Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 5
07/2005 Feylrir 5 Séð yfir Blöndudal, eitt af verkum Guðriðar á sýningunni. Mynd: Unnar áætlunum og hagfræðilegri úttekt á möguleikum, með tilliti til landgæða og keðju- verkandi áhrifum á lífsgæði fólks á svæðinu. Eins og allt hugsandi fólk hefur gert sér grein fyrir þá hefúr landbúnaðarstefha stjórn- valda, sem mörkuð var með búvörulögunum 1985 og unnið eftir markvisst síðan með því að færa fram- leiðsluréttinn á fárra hendur, þá hefur hinn gamalgróni fjölskyldubúskapur að mestu liðið undir lok, og með honum rótfesta fólks í hinum dreifðu byggðum, samkennd, sam- vinna og félagsandi. Sem sagt, gamla bændamenningin að syngja sitt síðasta.” Hvað gat komið í staðinn fyrir þessa stefnu? „Fyrir því var aldrei hugsað af yfirvöldum, sem innleiddu þessa stefnu fjTÍrhyggjulaust, með þeirri mestu eignatil- færslu og eignaupptöku, sem sagan geymir og gengdar- lausum tilkostnaði þeirra sem nú berjast í bökkum við að kaupa sér tilverurétt í búskap. Allt þetta stefnir að þvi einu að fækka fólki á landsbyggðinni, rýja vildisjarðir kostum sínum til búsetu og skilja þar eftir í eyði glæsileg íbúðarhús, óslegin tún og niðurníddar girðingar.” “Þéttriðið net sögustaða í Húnaþingi" -Tillaga þín um þjóðgarð er hugsuð sem svar við fólks- fækkun í sveitum? “Við sjáum ótal möguleika til að finna þessum sveitum og þessum eyðibýlum nýtt hluUærk, sem í framtíðinni gæti skapað ótal vinnandi höndum og hugsun verðug verkefni oghéraðinuglæsibrag , byggt á fornri frægð, nútíma tækni, vísindum og framtíðarsýn. I sambandi við allan þann fróðleik, fornan og nýjan, sem boðið yrði upp á kæmu fræðasetur á völdum stöðum, bæði sem efling þeirra sem fyrir eru eins og t.d. Nátt- úrufræðasetur á Sauðárkróki, matvælarannsóknir á Blöndu- ósi, einnig texstíl rannsóknir í sambandi við Heimilisiðnað- arsafnið og gamla Kvenna- skólann, efling Háskólans á Hólum, söguskoðunar í Glaumbæ, Vesturfararsafnsins á Hofsósi og nýrra möguleika á gömlum sögufrægum verslunarstað Kolkuósi svo eitthvað sé nefnt. í Húnaþingi vestra er um svo marga nafnfræga staði að velja og sögustaðir eins og þéttriðið net um allt svæðið, að þangað væri auðvelt að beina ferðamönnum í margra daga hringferðir um Vatnsnes, Miðfjörð, Arnarvatnsheiði og Hrútafjörð með viðkomu og upprifjun á völdum stöðum, þar sem sagan væri sýnd og rakin áfram til Vatnsdals og Drangeyjar, bingeyra og Reynistaðar. Sama er að segja um allt svæðið og landið í heild. Það er ótæmandi náma fróðleiks og rannsóknarefna á ótal sviðum. Einnig er orðið mjög að- kallandi að setja á fót sumar- skólabúðir fyrir börn þétt- býlisbúa. Eitthvað í líkingu við það sem gert hefur verið á Reykjum í Hrútafirði síðustu vetur, en yrði útfært með áherslu á náttúruskoðun, land og lífríki að sumrinu til að treysta rætur unga fólksins við mannlíf og menningu forfeðranna og trúna á landið í nútíð og framtíð. Til þess að framkvæma þessa hugmynd mætti eflaust nýta eitthvað af því auða húsnæði sem til er og aðstöðu í skólum, sundlaugum og íþróttavöllum. En fyrst og fremst þarf að gera sér grein fyrir hvers konar mannlíf við viljum móta í okkar heimabyggð og vinna markvisst að því að gera það að veruleika.” Þu færð blómin hjá okkur Erum með margar tegundiraf fallegum blómvöndum á góðu verði ESSO Abær - Sauðárkrókur KONUDAGSTILBOÐ í tilefni konudags elda karlmenn veislumat fyrir konur sinar. Þú færð uppskríft og nákvæmar leiðbeiningar um eldunaraðferð í kjötborði. WVEAjWÍ-gSi 9n% a1s\.» ^ Nautalundir kr/kg...... Lambafille kr/kg....... Bökunarkartöflur kr./kg Sveppir kr./kg....... Jarðarber 250 gr..... Bláber 180 ........... Myntumolar........... Karamellumolar....... Gullmolar............ Fíéttas n Feykis er 453 Ö001 Fevkir Óháð fréttablað á V Norðurlandi vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.