Feykir


Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 26.01.2005, Blaðsíða 7
04/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson Hagyrðingaþáttur 398 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja að þessu sinni með fallegri hringhendu eftir Pálma Jónsson frá Nautabúi í Skagafirði. Spnmd og halir hefjum skál, heiða saiarkynna. Islenskt tala tungumál tröllin dala minna. Önnur hringhenda kemur hér einnig úr Skagafirði. Höfundur Unnur Jónsdóttir frá Valadal. Ástin létta ung og keik oft viil spretti taka. Bak við réttan lífsins leik liggur glettin staka. Skáldið Kolbeinn í Kollafirði mun hafa ort svo fallega til konu sinnar er hún varð 50 ára. Hjá þér, með þér hlýju, styrk hlaut ég allar stundir. Þú hefur sveipað sundin myrk, sól ergekk ei undir. Öðru sinni mun frúin hafa fengið svofellda kveðju. Mér er blessað bros þitt kœrt birtir ást og tryggðir. Afþérgeta allar lœrt eiginkonu dyggðir. Halldór Jónsson áður bóndi á Iæysingjastöðum í Þingi mun hafa ort þessa. Öldurfreyða œst um lund Allar leiðir banna. Margir eyða yndisstund. Ill er reiði manna. Til Björns Blöndals mun Halldór hafa ort þessa. Hreint átt þú og hljómþýtt mál hress og beinn í svörum. Ferskeytlunnar stuðlastál stekkur þér afvörum. Það er Árni Björn Kristófers- son ffá ICringlu, sem kemst svo vel að orði í næstu vísu. Oft eru augu gesta glögg þóttglepji sýnir Ijósin. Efviðunandi vantardögg visna tekur rósin. Trúlega af lakara tagi hefúr umtal í sveitinni verið þegar Árni orti þessa. Flestum virðistfrœgð að smá fallin dreng í valnum. Dómar gefast eftirá í æðsta réttarsalnum. Á effi árum mun Árni hafa ort þessa. Kreppist hönd og bognar bak blíðar kenndir eymast. Æskan leið sem andartak ævintýrin gleymast. Dýrólína Jósdóttir ffá Fagra- nesi á Reykjarströnd mun hafa ort þessa laglegu hringhendu. Klökknar njólu kalda brá kemur ról áfossinn, þegar hólar freðnir fá fyrsta sólarkossinn. Önnur hringhenda kemur hér og mun Kristján Guðnason, bóndi á Gýgjarhóli í Biskupstungum hafa ort hana um reiðhest sinn. Fár á betri færleik hér flesta letja árin. Ei þarf að hvetja undir mér átján vetra klárinn. Ekki sakar að bæta við hring- hendurnar með þessari fallegu vísu Bjarna Halldórssonar frá Uppsölum. Skáldið gistir sjónar svið sér tilystu stranda. Bragalistin leikur við Ijóðaþyrstan anda. Teitur Hartmann var kunnur hagyrðingur á sinni tíð og munu þeir sem eldri eru trúlega muna effir vísum hans. Þessi er ein af þeim. Afskaplega er nú kalt œtlar nærri að drepafólk. Betra er að bergja svalt brennivín en heita mjólk. Eftir næstu vísu að dæma hefúr Teitur ekki talið skynsamlegt að ffesta því til morguns sem hægt var að gera í dag. Ég skal yrkja annan brag öngvafyrir borgun. Vínið sem að var í dag verður ekki á tnorgun. Árið 1940 mun hann hafa sent vinkonu sinni svofellda kveðju. Anna, þú ert tnín ást, mín sól óskir, von og þrár. Drottinn gefi þér gleðilegjól oggott ogfarsælt ár. Þrátt fyrir að ég sé nokkuð viss um að þessi ágæta vísa Gissurar í Valadai hafi áður birst hér í þættinum, geri ég það okkur öllum til gleði, að rifja hana upp í lok þessa þáttar. Vetur hrindirfrá mérfrið flestutn tnyndar trega. Mínar bind ég vonir við vorið yndislega. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðumm, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik_ Obb-bobb-bobb Tindastóll spilaði síðastliðið fimmtudagskvöld við lið KFÍ á ísafirði en þar á bæ höfðu menn ekki sigrað einn einasta leik í vetur. Tindastóll var 11 stigum undir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar 3 sekúndur voru eftir en það reyndist fúll seint í rassinn gripið. Joshua Helm reyndist Tindastólsmönnum erfiður Á því varð breyting þegar Stólarnir komu í heimsókn því KEÍ landaði nokkuð öruggum sigri með tveggja stiga mun, 84- 82. Strákarnir byrjuðu leikinn vel og komust í 2-11 en eftir það tók KFI völdin. viðureignar en hann gerði rúm 30 stig í leiknum og tók hátt í 20 fráköst. Svavar Birgisson gerði flest stig Stólanna eða 26 og hann tók 11 ffáköst. Það er óhætt að fúllyrða að þetta voru afar slæm úrslit! INTERSPORTDEILDINIKÖRFU íþróttahúsid á ísafirdi KFI84 TINDASTÓLL 82 Stig Tindastóls: Svavar2B, Thompson 19, Axel 13, Fletcher 12, Bi'örn 8 og Gunnar 4. Sportmolar Feykis frækna Stólar mörðu Hvöt Tindastóll marði sigur á liði Hvatar frá Blönduósi í Powerade-mótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri síðasta sunnudag. Hvöt mætti til leiks með leiknum þegar um 15 talsverðan samtíning en Tindastóll var með ungt lið og var elsti leikmaðurinn 24 ára. Haukur Skúlason gerði fýrsta mark Ieiksins í fýrri hálfleik og var staðan 1 -0 í leikhléi. Hvöt jafnaði en það var síðan hinn skot- fljóti Aðalsteinn Arnarson sem gerði sigurmarkið í mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-1. Tindastóll er með 3 stig eftir 2 leiki en markatala liðsins er ekki góð. Hvöt hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu til þessa. Um næstu helgi mæta Stólarnir I. deildar liði KS sem reyndar biðu afhroð gegn liði Þórs um helgina, töpuðu 10-1. Afmælisdagskrá körfuboltans 40 ár eru nú í janúar ffá því að Tindastóll lék sinn fýrsta körfuboltaleik. I tilefni tímamótanna verður sagan rifjuð upp á Kaffi Krók að loknum leik Tindastóls og IR. Þá verður dagskrá ffá kl. 18:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki áður en leikur Tindastóls og lR í Intersportdeildinni hefst en ffítt er inn á leikinn. Sigurreifir bridsarar. Brids Mynd: ÖÞ Sveit Eyjólfs sigraði sveHakeppnina Sveit Eyjólfs Sigurðs- sonar á Sauðárkróki sigraði í sveitakeppni Norðurlands vestra í Brids sem haldið var um helgina. Sveitin hlaut 108 stig einu fleira en sveit Sparisjóðs Siglufjarðar. Þessar tvær sveitir voru í nokkrum sér- flokki í mótinu en gæfu- muninn gerði það að sveit Eyjólfs vann innbirðisleik sveitanna 20 gegn 10. í þriðja sæti varð sveit Gunnars Þórðarsonar á Sauðárkróki með 72 stig og fjórða varð sveit Stefáns Benediktssonar Fljótum/ Reykjavík með 64 stig. Þessar fjórar sveitir unnu sér allar rétt til að spila á íslandsmótinu í sveita- keppni síðar í vetur. Aðeins tók sex sveitir þátt í mótinu að þessu sinni. Það var Bridsfélag Siglufjarðar sem hélt mótið, keppnis- stjóri var Sigurður Hatliða- son. I Butler útreikningi mótsins var Kristján Blöndal fýrrverandi Sauðkrækingur efstur. ÖÞ smaauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Til sölu Hilux disel "96, breyttur fyrir 361, er á rtýjum 35 rtagladekkjum. Skipti á 4x4 fólksbíl koma til greina. Upplýsingar í síma 848 0287 eða 8669906. Skíðabúnaður óskast Óska eftirnotuðum göngu- skíðabúnaði með riffluðum botni. Þarfað henta skóstærð 40-42. Upplýsingar í síma 453 5303 eftirkl. 17:00 AL-ANON í Skagafirði Von og hjálp fyrir fjölskyldur og vini alkohólista. Opnir fundir öll mánudagskvöld í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju á Sauðárkróki kl. 21.00 -22.00. Allir hjartanlega velkomnir - kaffi á könnunni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.