markvissri vinnu megi auka ávinning af samstarfi ferðaþjónustuaðila á svæðinu sem eiga sameigm- legra hagsmuna að gæta. Stefnt er að þ\í að þátttalændur nái að mynda eina heild í tengslum við markaðssetningu, móttöku á ferðamönnum og þróun ferðaþjónustu á öllu svæðinu. Einnig er vert að nefha það að námskeiðið er samstarís- verkefiri Farskólans, Ferða- málaseturs íslands, Fræþings, Hólaskóla, Markaðsskrifstofii ferðamála á Norðurlandi og SlMEY” Hvað hag hafa menn af þátt- töleu á námskeiði sem þessu? „Það skiptir miklu máli fýrir terðaþjónustu á Norðurlandi að auka gæði og hagnað í greininni. Það er trú okkar sem stöndum að námskeiðinu að þátttaka í þvi efli þekkingu og tengslanet aðila í ferðaþjónustu og geti, ef vel tekst til, bætt verulega hag fýrirtækja í greininni.” Fyrir hverja er þetta nám- skeið? Bara þá sem eru í ferðaþjónustu eða hvað? „Það eru mjög margir í ferða- þjónustu þegar nánar er að gáð. Nánrið er einkum fýrir stjómendur og lykilstarfinenn allra fýrirtækja og stofnana í starfsemi sem tengist ferðaþjónustu á Norðurlandi, bæði beint og óbeint.” Hvað kostar á námskeiðið og hvar getur fólk á svo að skrá sig? „Námskeiðsgjald er 24.500 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er matur og kaffi alla námskeiðsdagana. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Farskól-anum í síma 455 6010. Mikilvægt er að benda fólki á að ýrnsir sjóðir m.a. hjá stétta- og fagfélögum styrkja endunnenntun fólks. Það er því um að gera að kynna sér þá kosti sem manni bjóðast.” Sjá einnig > www.farskolinn.is Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Úrræðalaus meirihluti Fyrir skömmu var fjárhagsáætlun sveitarfélagsins afgreidd með 100 milljón króna halla. Enn á ný er rekstur sveitarfélagsins fjármagnaður með lán- tökum. Fram að valdadögum núverandi meirihluta höfðu flestar sveitarstjórnir haft það að markmiði sínu að ná niður skuldum og reyna að skapa aðstæður fyrir öflugu atvinnulífi. Meirihluti núveran- di sveitarstjórnar stærir sig gjarnan af góðum rek- stri sveitarfélagsins, ráðdeild o.þ.h. án þess þó að geta bent á hvar þessi kraftaverk eiga að hafa átt sér stað. Þrátt fyrir sölu eigna á árinu 2004 fýrir tugi milljóna og áætlaðri sölu eigna fýrir 80 milljónir 2005 er ekki gert ráð fýrir að skuldi lækki um nema 10 milljónir, af skuldum upp á tæpa 2.8milljarða. Kallastþetta að lækka skuldir? í besta falli er hægt að kalla þetta að skuldir standi í stað þrátt fyrir að eignir séu seldar og miklu minna fé sé veitt til nýfram- kvæmda en var gert árið 2004. Samhliða þessu er gengið á eigið fé og ef áætlun ársins 2005 gengur effir hefúr eigið fé minnkað unt rúmlega 100 milljónir á ári í 3 ár. Með sama áframhaldi verður eigið fé uppurið eftir 8 ár, en gert er ráð fýrir að í lok árs 2005 standi það í rúmum 800 milljónum. Sem eðlileg afleiðing af sölu eigna, minni framkvæmdum, lækkun eigin fjár og því að ekki tekst að lækka skuldir, lækkar bæði eigiðfjárhlutallið og veltufjárhlutallið sem segir okkur í raun að fjárhagslegur styrkur sveitarfélagsins minnkar, bæði til fram- kvæmda og til daglegs reksturs á komandi mánuðum og árum. „Ég hef ekki áhyggjur af því að eigið fé rýrni” sagði sveitarstjórinn við umræður um fjárhagsáætíun sem ætti þó að vera eitt helsta áhyg- gjuefni hans. Hugmyndir meirihlutans um ráðdeild og sparnað eru vitanlega ágætar en örugglega ekki fundnar upp af þeim. I lokaorðum fjárhagsáætíunar meirihlutans fýrir árið 2005 kemur ffam að fara eigi í launaliði sveitar- félagsins til að ná fram hagræðingu. Hvað það þýðir kemur í ljós á fyrrihluta ársins skv. yfirlýsingum sveitarstjóra. Ég og aðrir fúlltrúar min- nihlutans í sveitarstjórninni höfúm margsinnis bent á að sparnaður, sýnilegur eða ósýnilegur, bjargar ekki fjárhag sveitarfélagsins. Það verður fýrst og frernst gert með því að efla atvinnulífið og fjölga fólki sem leiðir af sér hærri skatt- tekjur. í Sveitarfélaginu Skagafirði fækkaði fólki um 37 árið 2004. Það segir okkur að endurvekja þarf trú fólks á því að í Skagafirði sé gott að búa. í áætíunum meirihlutans er ekkert að finna sem bendir til þess að það verði gert. Þvert á móti. Framlög til atvinnumála eru skorin niður um tæplega 40% og voru nú ekki mikil fýrir. Fulltrúar Framsóknar- flokksins bókuðu eftirfarandi við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar: „Ibúum sveitarfélagsins fækkaði verulega á yfirstand- andi ári. Því er ljóst að endurvekja þarf traust alm- ennings á Skagafirði sem búsetukosti. Þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar sveitar- stjóra og meirihlutafulltrúa um góðan rekstur, hagræð- ingu og árangur í fjármála- stjórn er ljóst, skv. árs- reikningum sveitarfélagins fýrir árið 2003 og fjárhags- áætlun 2004 og framlagðri áætlun fyrir árið 2005, að eigið fé samstæðu sveitarféla- gins rýrnar árlega að meðaltali þessara ára um rúmlega 100 milljónir, sem þýðir að sveitarsjóður verður kominn í þrot innan örfárra ára með óbreyttri stefnu. Ljóst er að nú þegar verður að bregðast við með róttækum að-gerðum. Enn og aftur benda fulltrúar Framsóknarflokks-ins á að eina raunhæfa leið sveitar- félagsins til að snúa þessari óheillaþróun við er að auka tekjur sveitarsjóðs. Þær verða ekki auknar nema með upp- byggingu atvinnulífs í héraðinu. Því er lagt til að fjárveiting til atvinnumála verði aukin um 50 milljónir króna til uppbyggingar at- vinnulífs sem fýrsta skref í þeirri viðleitni að snúa við rekstri sveitarfélagsins og íbúaþróun héraðsins. Full- trúar flokksins geta ekki samþykkt framlagða fjár- hagsáætlun sem leiðir til þrots sveitarsjóðs innan örfárra ára, því greiðum við atkvæði gegn fjárhagsáætl- uninni.” Okkar mat er það að það sé betra að taka 50 milljónir að láni og fá þær greiddar til baka í öflugu atvinnulífi og fleiri skattgreiðendum en að taka eingöngu lán til þess að fjármagna rekstur. Reyndar hafði reynslan kennt okkur að lítil von væri til þess að þessi tillaga okkar yrði samþykkt, jafnvel þótt að ein- staka fulltrúar meirihlutans hafi sýnt vilja til að snúa vörn í sókn. En það sem mest kom á óvart voru orð forseta sveitarstjórnar, Gísla Gunn- arssonar „ég er orðinn hund- leiður á þessari síbylju um atvinnumál” og taldi at- vinnumál ekki eiga heima í fjárhagsáætlun sveitarfél- agins! Eru þetta trúverðug og traustvekjandi skilaboð ? Hér þarf að snúa vörn í sókn. Meirihlutinn mun eflaust hanga út þetta kjörtímabil þótt allt traust innan hans sé löngu búið. Við hin verðum að þreyja þorr- ann og muna að það styttist til sveitarstjórnarkosninga. Gunnar Brngi Sveinsson

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.