Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 7
07/2005 Feykir 7 Rabb-a-babb i_____í Nafn: Krístrún Ragnarsdóttir Argangur: 1959. Fjölskylduhagir: GiftSnorra Styrkárssyni og við eigum 3 börn, Styrkár 16 ára, Kristinu 14 ára og Steinunni 11 ára. Starf/nám: Leikskólakennari útskrifuð 1982, er leikskólastjóri á Furukoti/ Krílakoti. Bifreið: Renault megan senic. Hestöfl: Það hljóta að vera einhver hestöfl. Hvað erí deiglunni: Að mæta íþreksport eldsnemma á morgnana, helgarferð til Barcelona í april, borgaraleg ferming Kristínar dóttur minnar. Hvernig hefurðu það? Ég hefþað fínt. Hvernig nemandi varstu? I minningunni var ég alltaf voða stillt og prúð! Hvað ætlaðir þú að verða þegarþú yrðir stór? Ég ætlaði bara alltafað verða fóstra eða leikskólakennari eins og það heitir í dag og vinna í leikskóla. Hvað hræðistu mest? Óvinur númer eitt eru köngulær, þær hafa náð að bera mig algjörlega ofurliði, ég held ég sé nú samt alveg að lagast með þetta. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir Ieða besta)? Með fyrstu plötum sem ég keypti var Songs from a room með Leonard Cohen, eftirþað hefurhann fylgtmérog ég á fle- star hans plötur. Ég komst meira aðseg- ja á tónleika með honum ÍLaugardalshöll 1988. Mér finnst hann alveg frábær. Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Ég hefprófað að syngja ÍKareóki og það er bara gaman. Ætli ég tæki ekki bara, I will survive! Hverju missirðu helst ekki af í sjónvar- pinu Ifyrir utan fréttir)? Ég horfi ekkert sérlega mikið á sjónvarp en Fraiser er algjörlega fastur liður á mánudögum hjá mér, ég missi ekki af honum. Besta bíómyndin? Mér finnst mjög gaman að horfa á góðar bíómyndir og góð bíómynd tekur á þessu mannlega og það finnst mér The Green Mile, með Tom Hanks gera. Hún er i up- páhaldi. Lord of the Ftings er lika algjör klassisem ævintýramynd. Bruce Willis eða George Clooney / An- gelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Brúsi er náttúrulega langbestur þegar taka þarfá málum! Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Það er nú alveg ótrúlegtmeð þessarinnkaupak- örfur, það er alltafpláss íþeim. Það eiga til að slæðast þangað ostar, stundum harðfiskur og svo er ég pínu veik fyrir Lindubuffi. Hvað er í morgunmatinn? Ég byrja daginn á vel hrærðum prótín- drykkfullum aforku. Uppáhalds málsháttur? „Farðu yfir þröskuldinn og láttu hann ekki stoppa þig". Þetta er nú meira mottó en málsháttur og er í uppáhaldi hjá mér. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Mér finnst Simbi litli í The Lion King besturog verðugur Ijónakonungur. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhú- sinu? Á mínu heimili er það þannig að hún eldar frekar hversdagsmatinn en hann eldar frekar sparimatinn. Ég luma á ansi góðri uppskrift af rúnnstykkjum sem mér tekst yfirleitt vel með og býð gjarnan gestum og gangandi. Hver er uppáhalds bókin þín? Ég les frekar mikið, enda í klúbbi sem heitir Lespíurnar. Eina bók held ég alltafmjög mikið upp á og það er Sjálf- stætt fólk eftir Halldór Kiljan. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu..Til Kúbu og ég tæki lespiurnar og disle. (makana) með. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fullkomununarárátta. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og hroki er eitthvað sem ég á mjög erfittmeð að höndla. Hvaða íþróttamanni / dómara hef-urðu mestar mætur á? Ég gæti ekki nefntnafn á dómara þó lífið lægi við því íþróttir eru ekki min deild. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó tvímælalaust. Hver var mikilvægasta persóna 20. al- darinnar að þínu mati? Ég held alltaf upp á Nelson Mandela, hann býr yfir svo miklu æðruleysi og hefur sannarlega unnið að sameiningu í almannaþágu. Efþú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Ég tæki með mér tvær góðar bækur um andleg málefni og stærsta púsluspilið sem ég fyndi. Hvað er best í heimi? Hver einasti nýr dagur sem mætir mér með ný viðfangsefni. Hvað er skagfirskt? Stemningin i réttunum við söng og skál, hangikjötið frá KS, kórsöngur og Drangey sannarlega. íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik Klúður á lokasekúndunum Tindastóll tók á móti liði Grindavíkur í Síkinu síðastliðið fmmtudagskvöld og er skemmstfrá því að segja að leikurinn var æsispennandi og skemmtilegur alveg þangað til ein sekúnda var eftir en þá skoraði Fletcher 2ja stiga körfu þegar Stólarnir þurftu nauðsynlega 3 stig. Hvað um það; Stólarnir spiluðu ágætlega en töpuðu þó 101-102. Leikurinn fór vel af stað og röðuðu bæði lið niður skotum eins og þau ættu lífið að leysa. Fletcher og Thompson voru sjóðheitir og þá kom Kiddi Friðriks inn og dritaði niður einum þristi upp á punt yfir Pál Axel. Darrel Lewis virðist hins vegar vanalega finna Smuguna sína þegar hann mætir í Síkið og svo var að þessu sinni. Gekk kappinn talsvert á kvótann í fyrsta leikhluta því þá gerði hann 18 stig og flestar voru körfurnar ansi laglegar. Staðan 32-29 fyrir Tindastól. Spennan hélt áfram í öðrum leikhluta en hraðinn minnkaði heldur. Bretinn David Aliu kom sterkur inn í Tindastólsliðinu og sýndi fína takta. Staðan var 51-53 íyrir Grindavík í hléi. Stólarnir réðu illa við hinn tröllvaxna Terrel Taylor í þriðja leikhluta en kappinn fékk að tjalda í teig Stólanna án þess að dómurum leiksins þætti tilefni til telja sekúndurnar sem hann staldraði við. Heimamenn börðust áfram og minnkuðu muninn hægt og sígandi og voru yfir 74-73 þegar fjórði leikhluti hófst. Tindastóll náði 5 stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta og voru Svabbi, Kiddi og Aliu að spila vel. Leikurinn var nú æsi- spennandi og munurinn þetta 2-5 stig Tindastóls- mönnum í hag. I stöðunni 92-87 fékk David Aliu sína fimmtu villu og varð að yfirgefa völlinn. Grindvík- ingar gengu á lagið og komust fljótlega yfir 93-95. Svabbi minnkaði muninn í 99-100 þegar skammt var til leiksloka. Lewis fékk svo tvö vítaskot þegar 6 sekúndur voru eftir og kom Grindvíkingum í 99-102 og því ljóst að Stólarnir þurftu að gera 3 stig til að jafna. Fletcherbrunaði upp völlinn en í stað þess að senda á Kidda Friðriks, sem virtist í ágætu færi, brunaði hann undir körfu gestanna sem virtust alveg sáttir við að hann gerði 2 stig og leiktíminn rann út skömmu síðar. 101-102. Leikurinn var sem fyrr segir skemmtilegur og leikmenn að spila ágætlega. Fletcher var fínn í liði Stólanna en klikkaði illa í lokin. Nýr leikmaður liðsins, Englendingurinn David Aliu, lék sennilega framar vonum. Sem fýrr gekk Stólunum í heildina illa að hirða fráköst og er staða liðsins í deildinni nú orðin ansi erfið. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið á Saudárkróki TINDASTÓLL 101 GRINDAVÍK102 Stig Tindastóls: Thomson 24, Fletcher 21, Aliu 20, Svavar 18, Kiddi 15 og ísak 3. Powerade-mótið í knattspyrnu Misjafnt hlutskipti Knattspyrnulið Tinda- stóls lék fimmta leik sinn á Powerade- mótinu í Boganum á Akureyri á sunnudag. Spilað var við Huginn frá Seyðisfirði og sigruðu Stólarnir 2-0. Þetta var annar sigur Tindastóls á mótinu. Lið Tindastóls gerði tvö mörk með skömmu millibili í fýrri hálfleik og dugði það til sigurs. Fyrst skoraði Jóhann Helgason á 29. mínútu og Þórður Karl Gunnarsson bætti um betur á 31. mínútu. Stólarnir tefldu fram liði sem skipað var ungum leik- mönnum, eins og svo oft áður, og er rétt að geta þess að enginn leikmaður Stól- anna fékk spjald að þessu sinni og verður það að teljast nokkuð óvenjulegt. Þór sigraði Hvöt Það er sennilega best að hafa sem fæst orð um viðureign Þórs Akureyri og Hvatar frá Blönduósi. Skoruð voru 10 mörk í leiknum; 6 í annað markið en 4 í hitt en þó þannig að Þórsarar gerðu öll mörkin og sigruðu 10-0. Hvöt hefur enn ekki hlotið stig í mótinu. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Skíðabúnaður óskast Óska eftir notuðum göngu- skíðabúnaði með riffluðum botni. Þarfað henta skóstærð 40-42. Upplýsingar í sima 453 5303 eftir kl. 17:00. AL-ANON í Skagafírði Von og hjálp fyrir fjölskyldur og vini alkohólista. Opnir fundir öll mánudagskvöld i Safnaðar- heimili Sauðárkrókskirkju á Sauðárkróki kl. 21:00 - 22:00. Allirhjartanlega velkomnir - kaffi á könnunni. Félagsvist Fétagsvist verður spiluð i Höfðaborg, Hofsósi, fimmtu- daginn 17. febrúarkl: 21:00. Verðlaun og veitingar. Félag eldri borgara á Hofsósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.