Feykir


Feykir - 09.02.2005, Page 6

Feykir - 09.02.2005, Page 6
6 Feykir 06/2005 Vettvangsrannsókn á bolludaginn Landsmótsstemning í Sauðárkróksbakam Hinn glaðværi bollu- dagur var nú á mánu- daginn og af því tilefni fóru blaðamenn Feykis í vettvangsrannsókn í Sauðárkróksbakarí upp úr klukkan 10 um morguninn. Aðstæður voru kannaðar, bollur skoðaðar hátt og lágt og jafnvel gengið lengra. Vel var tekið á móti rannsóknar- blaðamönnunum eins og við var að búast af bakaríisfólki. Óttar bakari Bjarnason tjáði Feyki að aldrei hefðu verið bakaðar fleiri bollur í tilefni bolludagsins en í ár, eða um 10 þúsund. Það er heldur meira en tvær á mann í Skagafirði! Bolludagurinn hefur reyndar breyst nokkuð síðustu árin og er einn fárra daga sem getur dregist yfir marga daga. Þannig gátu þeir sem vildu vera komnir í góða æfingu fyrir bolludaginn keypt sér bollu í byrjun síðustu viku og svo alla daga fram að bolludegi. Ekki er heldur ólíklegt að bollur verði á boðstólnum fram eftir þessari viku þannig að menn og Óttarog Gunna hress að vanda. konur geta dempað sig niður hægt og rólega í bollinu. Gunna Óttars bakara segir flest fjTÍrtæki í Skagafirði versla bollur og bjóða starfs- fólki og alla jafna eru íyrir- tækin að kaupa 2-4 bollur á mann. Vaktin fyrir bollu- daginn hófst kl. 8 á sunnu- dagskvöldið og unnu þá flestir til 8 morguninn eftir en þá voru vaktaskipti. Gunna sagði að bolludagurinn væri í raun hátíðisdagurinn í bakaríinu og allir í góðu skapi - eða eiginlega í Landsmótsskapi! Vinsælustu bollurnar hafa í gegnum árin verið púns- bollurnar og rjómabollurnar en nú hafa vatnsdeigsbollurnar komist upp að hlið þeirra. Ein ný bollutegund var á boð- stólnum í bakaríinu en hafði ekki hlotið nafn. Sú bolla var fyllt með súkkulaðifrómas og marensbrotum. Óttar lagði til að bollann fengi nafnið Bakkarabollann og kom það kannski ekki til af góðu - hann hafði nefnilega bakkað á bíl blaðamanns Feykis á dögun- urn. Mynd: pib Leiðréttingar Haustlömb og sambýlið Fellstúni Því miður urðu þau leiðu mistök í síðasta blaði að mynd af dýrbitnu fé var sögð af vorlömbum. Hún var af haustlömbum eins og glöggir lesendur tóku eftir. Þessi mistök má rekja til þess að ritstjóra var kunnugt um að Kári Gunnarsson átti myndir af vorlömum illa leiknum eftir tófu. En að hann ætti í fórum sínum mynd af dýrbitnum haustlömbum vissi ritstjóri ekki. Hvað þá að sú mynd hefði valist með fréttinni eftirá. Beðist er velvirðingar á þessu. Fyrst að verið er að biðjast velvirðingar biðjumst við afsökunar á því að í texta með fréttamynd í jólablaði frá sambýlinu í Fellstúni 19 var það sagt vera í Fellstúni nr. 5. íbúar beggja húsanna fyrirgefa okkur þetta vonandi. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins skrifar Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur Fyrir fáum vikum beindi ég nokkrum spurningum að Framsóknarmönnum en þeir hafa ekki séð sóma sinn í að svara þeim en þær vörðuðu ömurlega stefnu flokksins í byggðamálum. Ein þeirra var á þá leið hvers vegna ríkisstjórn Framsóknar- flokksins skammtaði Hofsós- ingum svo nauman byggða- kvóta sem raun bar vitni? Nú eru afleiðingar skömmt- unarstefnu Framsóknarflokks- ins að koma fram þar sem búið er að segja upp öllu starfsfólki fiskvinnslunnar Kolku. Þetta sama starfsfólk er nú að fá þriðja uppsagnarbréfið á nokkrum árum. Ekki er ein báran stök þar sem þetta sama fólk á von á öðru bréfi inn um lúguna frá Framsóknarflokkn- um en það er hækkaður raf- magnsreikningur. Staðreyndin er sú að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði náð fram að ganga í síðustu kosningum, þá væri allt annað og bjartara atvinnu- ástand á Hofsósi. Meira frelsi væri fyrir heimabáta að róa til fiskjar og tryggt væri að vinnslan í Hofsósi gæti boðið í hráefni á jafnræðisgrundvelli. Framsóknar- og Sjálfstæðis- mennáAlþingivirðaststjórnast af einhverri kreddu og vilja halda i handónýtt fiskveiði- stjórnarkerfi þó allar stað- reyndir sýna að afli nú er helmingi minni en fýrir daga þess. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þessa vitleysu mikið lengur og kominn tími til þess að fulltrúar íbúanna á Hofsósi þ.e. sveitarstjórnarmenn í Skagafirði, hvar í flokki sem menn standa, taki afstöðu með Hofsósingum og gegn kerfi sem er að leggja byggðina í rúst. Sigurjón Þórðarson Fréttatilkynning frá hópi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hólahrepps Vilja að farið sé að lögum Hinn 27. janúar sl. úrskurðaði Héraðsdómur Norðurlands vestra að lögbann skyldi lagt á ákvarðanir um aukningu stofnfjár, sem teknar voru á fundi stofnfjáreigenda Sparisjói Deilt hefur verið um vinnubrögð og atkvæðisrétt æðstu stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga og fýrirtækja þess á síðustu misserum gagnvart Sparisjóðnum. Hafa þeir beitt öllum brögðum til að ná Sparisjóðnum undir sig. Á fýrrgreindum fundi tókst þeim þetta ætlunanærk sitt eftir að stofnfjárhlutir Kaup- félagsfyrirtækjanna höfðu verið færðir )4ir á nokkra af lykil- stjórnendum Kaupfélagsins og fjölskyldur þeirra. Þannig tókst tiltölulega fámennum hópi stórra stofnfyáreigenda að bera hina smærri og fjölmennari ofurliði í krafti atkvæðisréttar síns. Teljum við að ólöglega hafi verið staðið að málum er stofnbréfin skiptu um eigendur á stjórnarfundi Sparisjóðsins hinn 23. nóv sl. Við, svo kallaðir eldri stofn- fjáreigendur, höfúm viljað starfa á grundvelli hugsjóna sparisjóðanna. Grundvallar- sjónarmið okkar er að eignar- aðild Sparisjóðsins verði dreitð á höndum einstaklinga, en Hólahrepps þann 24. nóv. einstök fyTÍrtæki nái ekki ráðandi hlut í sjóðnum né geti ráðskast með hann. Höfum við viljað að starfað sé í anda laga um sparisjóði með það að markmiði að efla sjóðinn sem sjálfstæða fjár- málastofnun sem geti þjónað einstaklingum og smærri fyrir- tækjum í heimabyggð. Stofn- fjáraukning hefur verið á dagskrá undanfarin misseri, en fulltrúar Kaupfélagsins í stjórn Sparisjóðsins stóðu lengi vel í vegi fýrir henni meðan þeir töldu aukninguna ekki þjóna sínum hagsmunum. Nú þegar þeir telja sig hafa náð yfirráðum yfir sjóðnum og breytt nafni hans eru þeir reiðubúnir að auka stofnféð á sínum for- sendum. Ársreikningar Sparisjóðs Hólahrepps hafa sýnt að hann hefur verið í öruggum vexti síðustu ár undir farsælli stjórn sparisjóðsstjórans Kristjáns Hjelm. Um mitt síðasta ár kröfðust fulltrúar Kaupfélags- ins í stjórn Sparisjóðsins þess að Kristján yrði látinn víkja, en 2004. hann hafði varað við yfirtöku Kaupfélagsins á sjóðnum. Með stuðningi stjórnarformannsins Magnúsar Brandssonar var Kristján látinn víkja og stjórnendur Kaupfélagsins fengu ráðinn nýjan mann í stól sparisjóðsstjóra. Þessu fýlgdu svo stjórnendur Kaupfélagsins eftir með stofnfjárfúndinum 24. nóv. síðastliðinn, þar sem þeir yfirtóku Sparisjóð Hólahrepps með fy'rrgreindum hætti og breyttu nafni hans. Við mótmæltum þessum yfirgangi harðlega og nú hefur Héraðsdómur Norðurlands vestra staðfest lögbann á ákvarðanir fundarins. Við leggjum áherslu á að unnið sé samkvæmt lögum og á grunni þeirra hugsjóna sem sparisjóðirnir byggja tilveru sína á. Markmið okkar er að Sparisjóðurinn fái að dafna sjálfstæður á eigin forsendum og á félagslegum grunni. Erum við þess fúllvissir að sá er vilji meginþorra Skagfirðinga og fýrir því munum við berjast. Fréttatilkynning

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.