Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 06/2005 Hörður Ingimarsson skrifar Þæfingur á Þverárfjalli? Að morgni laugardag- sins 12. febrúar kom í tvígang í fréttum útvarpsins að þæfings- færð væru um Þverár- fjall og sömu sögu var að segja um færð á Melrakkasléttu. Aðrir vegir á Norðurlandi greiðfærir. Fjöldi fólks not- færir sér textavarpið í sjón- varpinu til að kanna færð áður en lagt er í ferðalög. Þar voru sömu upplýsingar um þæfing á Þverártjalli. Fjölmargir koma vestan yfir Þverárfjallið frá Ska- gaströnd, Blönduósi og í miklum rnæli frá Reykjavík til þess eins að fara á skíði í Tindastóli. En það hægir á fólki ef lengja þarf ferðina um Vatnsskarð sem skiljan- legt er. Á skíðasvæðinu fréttist að allt væri marautt vestur um Þverárfjallið á Blön- duós. Frá afleggjaranum á Laxárdalsheiði að skíðas- væðinu vestur um að veg- amótum Skagastrandarvegar eru 26 km. Við sérstaka athugun kom í ljós að veg- urinn var marauður. Hverju það þjónar að tala um þæfingsfærð þar sem ekki cr sporrakt á vegi er til þess eins að koma óorði á þjónustu vegagerðarinnar og skemma fyrir rekstri skíðas- væðis í Tindastóli. hing. Leiðari Eflum byggðararmsóknir I vikunni birtust í fréttum nýjar tölur, og myndræn frarn- setning þeirra, um búferlaflutninga fólks inannlands. I hnotskurn má segja að niðurstaða þeirra sé að fólki fjölgi á atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins, sem spannar eins og kunnugt er svæðið frá og með Rangárvallasýslu og vestur í Borgartjörð. Nú bregður hins vegar svo við að græn súla bætist við á nýjum stað á fólksfjöldalínuritinu, það er á Austurlandi. Við nánari rýni sést að fjölgunin á sér stað á Miðausturlandi og má rekja til stóriðjuframkvæmda. Byggðin á Norðaust- urlandi og sunnanverðum Austtjörðum heldur hins vegar áfram að hörfa enda gætir áhrifa þenslunnar ekki þar. Fækkun íbúa í dreifbýli á sér ekki einhlíta skýringu. ITitt er ljóst að hún stafar af róttækum breytingum á grunngerð þjóðfélagsins. Störfúm við frumframleiðslu fækkar og sú fjölgun sem á sér stað í verslun, þjónustu, stjórnsýslu og afþreyingu skilar sér ekki nema að litlti leyti út á land. Til þess að skilja orsakir vandans verða menn fýrst að kryfja hann til mergjar. Þess vegna þarf að efla byggðarannsóknir á íslandi. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Úlgelandi: Feykir hf Skrifslofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Btaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 4557100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Nýprent ehf. Nýtt fyrirtæki tekur við rekstri byggingarvöru- og búvörudeildar Húnakaupa Allt undir sama þaki hjá Krákum ehf. Starfsfólk Kráka. Frá vinstri talið: Sigurður Ingþórsson, Steingrímur Kristinsson, Hans Vilberg Guðmundsson, Þorsteinn Sigurgeirsson, Hávarður Sigurjónsson, ZophoníasAri Lárusson, verslunarstjórí og Lárus B Jónsson, eigandi Kráka. Krákur ehf. tóku nú um áramót við rekstri byggingarvörudeildar og búvörudeildar Húna- kaupa og reka nú undir sama þaki að Húnabraut 4, byggingavöruverslun, fóðursölu og umboðs- sölu á áburði fyrir Áburðarverksmiðjuna, auk þess að annast smíðaverkefni í verk- töku. Átta rnanns starfa . hjá fýrirtækinu í um 520 fermetra húsnæði auk 150 fermetra geymsluhúsnæðis og srníða- aðstöðu. Feykir ræddi á dögunum við Lárus B. Jónsson hjá Krák um starfssemina. Hvernig hefur gengið hjá ykkur það sem af er ári? Það hefur bara gengið mjög vel þennan mánuð sem kominn er, síðan við tókum við og þökkum við fyrir góðar mót- tökur. Hvaða viðskiptavinum eru þið aðallega að þjóna? Það er ansi breiður hópur fólks, við þjónustum fólk hér á svæðinu með hvers kyns byggingavörur raftæki og sportvörur og einnig erum við með flestar vörur fýrir bændur ss, fóður og þess háttar svo eiga ferðamenn að fá hér flest það sem vantar í ferðalagið á sumrin og margt margt fleira. Það er opið hjá okkur alla virka daga frá kl 08-18 og 10-16 á laugardögum. Eru næg verkefni í smíða- starfssemi á svæðinu eða þurfið þið að leita mikið út fýrir Austur Húnavatns- sýslu? Það hefur verið ágætt að gera hér á svæðinu þó að það niegi alltafvera meira. Jú, við höfum aðeins farið út fyrir svæðið en ekki í rniklu mæli. Getið þið keppt við BYKO og Húsasmiðjuna í verðum? Við vinnum ágætlega með þessunt stóru fýrirtækjum og getum því verið samkeppnis- hæfir í verðurn en flutn- ingskostnaður setur auðvitað alltaf strik í reikninginn. Söngkeppni NFN V Sandra, Brynjar og Viviane sigruðu Söngkeppni NFNV fór fram með glæsibrag á sal bóknámshúss FNV í gærkvöldi og var mæting framar vonum. Keppnin var æsispennandi að þessu sinni og ein sú skemmtilegasta sem sögur fara af, að sögn Braga Freys Kristbjörnssonar formanns NFNV. Viviane, Brynjar Páll og Sandra Dögg. Mynd: nfnv Þegar upp var staðið bar Sandra Dögg Þorsteinsdóttir sigur úr bítum ásamt Brynjari Páli Rögnvaldssyni sem spilaði á gítar og skiptinemans Viviane Guéra sem spilaði á selló. Lagið sem þau fluttu hét Við santan og var sarnið af Brynjari Páli. Sigunægar Söngkeppninnar verða fúlltrúar Nemendafélags FNV í Söngkeppni framhalds- skólanna sem fram fer á Akureyri þann 16. apríl.. Hrund Jóhannsdóttir varð í öðru sæti og Árni Geir Sigurbjörnsson í því þriðja. Skagaströnd Sorp verði nýtt til hús- hitunar í nýrri skýrslu um sorpförgun á Norðurlandi vestra er lagt til að reist verði sorporkustöð á Skagaströnd til að nýta varma frá sorpbrennslu til upphitunar húsa og sundlaugar þar. Skagaströnd er stærsta þéttbýlið á Norðurlandi vestra sem enn er ekki komið nreð hitaveitu. Verði reist stöð sem annað getur því að brenna sorp frá Norðurlandi vestra og Eyja- fjaðrarsvæðinu, má hugsan- lega nýta orkuna til raforku- framleiðslu, smáiðnaðar eða fiskeldis. Sorp er nú urðað á fjórunr stöðum á Norðurlandi vestra, það er við Sauðárkrók, Skagaströnd, Blönduós og við Hvammstanga. Verið að að kanna framtíðarförgun á svæðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.