Feykir


Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 06/2005 Árgerð ‘39 - ‘40 við Gamta barnaskátann s Sauðárkróki. Flottu kamrarnir til hægri. Mynd frá Héraðsskjalasafni Sk. Brynjar Pálsson bóksali á Króknum í léttu spjalli skreyttar með flórsykri og þóttu alveg æðislegar.“ Hvernig gekk dagurinn fyrir sig? „Bolludagurinn var tekinn snemma því þeir sem mættu fyrstir við Bakaríisdyrnar, og voru fyrstir inn, fengu fullann poka af bollum. Þeir sem komu í næsta holli fengu eins og hálfan poka og síðan minnkaði skammturinn þangað til aðeins ein var frí og loks engin. Það var því til mikils að vinna. Sunnudagurinn fyrir bollu- dag fór í að útbúa bolluvendi, svo óðu menn um bæinn með bolluvendina á lofti líkt og sverð, ruddust inn í hús og hýddu húsráðendur og fyrir hýðingarnar veittu húsráðend- ur verðlaun - bollur ffá Gutta.“ „Maður á að éta alveg ógeðslega mikið!" í tilefni af bolludegi, sprengidegi og öskudegi fékk Feykir þá snjöllu hugmynd að taka púlsinn á Bóksalanum - Brynjari Pálssyni - og athuga hvort hann væri ekki fáanlegur til að rifja upp þessa daga eins og þeir voru þegar hann var pjakkur á Freyjugötunni. Það reyndist einhverra hluta vegna auðsótt mál og fyrst var spurt hvernig bollurnar voru í þá gömlu góðu daga. „Bolludagurinn á Króknum er eftirminnilegur svo bollurnar hljóta að hafa verið ægilega góðar. Ekki voru þær þó margar tegundirnar sem hægt var að velja á milli. Rúsínu- bollur, búðings- og sultubollur sem voru sérhannaðar af Gutta bakara og sérstakur öðlingur af Skaga var fenginn hér inneftir til að gera gatið fyrir sultuna með þumal- puttanum. Þetta þótti pínu rosalega fínt. Síðan voru það rjómabollurnar sem voru Verkefnastjóri Sauðárkróki Vegagerðin leitar eftir verkefnastjóra til starfa I árangurs- ogeftirlitsdeild á Sauðárkróki. Árangurs- og eftirlitsdeild sinnir verkefnum á öllum svæðum Vegagerðarinnar. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Starfssvið: • Umsjón með framkvæmd gæðaeftirlits í þjónustu og viðhaldi • Árangursmat framkvæmda f viðhaldi og þjónustu • Rýni útboðslýsinga Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði raungreina eða önnur sambærileg menntun og reynsla sem nýtist í þessu starfi • Góðir samstarfshæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæði ( vinnubrögðum • Góð tölvukunnátta Hjá Vegagerðinni starfa um 330 fastir starfsmenn og þar af eru um 90 háskólamenntaðir starfsmenn sem vinna í hinum ýmsu málaflokkum um allt land. Vegagerðin býður upp á gefandi starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á góða starfsaðstöðu og er vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. VEGAGERÐIN Sauðárkrókur er stærsti þéttbýliskjarninn á Norðurlandi vestra þar búa nú um 2.700 manns en í sveitarfélaginu Skagafirði búa um 4.200. Á Sauðárkróki er fjölþætt atvinnulíf sem byggir á mörgum atvinnugreinum. Á undanförnum árum hefur gengið vel að efla vinnustaði á Sauðárkróki sem byggja á þekkingarstörfum. Vel er staðið að allri samfélags- og heilbrigðisþjónustu á Sauðárkróki og allt umhverfi gott fyrir fjölskyldufólk. íþrótta- og félagslíf á Sauðárkróki. er blómlegt og þar er gott framboð afþreyingar af ýmsum toga. Auk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Sauöárkrókur liggur vel við samgöngum, rúmlega 3 klst akstur er á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. IMG MANNAFL LIÐSAUKI Umsjón með starfinu hafa Davíð Freyr Oddsson (david@img.is) hjá Mannafli - Liðsauka í Reykjavík og Sigríður Ólafsdóttir (sigridur@img.is) hjá Mannafli - Liðsauka á Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Mannafls • Liðsauka. Laugavegi 170 105 Reykjavik Sími 540 7100 mannafl@img.is Skipagótu 16 600 A' Hvað er eftirminnilegast frá bolludeginum? „Það er eftirminnilegt með Kristján Gíslason sem var kaupmaður hér á Króknum. Það var eftirsótt að hýða KG því hann hreyfði sig ekki úr rúmi fýrr en hann taldi að allir sem vildu hýða sig væru komnir og ekki var skorið við nögl því hann lét sækja fleiri bala af bollum til Gutta svo allir fengju nóg. Yfirleitt var það þannig á þessum degi að allir voru velkomnir að heimsækja húsráðendur, helst reyndar hér í útbænum þar sem efnameira fólk bjó.“ En hvernig var þá sprengi- dagurinn? „Sprengidagurinn hefúr alltaf verið hefðbundinn á Króknum - þetta er virkilegur heimilis- dagur. Það má segja að menn hafi sprengt sig en þá var það til siðs að éta saltkjöt og baunir í hádeginu en ekki á kvöldin. Menn stóðu yfirleitt ekki upp frá borðum fyrr en klukkutíma eftir að búið var að fýlla kviðinn og láta sjatna svoldið, eða eins og Gústi Munda í Tungu segir: Maður á að éta alveg ógeðslega mikið svo maður getur ekki staðið upp á eftir. Gústi segir að síðan sé best að kasta sér upp í dívan og leifa meltingunni að vera eðlilegri, standa síðan upp rólega og byrja aftur að hugsa um næsta sprengidag." Hvernig finnst þér að sprengja þig svona? „Sjálfum finnst mér vont að borða svona veislumat á kvöldin enda hef ég orðið andvaka og með innantökur sem ég losna ekki við fyrr en snemma á öskudagsmorgni. En ég held að þetta sé öllum til góðs.“ En það hefur verið fjör á öskudeginum? „Já, öskudagurinn var einn skemmtilegasti dagur ársins hér á Krók. Mikið tilstand og mikið að gera hjá okkur krökkunum.“ Nú hafa öskupokarnir horfið að mestu í seinni tíð en hvernig var það í denn? „Maður lét hafa sig í það að sauma svokallaða öskupoka sem maður laumaði aftan á fólkið og flottast þótti ef hengdir voru margir pokar niður bakið og alveg niður undir hné. Stundum tókst ekki betur til en svo að títuprjónninn gekk inn í holdið og þá urðu viðbrögðin beitt hjá þeim sem varð fyrir stungunni. Pokarnir voru misjafnir. Steipurnar vönduðu sig heljarins ósköp því þær saumuðu jafnvel út í pokana og var handbragðið eftirminnilegt, enda voru handavinnutímarnir í skól- anum notaðir til að sauma út í pokana. Hjá mörgum stúlkunum voru pokarnir glæsilegir en þegar mikið lá við var farið til Pálu Sigga Bjöss og hún málaði á pokana, hrein listaverk í okkar augum. Þeir báru nafn með rentu öskupokarnir því í þá var sett aska sem nóg var til af á Króknum í þá daga. Það voru ekki einvörðungu krakkarnir sem nutu þess að hengja poka á vegfarendur því fólk á öllum aldri tók þátt í leiknum - og útbærinn var fullur af fólki.“ Eitthvað fleira hefur verið gert? „Jújú, kötturinn var sleginn úr tunnunni og við fengum að berja á tunnuræfli sem hengdur var upp á staur á skólalóðinni sunnan við Gamla barnaskól- ann. Menn gengu mörghundr- uð hringi og lömdu og lömdu í tunnuræfilinn sem aldrei ætl- aði að gefa sig. Loks þegar tunnan lét undan var sá sem veitti náðarhöggið sæmdur titlinum kattarkóngur og loddi sæmdarheitið við hann fram að næsta öskudegi og þótti flott.“ Kanntu eldd einhverja góða sögu frá öskudeginum? „Ég man sérstaklega eftir einni uppákomu sem hestamenn komu á. Þeir slógu köttinn úr tunnunni frammi á Flæðum sem þá voru ísilagðar. Þeir riðu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.